Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 46

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 46
Skýrsluhald í hrossarækt 2003 Þátttaka og umfang Gagnabanki hrossaræktarinnar stækkar ár frá ári og er þar um að ræða folöld ársins, auk eldri hross sem alltaf tínast inn og upplýsingar um hross erlendis frá. Um áramótin 2002-2003 voru skráð í WorldFeng alls 167 þúsund hross en þau voru nú um þessi áramót komin í 190 þús- und. Flest eru þessi hross auð- vitað ættuð frá Islandi en hlutur annara landa vex með ári hverju, t.d. er öll danska ættbókin kom- in inn í grunninn en hún telur um 20 þúsund hross. Um þessi ára- mót voru í grunninum rúmlega 160 þúsund hross, sem fædd eru á íslandi, samanborið við um 150 þúsund fyrir ári. Ef frá er talinn folaldaárgangur ársins 2002, sem telur um 4400 gripi (skráð folöld), og sá hluti af ár- gangi 2003 sem hafði verið skráður á þeim tímapunkti, alls um 1900 folöld, þá hafa bæst i grunninn á sl. ári um 3700 eldri einstaklingar fæddir hérlendis. í 1. töflu er gefið yfirlit um skráð folöld til lífs úr árgangi 2002 eftir svæðum og hlutfalli A-vott- aðra. Af þeim folöldum, sem komu inn til skráningar úr þess- um árgangi, voru 85,6% sett á til lífs fyrsta haustið (1. tafla), 12,2% var slátrað eða fellt og 2,2% drapst af einhverjum ástæðum. Eins og endranær eru lang- flest folöld fædd á svæði Bún- aðarsambands Suðurlands, eða 43%, en of lítill hluti þeirra er þó A-vottaður samanborið við landsmeðaltal eða 19%. í heild- ina eru þetta um 500 fleiri fol- öld en á sama tíma fyrir ári úr árgangi 2001 en ekki er ljóst hvort þessi árgangur er stærri sem þessu nemur eða hvort skýrsluskil eru betri að þessu sinni. Það kernur nefnilega í ljós að árgangur 2001 er kominn í 3692 einstaklinga þegar þetta er skrifað. Samkvæmt WorldFeng er búið að merkja 70% folalda- árgangs 2002 og er í yfir 90% tilvika notuð örmerking. Allar svona vangaveltur verða líklega 1. tafla. Fjöldi skráðra folalda sett á til lífs úr árgangi 2002 (eftir svæðum) Svæði Fjöldi Fjöldi % Fjöldi A-vottað A-vottað % Suðurland (25,80-88) 1610 43% 309 19% Vesturland (35-38,45) 509 14% 150 29% Strandamenn (49) 13 0% 1 8% V-Hún. (55) 207 6% 67 32% A-Hún. (56) 363 10% 113 31% Skagafj. (57,58) 572 15% 177 31% Eyjafj. (65) 264 7% 89 34% Þing. (66-67) 62 2% 28 45% Austurland (75-76) 91 2% 42 46% A-Skaft. (77) 51 1% 6 12% Heildarfjöldi 3742 100% 982 26% úr sögunni á næstu árum enda hefur nú verið tekin upp skyldu- skráning og skyldumerking á öllum folöldum og er það mikil framför. Erfitt er að skilja hvernig menn geta staðið í hrossarækt án þess að merkja gripi sína. Frjósemi Á árinu 2003 var hafist handa við að bæta úr skráningu á frjó- semisþáttum. I tengslum við kynbótasýningarnar voru skoð- uð og mæld nákvæmlega eistu á öllum stóðhestum. Gerð er betri grein fyrir þessum atriðum í pistli um kynbótasýningar hér í blaðinu. Eftir næsta sýningar- sumar verða síðan birtar með skipulögðum hætti mikilvæg- ustu atriðin úr þessum skoðun- um þar sem það á við. Ur skýrsluhaldinu má fá ágætlega traustar tölur um heildarfrjó- semi í stofninum en tölur um frjósemi einstakra hrossa eru því miður ekki nægilega ábyggilegar. Stefnt er að því á komandi ári að fá inn í skýrslu- haldið öruggari tölur um ein- staka stóðhesta í gegnum óm- 146 - Freyr 10/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.