Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 32

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 32
I Laust fyrir 1930 hófu bændur að kaupa traktora til félagsvinnu, fyrst af Fordson-gerð en síðar einnig IH 10/20, eins og hér má sjá „nýjan úr kass- anum’’ Kannast einhver við mennina á myndinni? (Myndadeild Þjms. Isl.). búfjár. Bændur lögðu rækt við engjalönd sín með áveitum, svo og skurðum til þess að veita vatni að og frá. Ráðunautar mældu fyr- ir verkum og önnuðust þau jafnvel að hluta. Stunguskóflur og kvíslar voru drýgstu áhöldin, en lokræsa- skóflur og -spaðar töldust til ný- mæla að ógleymdum hestakerrun- um, er léttu flutninga, og þeim mælitækjum sem ráðunautar höfðu til þess að segja fyrir um töku og rennsli áveituvatns. En heima í einstaka bæ var hins veg- ar farin að mala vél ein, sem átti eftir að fara inn á hvert sveita- heimili áður en langt um leið: Það var skilvindan. Hún létti störf hús- mæðranna til stórra muna. Nú þurfti ekki lengur að setja mjólk- ina í trogum og döllum, með til- heyrandi vinnu við þvott þeirra; verkið gekk hratt og vel þegar í stað og ofan í kaupið náðist meira af smjörfitunni úr mjólkinni en áður hafði tekist. Blessuðu margar húsfreyjur komu þessa þings, og sjálfur biskupinn verðandi, sr. Þórhallur Bjamarson, taldi skil- vinduna öllum predikunum betri að gagnsemi. Ný og fjölþátta löggjöf, er efla skyldi landbúnaðinn með ýmsum hætti, tók gildi. Nokkurrar spennu gætti á milli dreifbýlis og vaxandi þéttbýlis. Vinnuaflið var orðið of dýrt til þess halda mætti óbreytt- um búnaðarháttum og menn settu langan og óreglulegan vinnutíma við bústörf fyrir sig. Séð frá þess- um sjónarhomum höfðu því skap- ast hagstæð skilyrði fyrir vinnu- sparandi aðferðir, svo og tækjum og vélum til þeirra. A ljölmörgum jörðum hafði landbúskapurinn verið stundaður með sjósókn til nauðsynlegrar matbjargar, en einnig embættis- mennsku enda var svo víða að út- gerðarmenn, iðjuhöldar, svo og prestar og aðrir embættismenn urðu hvað áhugasamastir um þá nýju verktækni er nú tók að síast til landsins. Að ýmsu leyti urðu bú þessara manna mikilvægur að- dragandi þeirra sérhæfðu og tæknivæddu búa er síðar mynd- uðu landbúnað tuttugustu aldar. TRAKTORARNIR - BOTNVÖRP- UNGAR LANDBÚNAÐARINS? Á ofanverðri 19. öld urðu um- talsverðar framfarir í gerð aflvéla. Sprengimótorinn leysti gufúvél- ina af hólmi. Islenskir sjávar- bændur tóku vélaraflið í sína þjónustu þegar á fyrsta áratug ald- arinnar. Hins vegar urðu land- bændur seinni til. Vafalaust hafa Annáll Freys Sláttuvélar í vor fékk Sturla kaupm. Jónson 7 “Herkules” - sláttu- vélar frá útlöndum og eru þær nú allar notaðar hér á landi í sumar, auk þeirra voru 2 “Herkúles” vélar hér til áður og eru þær einnig notaðar til heyskapar. Eftir því sem vér getum næst komist eru vélar þessar I höndum hr. Ágústs Helgasonar Birtingaholti, hr. Guðm. ísleifssonar Háeyri, hr. Eggerts Finnssonar Meðalfelli, hr. Jóns Jónatanssonar Brautarholti, séra Vigfúsar Þórðarsonar Hjaltastað, Ræktunarfélags Norðurlands, hr. Guðm. Þorvarðarsonar Sandvík, hr. Þorst. Thorarensen Móeiðarhvoli og auk þess ein I Hreppunum, og er oss ókunnugt um hver hana hefir. Yfirleitt munu menn mjög ánægðir með sláttuvél þessa, því að bæði slær hún vel, sé örlítil breyting gjörð á henni, og svo sparar hún stórum mannafl. Sturla kaupm. Jónsson segir að I Brautarholti hafi “Herkules” með 2 hestum slegið á 11 klst. svæði þar í túninu, sem talið sé að 8 menn slái á tæpum þrem dögum. Eggert á Meðalfelli telur sér og stóran sparnað við að nota sláttuvélina; hann hefir einnig hestahrífu til heyskapar. Af öðrum sláttuvélum vitum vér að “Deering” er notuð fullum fetum í Ferjukoti hjá hr. Sig. Fjeldsted. Vonandi fjölgar þeim nú óðum, sem vilja nota sláttu- vélarnar, þegar innlend reynsla er fengin fyrir gagnsemi þeirra og vonumst vér til þess Freyr geti síðar skýrt lesendunum nánar frá henni. Freyr 1906, bls. 107. | 32 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.