Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 16

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 16
Hefur umheimurinn ekki ruðst inn á þá óumbeðið? Jú, og þeir hafa einnig ruðst inn á umheiminn. I þessu samhengi vil ég nefna fádæma merkilegt brautryðjendastarf Agnars Guðna- sonar sem kom á bændaferðum þar sem bændur fóru að ferðast út í heim og víkka sjóndeildarhring- inn. Einnig hefur ungt erlent fólk komið hingað til að vinna í sveit og kynnast landi og þjóð. Búskapur sem fullt starf EÐA HLUTASTARF - En hefur það ekki haft áhrif á hugarfar bœnda að þeir hafa ekki fullt framfœri af búskap heldur þurfa í vaxandi mœli að afla sér tekna utan búsins? Þar hafa orðið róttækar breyt- ingar en einnig þama er þróunin tviátta. Annars vegar eru að verða til stórbú, sérstaklega í mjólkur- framleiðslu, þar sem meðalfram- leiðsla á býli snarhækkar og smá- býlin eru að detta út. Tæknin hef- ur líka gert það að verkum að fjöl- skyldubú með mjölturum (róbót- um) getur hæglega annað 300.000 lítra ársframleiðslu. Með þeirri framleiðslu verður ekki pláss fyrir nema rúmlega 300 kúabú á öllu landinu. A hinn bóginn hafa ekki orðið til nema fá stór og sérhæfð sauðfjárbú. Þar þurfa menn að afla sér tekna af öðm en búskap. Þessi breyting skelfír mig. Hún hefúr leitt til þess að búseta í heilu landshlutunum og hémðunum er að hmni komin. Víða, þar sem áð- ur vom blómlegar sveitir, em örfá bú eftir. Það sama er raunar að gerast í sjávarútvegi þar sem kvót- inn safnast á örfá stórfyrirtæki og sjávarþorpin eiga í vök að verjast. Það er sannfæring mín að nú- verandi ástand ofgnóttar er ekki eilift. Það má tina margt til sem bendir í þá vera, uppgangur Kina og índlands og fleiri landa á eftir að setja strik í reikning ofneysl- unnar; ástand umhverfismála, og svo framvegis. Við höfum lifað við ofgnótt frá 1960, þá varð vendipunktur vegna þess að þá varð í fyrsta sinn meira framboð á matvælum en eftirspum. En hver segir að þetta ástand vari að eilífu? Við kaupum okkur tryggingar fyrir mörgu, eignatryggingar, líf- tryggingar, ferðatryggingar og fleira. En við gefum því lítinn gaum hvort við eigum vísan að- gang að matvælum eða eigum þau undir öðmm komið. Eg tel það skynsama og ódýra tryggingu fyr- ir ákveðnu matvælaöryggi að við- halda landbúnaði og verkkunnáttu við hann, þar á meðal að kunna að “lesa landið” þ.e. að þekkja möguleika þess og hættur. - En hvernig hafa viðhorf um- heimsins til bœnda þróast? Það skiptist í tvö hom. Annars vegar era það neytendasamtök og stjómmálaflokkar á atkvæðaveið- um sem hafa uppi hávært tal um það hversu dýr íslenskur landbún- aður sé og vilja að það sé opnað fyrir óheftan eða lítið heftan inn- flutning. Þetta hljómar vel í eyr- um þeirra sem þurfa að horfa í hverja krónu þegar keypt er inn. Mér finnst hins vegar ég oftar Annáll Freys Sauðfjárrækt eftir dr. Halldór Pálsson í þessum kafla vil ég lýsa því í fáum orðum, hvernig ég tel að íslenzk sauðkind eigi að vera byggð: Hausinn á að vera fremur stuttur en mjög þykkur, snoppan sver og breitt á milli augna. Engin skál má vera í ennið á milli augnanna, og gott er að hrútar hafi kónga- nef. Nasirnar skulu vera flenntar, munnurinn stór og sterklegur, kjálkarnir sterkir og gleitt milli neðri kjálkanna. Augun eiga að vera fremur stór og skær svo svipurinn verði skarplegur. Slíkt ber vott um þol. Fæturnir eiga að vera fremur stuttir en sverir, einkum þar sem leggirnir eru grennstir. Kjúkurnar verða að vera stæltar. Kindin má ekki ganga á lágklaufunum og ekki mega afturfæturnir vera sigðmyndaðir. Allir fæturnir verða að vera beinir og gleitt settir. Ef framfæturnir eru nánir, þá getur kindin ekki haft góða bringu, en sé kindin nágeng á afturfótum, verður hún öll þunnvaxin. Allar nágengar kindur eða mjög hausþunnar og snoppumjóar eru tuskur. Hálsinn á að vera stuttur og vel settur á bolinn. Á hrút- um á hálsinn að vera sver, en fremur grannur á ám. Bringan á að vera mjög breið og ná langt fram. Brjóstkassinn sívalur og fremur djúpur. Bilið frá jörðu upp að bringu, þegar kindin stendur, á að vera sem innst. Herðakamburinn má ekki vera mikið hærri en bakið þar fyrir aftan. Rifin þurfa að vera vel útskotin strax frá hrygg, einkum þó framantil, svo að engin slöður myndist í síðurnar aftan við bógana. Bógarnir skulu vera vel festir við brjóstkassann með vöðvum. Bakið á að vera beint frá herðakambi aftur á malir og spjaldhrygurinn breiður. Bakið þarf að vera mjög stinnt og malirnar breiðar. Baklínan á helzt að vera bein, alla leið aftur að rófu. Kindin á öll að vera gróin í holdum. Bakvöðvarnir á spjaldhryggnum eiga að vera sem allra bezt þroskaðir, svo að helst finnist ekkert fyrir tindunum utan á spjaldhryggn- um, þegar gripið er yfir hann. Malirnar þurfa að vera kúftar af holdi og vöðvarnir þurfa að ná sem allra lengst niður eftir lærleggjunum. Lærvöðvarnir eiga að vera mjög þéttir og miklir. Þegar tekið er aftan frá utan um lærið ofantil, þá á maður að fá fulla greipina af stinnum vöðvum. Ullin á að vera mikil, þelið þykkt og togið allmikið, einkum á fé í þeim héruðum, þar sem úrkoma er mikil. Ullin á að vera laus við allar illhærur. Gulrauð hár hér og þar um alla ullina eru afleitur galli og hvítar, dauðar ill- hærur eru þó enn skaðlegri. Hörundið á að vera Ijósrautt og kindin laus í skinni. Freyr 1939, bls. 25. 116 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.