Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 17

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 17
fínna góðan hug gagnvart land- búnaði, að við njótum hreinleik- ans og góðra afurða, viðhöldum byggðinni. Þeir eru fáir sem öf- unda bændur af kjörum þeirra. Sumir tala að vísu um að bændur hafi of mikinn rétt til landsins. Þar tek ég þó eftir því að bændur líta það yfirleitt mildum augum þegar menn vilja ferðast um landareign- ir þeirra. En ef þéttbýlisbúi kaupir sér jörð er hún rammlega girt með girðingum, skiltum og öllu til- heyrandi. Þó man ég ekki eftir miklum árekstrum við fólk sem kemur úr þéttbýlinu og sest að í sveitum, hvort sem er til fastrar búsetu eða sumardvalar. Breytingar á útgáfg Freys - Þú hefur minnst á breytingar sem urðu á útgáfu Freys. Já, árið 1995 voru Stéttarsam- band bænda og Búnaðarfélag Is- lands sameinuð í Bændasamtök íslands. Um sama leyti var ákveð- ið að gefa út hálfsmánaðarblað og var nafnið “Bændablaðið” keypt af fyrri útgefendum þess og það hefur síðan verið gefið út og því dreift til allra bænda endurgjalds- laust. Þetta blað hefúr virkilega slegið í gegn og sinnir sínu hlut- verki mjög vel. Þetta leiddi til þess að ákveðið var að minnka útgáfú Freys um helming eða svo. Nú koma út tíu hefti á ári og ríflega helmingur þeirra er merktur ákveðnu efni, bú- greinum eða Búnaðarþingi. Al- mennt efni, tilkynningar, fréttir og þess háttar var flutt yfir í Bænda- blaðið. Þetta er náttúrlega ójafn leikur sem ég hef líkt við það að bændur fái heimsenda gimilega pitsu sér að kostnaðarlausu á hálfs- mánaðarffesti, sem er Bændablað- ið, eða kaupi fúllu verði blóðmör og lifrarpylsu, sem er Freyr. Að öllu gamni slepptu þá hefúr orðið mikil breyting á útgáfúmál- um landbúnaðarins á síðustu tveim- ur áratugum. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands og Arbók landbúnað- arins, sem Framleiðsluráð landbún- aðarins gaf út, eru horfin. Búnaðar- ritið kemur út en hefúr breytt um hlutverk og er núna yfirlitsrit um ís- lenskan landbúnað. A hinn bóginn hafa aukist um- svif búnaðarsambandanna og bú- greinafélaganna i útgáfumálum enda hefúr tölvutæknin auðveldað alla útgáfú. Svo er það Netið með alla sína möguleika á miðlun efn- is. Ég tel þó að tími prentmiðla sé ekki liðinn og að mikilvægt sé að Freyr lifi og dafni sem rit fyrir ís- lenskan landbúnað með hvers kyns efni sem hefúr varðveislu- gildi. Frey hefúr alla tíð verið mikið safnað og blaðið bundið inn enda hefúr verið mikið lagt upp úr að auðvelt sé að finna efni í blaðinu með ítarlegu yfirliti yfir efni og höfunda hvers árgangs. Að lokum Þó að ég sé ekki hættur enn að vinna við Frey þá fer að styttast í það. Mér finnst ég hafa gert hlut- ina í réttri röð, fyrst vann ég tíu ár á tilraunastöð, þar sem ég tók þátt í búskap og sinnti tilraunum, svo önnur tíu ár við kennslu, þar sem fyrri reynsla kom að gagni, og loks aldarfjórðung hjá Búnaðarfélaginu og Bændasamtökunum við Frey og fleira, en ekkert starf hefúr gert meiri kröfur til mín. Jafnframt var starfið mér mjög áhugavert og enn frekar fyrir það að vinna með fólki sem hefúr haft mikinn metnað að skila góðu starfi. Fyrir þann góða anda, sem ríkt hefúr þar, fæ ég ekki fúllþakkað. Þr. Har. Altalað á kaffistofunni Kýrrassatrú Fyrir nokkrum árum ræddi Bryndís Schram við Ragnar H. Ragnar, skólastjóra Tónlistar- skólans á ísafirði, í þættinum “Maður er nefndur” í Sjónvarpinu. Þar sagði Ragnar m.a. frá skáld- inu K.N. og fór með vísu og tilefni hennar eftir hann. Ragnar hefur nú rifjað þessa frásögn upp fyrir Frey og fylgir hún hér á eftir: Frá vesturíslenska skáldinu og húmoristanum K.N. Júlíus á Mountain N.-Dakota. Eitt sinn sem oftar var íslensk- ur umferðarprédikari á ferð um Mountainbyggð og kom á bæinn þar sem K.N. átti heima hjá Geir- fjölskyldunni og gisti þar um nótt- ina. Um morguninn vill hann nú fara að lesa “eitthvað gott” yfir heimilisfólkinu og tekur það því vel. Fer svo fram um hríð, en þá tekur hann eftir því að K.N. er ekki inni og spyr hvar hann sé, því ekki muni honum veita af guðsorðinu. Er honum þá sagt að K.N. sé úti í fjósi hjá kúnum. Þeg- ar þangað kemur er K.N. að moka flórinn og lítur ekki upp, en prédikarinn hefur mál sitt og þus- ar “eitthvað gott" yfir kúnum góða stund. Allt í einu hætti K.N. að moka, stingur niður skóflunni, hallar sér fram á hana og mælir með nokkr- um þunga: Kýrrassa tók ég trú, trú þeirra held ég nú. Hún mun mig hólpinn gera, í henni er gott að vera. Af menntun þó monti hinir, mannhunda- og tíkarsynir, í flórnum fæ ég að standa fyrir náð Heilags anda. Svona var mér sögð sagan um þetta atvik af fólki í Mountain og Garðarbyggð en hún gerðist áður en ég kynntist K.N. 10. tbl. 1987. Freyr 7-8/2004 - 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.