Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 51

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 51
Ráðstefnan Hrossarækt 2003 Hin árlega ræktunarráð- stefna hestamanna var haldin í Súlnasal Hótel Sögu hinn 15. nóvember síðast- liðinn. Ráðstefnan var geysilega vel sótt eins og reyndar í öll skiptin sem hún hefur verið hald- in frá árinu 2000. Dagskrá ráð- stefnunnar var með fóstum liðum svo sem umfjöllun um ræktunar- starfið á liðnu ári, tilnefningum til ræktunarverðlauna og afhend- ingu viðurkenningarskjala fyrir gæðakerfi. Þessum þáttum eru gerð skil annars staðar hér í blaðinu. Að þessu sinni voru fluttir fyrirlestrar um erfða- og umhverfisþætti sem tengjast ágripum og fer útdráttur úr hverju erindanna hér á eftir. Þá var fluttur fyrirlestur um end- ingu íslenskra hrossa sem einnig er birtur í þessu blaði. A.S. Ágrip. Erfðir eða umhverfi Yfirlit um tiltœk gögn. Utdráttur úr erindi Agústs Sig- urðssonar Þau gögn, sem liggja fyrir úr ræktunarstarfmu og tengst gætu ágripum, eru dómar á kynbóta- hrossum auk kynbótamatsins. Þau gögn sem beinast liggur við að nefna eru dómar um réttleika fóta og skráðar athugasemdir í tengsl- um við þá. Réttleikinn einn og sér er þó örugglega ekki eini erfða- þátturinn sem hefúr áhrif á tíðni ágripa. Líklegt er að þættir eins og geta hrossa á gangi, ganglag, skapferli og skrokkhlutföll hafi þar eitthvað að segja. I þessari samantekt verða þó einungis skoðaðir þættir sem tengjast dóm- um og kynbótamati fyrir réttleika fóta. Dómskalinn Við dóma á réttleika er notaður hinn hefðbundni 5-10 skali með skilgreiningu á hæstu og lægstu einkunnum eftirfarandi: * 9,5 - 10: Frábær réttleiki: Framfætur eru algerlega réttir og hæfileg gleidd er á milli framfóta sem og afturfóta. Aft- urfætur mega vera lítillega út- skeifir. * 6,5 og lægra: Mjög illa snúnir liðir fram- og/eða afurfóta; mjög mikill vindingur í hækl- um. Mjög mikil nágengni, mjög skæld fótstaða á fram- og/eða afturfótum (kiðfætt, hjólbeinótt, kýrfætt). Dómur á réttleika á við fótstöðu séða framan og aftan frá þar sem hestur er teymdur á feti og brok- ki/tölti. Athugasemdir Við framkvæmd dómanna er notað eins konar krossapróf til þess að lýsa einkennum réttleik- ans þar sem skráð eru réttleikafrá- vik fýrir afturfætur og framfætur sérstaklega. Krossapróf þetta er notað með þeim hætti að ekki er hakað við athugasemd nema hún eigi greinilega við, þ.e. þegar ein- kennið er fremur eða mjög skýrt, t.d. greinilega útskeifur. Athuga- semdir þessar eru: réttir, útskeifir, innskeifir, nágengir fyrir bæði fram og afturfætur og að auki er skráð ef vindingur er í hæklum afturfóta eða ef framfætur flétta. Athugasemdir þessar hafa fýrst og fremst gegnt því hlutverki að skýra út dóminn fyrir hlutaðeig- andi en eftir því sem meira safnast inn af slíkum gögnum má hugsa Tafla 1. Tíðni athugasemda (%) meðal afkvæma stóðhesta sem eiga meira en 50 dæmd afkvæmi Framfætur R Ú I N Afturfætur F R Ú I N V BLUP Orri 5 21 3 18 22 9 3 3 40 2 98 Þorri 10 21 10 10 14 8 7 1 23 0 101 Þokki 3 9 3 4 5 2 5 5 13 0 107 Gustur Hóli 12 24 13 9 8 21 7 4 7 1 131 Oddur 3 39 4 12 10 9 9 3 19 0 95 Baldur 9 27 9 22 6 5 11 5 33 0 104 Svartur 7 18 15 13 7 27 7 0 15 0 120 Kolfinnur 15 33 4 12 11 3 10 5 26 0 93 Hrafn 6 23 4 22 16 14 9 3 23 3 116 Kjarval 4 27 4 15 21 2 17 0 25 2 106 Meðaltal stofns 6 29 6 15 12 11 8 4 23 2 100 Skýringar: R=Réttir; Ú=Útskeifir; l=lnnskeifir; N=Nágengir; F=Fléttar; V=Vindingur i hæklum. Freyr 10/2003 - 51 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.