Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 44

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 44
Tafla 3. Förgunarástæður, skipt upp eftir því hvort óhjá- kvæmilegt var að fella hrossin eða þeim fargað vegna ónógra gæða. Felld eða drápust n % Farqað n % Helti 25 26,0 Fækkun ræktunarhryssna 41 39,0 Slys 22 22,9 Geðslag 33 31,4 Ófrjósemi 7 7,3 Ganglag 13 12,4 Hófar 3 3,1 Sköpulag 12 11,4 Smitsjúkdómar 3 3,1 Ýmislegt 6 5,7 Meltingarfæri 1 1,0 Æxli 1 1,0 Ýmislegt 10 10,4 Óþekkt 24 25,0 Alls 96 100,0 105 100,0 sökum. í flestum tilfellum skilja flokkamir (í töflu 2) sjálfkrafa þama á milli en í þeim tilfellum sem svo var ekki var það skráð sérstaklega. I töflu 3 er skilið á milli þessara tvenns konar förg- unar- eða dauðaorsaka og þá sést að helti, sem í flestum tilfellum var afturfótarhelti, er algengasta orsök þess að fella þurfti hross. Slys fylgja svo fast á eftir. Taflan sýnir einnig að hlutfall þeirra sem fargað var á gmndvelli gæða og hinna, sem varð að fella eða drápust, er nokkuð jafnt, 105 á móti 96. Umræður Ending Það, að miðgildi endingarfalls- ins (mynd 2) skuli vera u.þ.b. 18 ár, hlýtur að teljast rnjög hátt, einkum þegar tekið er mið af því hve mörgum “heilbrigðum” hrossum var fargað. Með öðmm orðum ná hrossin að jafnaði býsna háum aldri þrátt fyrir að talsvert sé fargað af þeim lakari. Endingin er líka meiri en í flestum erlend- um rannsóknum á lífaldri hrossa. Slíkum samanburði ber þó að taka með varúð þar sem hann em í flestum tilfellum byggðar á gögn- um tryggingafélaga sem vanmeta auk þess lífaldur oft vemlega, (Wallin 2001). í rannsókn Wallin o.fl. (2000) á nokkrum hrossakynjum í Sví- þjóð, þar sem svipaðri aðferða- ífæði var beitt og hér er gert, lá miðgildi endingarfallsins á bilinu 13,9 - 26,5 ár og var mjög breyti- legt eftir kynjum og kynferði. Gronlund og Clausen (1997) rannsökuðu lífaldur og dánaror- sakir íslenskra hrossa í Dan- mörku. Meðalaldur hrossanna var einungis 12 ár sem trúlega er mjög vanmetið. Ahrif þátta eins og á notkunar og tíma (almanaksárs) undir- strika fyrst og fremst að endingin ræðst ekki eingöngu af líffræði- legum þáttum heldur einnig af ytri aðstæðum, s.s. markaðsleg- um. Sérlega athyglivert er að skoða áhrif áranna 1998 og 1999 (mynd 3) en árið 1998 var hesta- mennsku og hrossarækt mjög óhagstætt vegna smitandi hita- sóttar sem lamaði markaðinn svo að mánuðum skipti. Hægur vandi er að leiðrétta endingarfallið m.t.t. slíkra áhrifa en það þjónar ekki tilgangi þar sem leiðrétting- in gerir í raun ekki annað en að þvinga lausnimar að einhverjum gefnum aðstæðum (t.d. ársins 2000 eða 2001). í þessu sam- hengi er rétt að benda á að mat á endingu á einhverjum tímapunkti felur ekki í sér spá um afdrif hrossa í framtíðinni, nema að mjög takmörkuðu leyti. Förgunarástœður Rúmlega helmingur þeirra hrossa, sem voru dauð við lok rannsóknarinnar, var fargað vegna ónógra gæða en ekki vegna slysa, sjúkdóma eða annara kvilla. Þegar förgunarástæður voru flokkaðar var stærsti hópurinn hryssur, margar ótamdar, sem búnar voru að eiga eitt eða fleiri folöld og var fargað þar sem þær þóttu ekki álit- legar til frekari ræktunar né sem reiðhross. Næststærsti flokkurinn vom hross, mismikið tamin, sem fargað var vegna slæms geðslags. Þessar förgunarástæður em alls ekkert í líkingu við niðurstöður annarra rannsókna sem birtar hafa verið. Séu þau hross, sem fargað var á grundvelli gæða, tekin út verður niðurstaðan hins vegar mjög í líkingu við það sem annars staðar hefur komið fram (sjá t.d. Wallin o.fl., 2000, Gronlund og Clausen, 1997, Leblond o.fl., 2000, Saastamoinen og Barrey, 2000). Helti er þá algengasta förg- unarástæðan en oftast var um aft- urfótarhelti að ræða. Kemur það vel heim og saman við rannsókn Sigríðar Bjömsdóttur o.fl (2002) þar sem afturfótarhelti var algeng- asta ástæða þess að reiðhestar féllu úr notkun. Skekkja og úrval í gögnum Ekki er hægt að láta hjá líða að velta upp þeirri spurningu hversu vel úrtakið, sem notað var í rann- sókninni, endurspegli hrossa- stofninn í heild sinni. Það liggur fyrir að hrossunum, sem fædd vom á ámnum 1980-1985, var ekki úthlutað fæðingamúmeri fyrr en um 1990. Hross fædd á þeim ámm, en dauð fyrir 1990, hlutu í fæstum tilfellum fæðingamúmer og því kann “lifun” þessa hóps að vera dálitið ofmetin. Eins kann að vera að folöld, sem drápust eða var slátrað, hafi í sumum tilfellum ekki verið gmnnskráð sem hefur 144 - Freyr 10/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.