Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 14

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 14
Síðast en ekki síst vil ég nefna Júlíus J. Daníelsson sem var sam- starfsmaður minn við ritstjórn Freys í mörg ár. Betri samverka- mann var ekki unnt að hugsa sér. Félagshyggja eða „idjótí“ - Það hefur alltaf verið sterkur strengur á milli bændaforystunn- ar og Framsóknarflokksins. Var Freyr hallur undir Framsóknar- flokkinn? Nei, hann er hvorki hallur undir hann né aðra stjómmálaflokka. ís- | lenskur landbúnaður hefur hins vegar verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að allir landbúnaðarráðherr- ar, sem ég hef fylgst með, hafa verið eindregnir stuðningsmenn landbúnaðarins. Hér þykir þetta sjálfsagt en í nálægum löndum, t.d. í Svíþjóð, hefur landbúnaður átt minni stuðningi hins opinbera að fagna og þar hefúr beinlínis verið gengið í það að leggja í eyði stór landsvæði svo sem í Norður- Svíþjóð og víðar. Þann aldarfjórðung sem ég hef starfað við Frey hefur landbúnað- arráðherra lengst verið úr Fram- sóknarflokknum og því hefur sá flokkur átt mestan þátt í þessu vel- viljaða samstarfi ráðuneytis og samtaka bænda. Ég hef um æfina átt mér eina stóra pólitíska hugsjón sem er samvinnustefnan, hún er stór hluti af minni lífshugsjón. Ég hef hald- ið fram gildum sveitarinnar þar sem fólk vinnur saman en aftur á móti er meiri einstaklingshyggja í þéttbýlinu. Hvort tveggja á rétt á sér en eftirsóknarverðustu eigin- leikar fólks eru félagslega sinnuð einstaklingshyggja og ffamtaks- söm félagshyggja. Einkunnarorð frönsku stjómar- byltingarinnar - frelsi, jafnrétti og bræðralag - eru hugsuð dýpra en í fljótu bragði má greina. Ég hef séð þau túlkuð þannig að frelsið sé til að veita framtakinu svigrúm, jafnréttið til að enginn verði settur hjá og bræðralagið til þess að þessum tveimur stefnum takist að lifa saman. Þessi togstreita er sí- fellt í gangi og jafnvægið á milli þeirra að raskast. A síðustu ámm hefur einstaklingshyggjan fengið að leika of lausum hala en mörg dæmi em einnig um að framtak einstaklingsins hafi verið bælt, | samfélaginu til skaða. Það er ekki langt síðan ég rakst á það í danskri bók, Hvem tœnkte hvad?, að í Grikklandi hinu foma, fyrir daga Alexanders mikla, hefði landið skipst í borgríki þar sem stigin vom fyrstu skrefin í átt að lýðræðislegri stjórnun. Sú stjórnun fór þannig fram að þorpsbúar komu saman á torginu, réðu ráðum sínum og tóku ákvarðanir. En eins og alltaf hef- ur verið lögðu ekki allir sitt af mörkum í ákvarðanatökunni. Þeir voru kallaðir á grísku idiotoi sem merkti þeir sem vilja ekki vera með. Af þessu orði er dregið orð- ið idjót. Á það hefur verið bent að í dreifbýli umgengst fólk sveitunga sína og þekkir hvað annað, hittist á mannamótum svo sem þorra- blótum eða á réttum og sækir saman kirkjulegar athafnir, mess- ur og jarðarfarir. Af því leiðir að allir þekkja alla og verða að kom- ast af við alla á þann hátt sem séra Jón prímus undir Jökli orðaði: Lífið er samkomulag. Ég heyrði ekki fyrir löngu frá- sögn íslensks jarðfræðings sem var við störf í Síberíu og rakst þar á samískan ættflokk sem ferðast mörg hundruð kílómetra til norð- urs og suðurs eftir árstímum í takt við þarfir hreindýranna. I þessu samfélagi er séreign ekki til, dýrin eru sameign ættflokks- ins, annað er bókstaflega ekki hægt. Starf bóndans ER ANDLEGA ERFITT - Hvert hefur verið þitt hlutverk sem ritstjóri? Meðan Freyr var einn um hituna var hann eins og ungahæna sem safnaði öllu stóru og smáu undir sína vængi. Það voru margir sem áttu erindi við bændur og allir fengu þeir inni í blaðinu. Samtök kúabænda og sauðíjárbænda áttu sínar síður og ýmsar stofnanir hins opinbera, svo sem Vinnueft- irlit, Rafmagnseftirlit og fleiri höfðu fast pláss. Vissulega kom það fyrir að efni var stoppað en það gerðist ekki oft. Annáll Freys Sáðlandssýnisstaðir Á þessum síðustu árum er grasfræsáningin í byrjun með að ryðja sér ti rúms hér á landi. Fáir eru þeir þó enn- þá bændurnir, sem reynt hafa þá ræktunaraðferð. Raun- ar er það alls ekki ámælisvert, þótt þeir fari sér hægt, þar sem um nýbreytni er að ræða, þangað til þeir geta séð þess óræk dæmi, að nýbreytnin sé góð. Búnaðarfélag íslands hefir viljað styðja að því, að bændur gætu sem víðast átt kost á að sjá, hversu gras- fræsáningin heppnast. Það hefir þessvegna með ofurlitl- um fjárframlögum stofnað til sáðlandssýnisstaða á 5 bæj- um út um land: á Útskálum, Við Þjórsárbrú, í Birtingaholti, á Hvanneyri og Sauðafelli. Reitirnir eru 2 dagsláttur á stærð í hverjum stað; girtir með gaddavír. Á Sauðafelli er reiturinn partur af 5 dag- sláttna sáðlandi, sem sýslumaður hefir í undirbúningi. Flestir reitirnir voru plægðir í fyrsta sinn sumarið 1905 og í þeim ræktað bygg og hafrar tvö árin á eftir. Sumir þeirra munu vera orðnir svo myldnir, að sá megi í þá gras- fræi næsta sumar, en í hina verður sáð vorið 1909 og síð- an verða þeir allir ræktaðir sem tún. Einar Helgason. Freyr 1908, bls. 21. 114 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.