Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 43

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 43
Niðurstöður Ending Mynd 1 sýnir endingarföll fyrir bæði hesta og hryssur. Kvarðinn á lóðrétta ásnum er það hlutfall af upphaflegum fjölda sem er á lífi og i notkun. Frá 7 vetra aldri skiljast kynin nokkuð að þannig að meiri afföll eru af hestunum. Munurinn er mestur ffá 9 til 12 vetra aldurs og aðeins á því bili er munurinn marktækur (m.v. 95% öryggis- mörk). Einnig má sjá að miðgildið (þar sem 50% eru eftir) er við u.þ.b. 17 vetra aldur fyrir hesta en rúmlega 18 fyrir hryssur. Sé aðeins eitt fall reiknað fyrir bæði kynin saman er miðgildið við tæplega 18 vetra aldur (mynd 2). Skýrist það af nokkru af ójöfiiu kynjahlutfalli í eldri aldurshóp úrtaksins. Þættir sem höfðu áhrif á lífaldur Fjórar þeirra sex skýribreytna, sem prófaðar voru, reyndust hafa marktæk áhrif á endingarfallið (sem sýnt er á mynd 2): 1. Kynbótamat (BLUP) hafði há- marktæk áhrif á þann hátt að með hækkandi kynbótamati minnkuðu líkumar á því að hrossunum væri fargað eða þau dyttu úr notkun af einhveijum ástæðum. Þrátt fyrir það hafði kynbótamat lítil áhrif á ending- arfallið, þar sem það skýrði frekar lítið af heildarbreytileik- anum (p<0,001, R2M = 2,58%). 2. Notkun hrossanna, þ.e. til reið- ar eða ræktunar, hafði hámark- tæk áhrif (p<0,001, R2M = 8,35%). Hross, sem notuð voru til reiðar, vom hér um bil helm- ingi líklegri til þess að falla út á hverjum tíma en hryssur í fol- aldseign. 3. Almanaksár. Tíminn sjálfur reyndist vera sá þáttur sem mest áhrif hafði. Reiknuð var hlutfallsleg áhætta á milli ára og reyndist hún hafa bæði há- marktæk áhrif og skýra vem- legan hluta af breytileikanum í gögnunum (p<0,001, R2M = 15,62%). Mynd 3 sýnir lausnir fyrir hlutfallslega áhættu ár- anna 1992-2000. 4. JJppruni (hjörð). Marktæk áhrif hafði hjá hverjum hrossin vom fædd (p<0,01, R2M = 5,53%). í flestum tilfellum var þó um að ræða smávægilegan mun milli bæja. Kyn hrossanna reyndist ekki hafa marktæk áhrif (P>c2 = 0.854) né heldur aldurshópur (P>c2 =0.725).. Förgunarástæður Af 772 hrossum í rannsókninni vom 201 dauð. Upplýsingar um förgunarástæður voru ekki alltaf nákvæmar, enda í mörgum tilfell- um langt um liðið síðan hrossin voru felld eða þau drápust. Förg- unarástæðum (eða dánarorsökum) var skipt i nokkra flokka (tafla 2) en nákvæmari upplýsingar vom einnig skráðar þegar um slíkt var að ræða. Gróf flokkun sem þessi gefur ekki tilefni til mikillar tölfræði- legrar úrvinnslu en þó er grand- vallaratriði að skilja á milli tvenns konar förgunar- eða dán- arorsaka; i) þegar hrossum er fargað vegna þess að þau upp- fylla ekki kröfur eigenda og ii) þegar hross em felld eða þau drepast af óviðráðanlegum or- Tafla 2. Förqunarástæður. Fjöldi % Meðalaldur Fækkun ræktunarhryssna 41 20,4 11,7 Geðslag 33 16,4 7,1 Helti 25 12,4 10,2 Slys 22 10,9 8,3 Ganglag 13 6,5 6,4 Sköpulag 12 6,0 2,3 Ófrjósemi 7 3,5 12,6 Hófar 3 1,5 10,7 Smitsjúkdómar 3 1,5 13,0 ; Meltingarfæri 1 0,5 Æxli 1 0,5 Ýmislegt 16 8,0 11,1 Óþekkt 24 11,9 10,0 Alls 201 Freyr 10/2003 - 43 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.