Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 37

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 37
Á stjómarfundi Flóaáveitunnar 9. nóvember 1942 mætti Sigfús Þ. Öijörð og hafði þá í hyggju „að fá ný og stórvirkari jarðvinnsluverk- færi sem nú munu fáanleg frá Am- eríku.” Svo virðist sem Sigfús hafi þá þegar pantað tækin því fundarmenn samþykktu ... „ að Flóaáveitufélagið gangi inn í þessa verkfærapöntun og standi fyrir kaupunum en að Sigfús starfi með þau.”- Líklega hafa síðar verið pant- aðar fleiri vélar því sumarið 1943 komu til landsins þrjár „Intemational Tractractor diesel- vélar T.D.9, sem ganga á skrið- beltum og brenna hráolíu,” skrif- aði Árni G. Eylands. Ein fór að Loftsstöðum í Flóa, aðra keypti Sigfús Þ. Öljörð og fylgdi henni „ýta (bullgrader), til þess að nota við vegagerð, jafna skurðmðn- inga o.s.frv...”, og síðan segir neðanmáls um vél Sigfúsar í grein Árna: „Þetta mun vera fyrsta jarðýtan, er til landsins hefur komið, sem eign íslenzkra manna.” Þriðju vélina keypti Vélasjóður, „með ýtu ... hefur verið unnið með henni við að dreifa skurðruðningum og jafna ræktunarvegi...”skrifar Ámi. Það virðist hafa farið svo að Sigfús hafi orðið fyrstur til þess að prófa ýtuna. „Þannig stóð á störfum, að hann gat notað hana fyrr en Verkfæranefnd hentaði að hefja tilraunir sínar.“ Sögur herma að fyrsta verk Sigfúsar með ýtunni sumarið 1943 hafi verið að gera vegarspotta á bæ sínum. Fyrr á árinu 1943 hafði stjórn Flóaáveitunnar ráðið Sig- fús Öfjörð til starfa í ágúst og september „að engjasléttun á áveitulöndum Flóans.” Stjórnar- menn voru því eðlilega spenntir að sjá með eigin augum hversu Sigfúsi tækist til með hina nýju vél. Þeir komu því saman á bæ Sigfúsar, Votmúla-Norðurkoti, þann 8. ágúst. I gerðabók Flóa- áveitufélagsins segir svo af fundi þeirra m.a.: „Tilefni fundarins er einkanlega það: Að skoða hin nýju verkfœri Sig- fúsar og vinnuprufur þœr sem Sigfús hefir þegar gjört með þeim við hýli sitt. Hafði Sigfús gjört vegaspotta að rúmmáli 170 teningsmetra á 2‘A kiukkutíma. Einnig hafði hann skorið þúfur ofan af bletti. Leist fundar- mönnum vel á þessi vinnubrögð og hyggja gott til að fá nokkrar umbœtur með verkfœrum þessum á jörðum sin- um. Sigfús getur þó ekki sýnt hvernig vinnan gengur, því „tönnina” hefur Arni G. Eylands fengið að láni í bili til þess að jafna meó skurðruóninga vestur á Akranesi. " Gera má langa sögu stutta: Þær sögur fóm af hinni fyrstu reynslu að ræktunarsambönd um land allt kepptust um að komast yfír jarð- ýtur til ræktunarstarfanna. Með þeim uxu ræktunarafköstin enn og ýtutönnin gerði það mögulegt að slétta og móta yfirborð rækt- unarlandsins með áður óþekkt- um hætti. Þúfnakargar og tófta- brot urðu að láta í minni pokann og upp grem víðáttumiklir og næsta reglulegir vellir vaxnir sáðgresi. En jarðýtumar reyndust drjúg- ar til fleiri verka: Mikil spum varð eftir þeim til vegagerðar, því í ljós kom að þær hentuðu afar vel til þess að leggja vegi um sveitir, heiðar og ijallvegi. Þörf samgöngubóta var æpandi og því varð á stundum mikil samkeppni um vinnutíma jarðýtnanna á milli bænda og vegagerðarmanna. En vegavinnan létti mörgum ræktun- arsamböndum rekstur vélanna svo hagurinn varð líklega beggja þegar upp var staðið. Það segir hins vegar sitt um kall tímans til jarðýtnanna að flestar af þeim fyrstu em nú flökin ein - útslitn- ar og eiginlega notaðar upp til agna. Dráttarvélin og jeppinn - EINKENNI SVEITANNA Á velflestum búum hérlendis, Annáll Freys Búnaðarverkfærasýningin 1921 Sýningin var haldin í Gróðrarstöðinni í Reykjavík og Kennaraskólanum. Hún var opnuð 27. júní. Gerði það at- vinnumálaráðuherra með stuttri ræðu. Um leið skýrði for- seti Búnaðarfélagsins frá undirbúningi sýningarinnar og tilgangi hennar. Var fjöldi manns þarna viðstaddur. - Sýn- ingin var síðan opin á hverjum degi til 4. júlí, að þeim degi meðtöldum, eða 8 daga alls. Þennan tíma heimsóttu hana um 3500 manns, og sumir oft eða nálega á hverj- um degi. Þarna var einnig margt að sjá, bæði alls konar verkfæri og ýmislegt fleira, er búnaði við kemur, og sein- na verður nánar minst á. Þessi sýning í sumar er sú fyrsta í sinni röð hér á landi. - Áður hafa, svo sem kunnugt er, verið haldnar stærri og minni sýningar á búpeningi. Einnig hafa verð haldnar hjer iðnsýningar. En sýning á verkfærum hefir ekki ver- ið haldin her áður. Gert hafði verið ráð fyrir, að sýna hjer alls konar jarð- yrkju- og garðyrkjuverkfæri, þar á meðal dráttavjelar, hestverkfæri og handverkfæri. Sömuleiðis heyskapar- verkfæri, flutningstæki, reiðskap, mjólkuráhöld og fleira. Og af öllum þessum áhaldaflokkum, voru sýnd fleiri og færri eintök. Auk þessa voru sýnd þarna rafmagnstæki í sjerstakri deild, til suðu, Ijósa o. s. frv. Sú deild var næst- um heil rafstöð, rekin með “bensín-mótor”. Þar voru öll slík áhöld til heimilisnotkunar, rafknúð þvottavél með vindu, saumavjel, rafknúð, lampar o. s. frv. Með hitunar- tækjunum var hitað kaffi, bakaðar “pönnukökur" og margt fleira. S. S. Freyr 1921, bls. 57-61. Freyr 7-8/2004 - 371
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.