Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 37

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 37
Niðurstöður og umræður Urtakið í þessari rannsókn er valinn hluti úr íslenska hrossa- stofninum þó svo að valið byggist á kynbótadómum fyrir hæfileika og sköpulag, fremur en þáttum sem snúa að frjósemi hestanna. Ekki er hægt að fullyrða að niður- stöður rannsóknarinnar gildi fyrir hrossastofninn í heild. Gera verð- ur ráð fyrir að hestar með augljósa galla á eistum séu geltir ungir og hafi þvi ekki komið fram sem stóðhestar á mótinu. Einnig verð- ur að hafa i huga að hestamir vom á nokkuð þröngu aldursbili og til- tölulega ungir. Hins vegar mun sá hópur stóðhesta, sem skoðaður var, að líkindum hafa mikil áhrif á næstu kynslóð hrossastofnsins og því er afar mikilvægt að gera sér grein fyrir sem flestum þáttum sem varða kynheilbrigði þeirra. Rannsóknin var unnin við staðl- aðar aðstæður. Allir hestamir voru mældir og metnir á sama tíma og við sömu aðstæður, þ.e. strax að loknum hæfileikadómi. Gera má ráð fyrir að allir hestamir hafí ver- ið í góðri þjálfun og allir vom í reiðhestaholdum. Þetta gerir sam- anburð á mælingum auðveldari en annars hefði verið. Nokkur galli er að ekki er vitað hversu mikið hestamir sinntu hryssum fyrir mótið. Engar athugasemdir vom gerð- ar við stærð, þéttleika eða legu eistnanna hjá 54 af þeim 60 hest- um sem skoðaðir vom. í flestum tilfellum mátti þó merkja sjónar- mun á stærð eistnanna þar sem hægra eistað virtist aðeins minna og liggja aðeins aftar í pungnum en það vinstra. Þvermál pungsins mældist frá 8,1 sm og upp í 11,6 sm. Meðal- talið var 9,9 sm og staðalfrávik 0,9 sm. Gögnin reyndust normal- dreifð (P>0,05) (mynd 4). Staðal- frávik endurtekinna mælinga á hverjum hesti var að meðaltal- i 0,09 sm sem sýnir að mæliað- ferðin er áreiðan- leg og auðveld í framkvæmd. A ð s t æ ð u r hefðu þó mátt vera betri, t.d. hefði verið gott að hafa vegg til að stilla hestinum upp við og skýli fyrir veðri. Þá hefði verið æski- legt að hindra umferð óviðkom- andi aðila og að undirbúa eigend- ur stóðhestanna betur en gert var. Niðurstöðurnar benda til að þver- mál pungsins hjá íslenska hestinum sé sambærilegt við það sem mælst hefur hjá mörgum öðrum hestakynjum. Meðaltalið var þó í lægri kantin- um eða 9,9 sm miðað við 10-12 sm sem er algengast (3, 11). Athyglisvert var að í engu til- felli var pungurinn 8 sm eða minni í þvermál en almennt er Mynd 3. Eistunum var haldið niðri i pungnum með vinstri hönd á meðan mælt var með hægri. miðað við þá stærð erlendis sem neðri mörk þess sem talist getur eðlilegt (11, 36). Enginn hestur var heldur með áberandi stór eistu. Bent hefur verið á að sé þvermál pungsins meira en 11,5 sm geti það haft hamlandi áhrif á kynhvötina og þannig orsakað lé- lega fyljun (11). Meðaltal 9.889 Fjöldl 55 Mynd 4. Dreifing þvermáls pungs er normaldreift i úrtakinu. Freyr 10/2003 - 37 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.