Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 44

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 44
Hér reynir Þorsteinn Þorsteinsson á bóndi Skálpastöðum vagnsláttuvél: Grasið slegið og fært upp á vagn i einum ferli. Eitt stig á langri þróunarleið al-vélvædds heyskapar. (Ljósm.: Ólafur Guðmundsson. Myndasafn Verkfæranefndar/Búvélasafnið). séð fyrir haldgóðum leiðbeining- um um aðferðina og tilraunir gerðar. I dag má sjá að á ferðinni var rétt tæknilausn á réttum tíma: Heyfengur á hverjum bæ óx hratt þessi árin og hann kallaði á meira vinnuafl en fyrr. Hins vegar varð æ þrengra um vinnuafl til sveita vegna vaxandi vinnuaflsþarfar í þéttbýlinu við Faxaflóa og víðar. Með súgþurrkuninni mátti sfytta tíma heysins á velli úr ijórum fimm þurrkdögum niður í tvo - aðferðinni fylgdi því umtalsverð- ur vinnuspamaður. Bændur kætt- ust líka yfir heygæðunum því vel súgþurrkuð taða reyndist taka flestu öðru heyi fram. Um þessar mundir - undir miðja öldina - var rafvæðing sveitanna enn skammt á veg komin, svo margir urðu að knýja súgþurrkunarblásara sína með olíuvélum (sem víða varð til þess að fá mátti raforku til ljósa og eldunar). Tæknilega reyndist það hins vegar góður kostur því það af orku eldsneytisins, sem ekki fór til þess að knýja blásar- ann, nýttist til þess að ylja upp súgþurrkunarloftið og auka þurrk- unarafköstin. An vafa má kalla súgþurrkunina eina merkustu tækninýjung í sveitum á tuttug- ustu öld og barst hróður hennar einnig til nágrannalanda sem nýttu sér hina íslensku reynslu. En árin liðu, töðufengurinn óx og þá um leið súgþurrkunarþörfm. Bændur tóku að knýja súgþurrkun með rafmótomm í stað díselvéla. Raforkukerfi dreifbýlisins setti notendum sínum takmörk og að því kom að raforkan, sem hverj- um notanda bauðst, nægði ein- faldlega ekki til þess að halda súg- þurrkunarafköstum í takti við kröfúr stækkandi búa. En fleira kom til. Fjölmargt gerðist í tæknideiglu Annáll Freys Mjaltavélar Handavinna hverfur óðum úr sögunni fyrir allskonar vélum, ekki síður í landbúnaði en öðrum atvinnugreinum. Kveður svo ramt að þessum breytingum, að mjaltavélar eru nú farnar að taka fram fyrir hendurnar á mjaltakonum. Nú er meir en fjórðungur aldar síðan vélar fundust til þess að skilja mjólk og strokka rjóma, en örðugra hefir orð- ið að finna hentuga mjaltavél. Síðan um miðja 19. öld hefir fjöldi manna leitast við að finna áhald til þess að mjólka kýr. Segir þýzkur rithöfundur einn, að hann viti deili á 29 tegund- um mjaltavéla, sem fengið hafi einkaleyfi í ýmsum löndum eða ritað hafi verið um í búnaðarriti árin 1877 til 1898. Hugvitsmenn hafa reynt að líkja eftir aðferð kálfanna þegar þeir sjúga. En það er hægra sagt en gert að finna vél, er jafnist við kálf í þeirri list og ekki meiði kúna né misþyrmi henni. í annan stað eru kýr svo misjafnar, að ekki á sama mjaltalag við allar. Þó hefir reynslan sýnt, að kýr venjast við vélamjaltir þegar fram í sækir, ekki síður en þegar þær eru handmjólkaðar, þótt þær kunni þeim ekki sem bezt í fyrstu. 144- Freyr 7-8/2004 Hér skal drepið á þær tegundir mjaltavéla sem mest eru notaðar. Er þá fyrst að nefna vél, sem notuð er á smábúum. Hún er stigin. Meginhluti hennar er sogdæla. Við hana eru festar tvær togleður-slöngur og greinist hvor þeirra í fjórar smærri álmur. Fremst á hverri álmu er hólk- ur, sem settur er utan um spenana. Hólkurinn er keilu- vaxinn og er mjúk togleðurs-þind um hann þveran, rétt við opið. Á þindinni er op í miðju fyrir spenann og fellur hún svo fast að honum, að ekki kemst loft með. Eru tvær kýr mjólkaðar í einu og situr maðurinn milli þeirra, sá er vélina stígur. Mjólkun rennur úr spenunum eftir slöngun- um og dælunni, gegnum dæluhausinn niður í ílát, sem fest er við enda hennar. Hólkarnir eru festir við álmurnar með glerlegg og sést í gegnum þá hvað mjólkurrenslinu líður. Er vélin stöðvuð þegar renslið hættir. Þessi vél hefir verið notuð síðan 1892. Á stórum búum er föst gangvél sett í fjósið og knýr hún sogdælurnar. Er þeim komið fyrir í loki á mjólkurfötunum. Lokið fellur svo þétt, að ekki gefur loft með og liggja úr því slöngur með sömu gerð, sem fyrr var sagt. Vélar þessar hafa 50-70 sog á mínútu. Freyr 1908, bls. 110-111.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.