Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 18

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 18
Freyr 100 ára „Aldar á morgni vöknum til aó vinna vökum og tygjumst nóg er til að sinna“ Hannes Hafstein. Það er ótrúlega margt sem rekja má til upphafs síðustu aldar, eða síðustu ára þeirra nítjándu. ís- lenskur búskapur, lífskjör og lifn- aðarhættir fólksins áttu sér þá vor. Tæki til bústarfa og heimilis- halds komu sem áður voru óþekkt. Skilvindur komu rétt fyrir aldamótin og þær og strokkar af nýjum gerðum komu með rjóma- búunum á allra íyrstu árum aldar- innar. Fyrstu hestatækin til hey- vinnu voru flutt inn 1894 og fljót- lega eftir aldamótin fóru þau að breiðast út. Þó að menn hefðu þekkt hestakerrur frá því á fyrri- hluta 19. aldarinnar urðu þær ekki algengar hér á landi fyrr en menn ruddu sér vegi, m.a. til að flytja að og ífá rjómabúum. Aktygi voru þá enn lítið þekkt en þau þurftu allir að eiga með hinum nýju tækjum. Menn lærðu miklu betur að nota plóga og herfi og erja jörð - flög og garða, en áður. Þijár tilraunastöðvar voru stofn- aðar á þessum árum: Gróðrarstöð- in í Reykjavík 1901, á Akureyri 1903 og á Eiðum 1905. Fyrstu rjómabúin voru stofnuð um alda- mótin og ijöldi slíkra bættist við á fyrsta áratug aldarinnar. Búnaðarfélag Islands réð til sín búfjárræktarráðunaut 1902 og íyrstu nautgriparæktar- og hrossa- ræktarfélögin voru stofnuð og hrútasýningar teknar upp. Til þessara ára má því rekja upphaf skipulagðrar kynbótastarfsemi i landinu. Fyrstu búnaðarsambönd- in voru stofnuð á fyrsta tug aldar- innar. Fleiri nýjungar bárust, t.d. eftir Jónas Jónsson, fyrrv. búnaðar- málastjóra og ritstjóri Freys gaddavír til girðinga, og íyrstu girðingarlög voru sett. Það örlaði á vélvæðingu og fyrstu aflmótor- amir komu í nokkur rjómabú. Fram til aldamótanna 1900 var útgáfa búnaðarrita brotakennd. Hin gömlu tímarit eins og Rit þess konunglega íslenska lœr- dómslistafélags eða Gömlu fé- lagsritin eins og þau hafa verið nefnd, komu út á ámnum 1780- 1798 og birtu mikið af fræðandi greinum um landbúnað og vom Annáll Freys Ávarp íslenskur landbúnaður hefur að heita má haldist óbreyttur frá elztu tímum fram að síðasta mannsaldri. Búnaðarhættirnir hafa yfirleitt altaf verið hinir sömu, ekki tekið neinum verulegum breytingum öðrum en þeim, sem eru ósjálfráðar. Blíða og óblíða náttúrunnar hafa mestu um ráðið. Búskapurinn hefur aðallega bygst á tilviljunum og hendingu og því hefur mest verið undir hepni komið og dugnaði í þvi að grípa gæsina, er hún gafst, en lítið gjört til þess að búa svo um hnútana, að gæsin flygi í greiparnar og ekki fram hjá. Breytingin er óðum að ryðja sér til rúms og það í flestum greinum. Má hér benda á áhuga þann, sem vakinn er og óðum eykst, um aukna jarðrækt (ræktun og girðing túna), skógaryrkju, kynbætur, smjörgerð (rjómabúin) og margt fleira, er alt sýnir það, að vér erum nú loks teknir til að nota okkur að mun reynslu og þekkingu nágrannaþjóðanna og gróðursetja í ísl. jarðveg. Búnaðinum er nú einn kostur nauðugur, að hætta að vera mörgum öldum á eftir tíman- um og flytja sig um set og fylgjast með. Stökkið er stórt og markað þýðingarmikil tímamót í ísl. landbúnaði. Þótt vér nú gjörum alt, sem góður vilji og geta leyfir, til þess að gjöra “Frey” svo út, að vel sé, er það þó aðallega undir yður komið, heiðruðu landar, hvort tilvera hans verð- ur skammæ og gagnslítil eðu honum á að auðnast að vinna nokkuð að heill og framförum íslensks landbúnaðar. Freyr er ágætastur allra Ása, segir í Eddu; á hann er gott að heita til árs og friðar; hann ræður og fésælu manna. “FREYR" vill vera bændum ágætastur allra blaða, ósk- ar öllum árs og friöar og hygst að stuðla mjög að fésælu manna. “FREYR’’ á erindi við alla bændur á islandi. “FREYR” flytur hugvekjur um hverskonar búmál. “FREYR" færir stöðugt nýjustu skýrslur um verð og sölu útlendra og innlendra landbúnaðarafurða. “FREYR" veitir færi á að kynnast helztu búnaðarhreyf- ingum utanlands og innan. “FREYR” flytur myndir við og við. “FREYR” ræðir landbúnaðarmál án þess að heyra til neinum ákveðnum flokki. “FREYR” veitir rúm öllum þeim, sem eitthvað nýtilegt hafa fram að bera landbúnaðinum til gagns og þrifa. “FREYR” kemur út í arkarheftum einu sinni I mánuði. “FREYR” flytur að jafnaði auglýsingar, sem bændum mega að gagni koma. “FREYR” kostar að eins 2 kr. um árið. Freyr 1904, 1. tbl. 1. árg. bls. 12 -13. 118 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.