Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 54

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 54
sveitum. Við búvélatalninguna 1945 reyndust vindrafstöðvamar vera 1610 - þær vom nær því á þriðja hverjum bæ! Dæmi vom líka um notkun vindafls með myllu til þess að dæla vatni á áveitulönd. En vind-raforkan var takmörkuð, dugði helst til ljósa og kom því aðeins óbeint við sögu helstu búverkanna. En menn þráðu rafmagnið og erlendis frá bárust tíðindi um margvíslega notkun raforku við búrekstur. Ymsir bændu bmgðu á það ráð að kaupa bensín- og olíu- knúnar aflvélar (mótora) til þess að flýta fyrir tæknivæðingu búa sinna. Má þar nefna, auk ljósa- véla, vélar til þess að knýja mjaltavélar og súgþurrkun. Almenn rafvæðing dreifbýlisins komst ekki á umtalsverðan skrið fyrr en um miðja öldina. Opnuð- ust þá fjölbreyttari möguleikar en áður höfðu þekkst til aflvæðingar ýmissa innanhússverka á búunum. En löngum háði bændum hin tak- markaða flutningsgeta dreifíkerfís raforkunnar, sem og það að víðast var eingöngu völ á einfasa raf- magni. Með mat- og skrautjurtaræktun í gróðurhúsum hófst hins vegar umtalsverð nýting innlendrar orku í þágu landbúnaðar, er varð undir- staða nýrra og mikilvægra bú- greina. Erlendur á Sturlureykjum í Reykholtsdal hafði ylvætt bæ sinn frá nálægum vatnshver þegar árið 1911, fyrstur íslenskra bænda, og lyrsta jarðvarma gróð- urhúsið var reist að Reykjum í Mosfellssveit árið 1924. Fljótlega eftir tilkomu súgþurrkunartækn- innar hófu bændur að nýta jarð- varma til þess að ylja þurrkunar- loftið og stórauka þannig afköstin og bæta verkun heysins. Talið er að a.m.k. 500 býli hafi notað sér jarðvarma í þessu skyni undir lok níunda áratugs aldarinnar. Garð- yrkja og súgþurrkun heys og koms eru því ágæt dæmi um vist- þekka búskaparhætti þar sem ork- an er sótt í endumýjanlegar orku- lindir landsins. í sama flokki var raunar einnig vinnsla köfnunar- efnisáburðarins í Gufunesi sem bændur notuðu á ámnum frá 1954 og fram undir aldamótin. En meginvélvæðing bústarfa á seinni hluta tuttugustu aldar hefur byggst á notkun innfluttrar jarð- olíu - díselolíu á dráttarvélamar. Reiknast skrifaranum til að á stærri jarðræktarbúum svari notk- unin til um það bil 95 lítra olíu á hvem hektara túna og akra á ári nú á þessum aldamótaárum. Þótt margvísleg þægindi fylgi notkun olíu sem orkugjafa við búrekstur felst jafnffamt í henni nokkur ógn við öryggi matvælaframleiðslu þjóðarinnar. Tæknilega er þó fátt sem hindrar t.d. vetnisvæðingu dráttarvéla og aukna notkun raf- knúinna búvéla t.d. við léttari að- drætti og flutninga, einkum þó innanhússflutninga. I byrjun nýrr- ar aldar er ýmislegt sem bendir til breytinga i þessu efni en verðlag orkuformanna setur samanburð- argmndvöllinn. Enginn skyldi þó gleyma því að meginorkugjafi landbúnaðarins hefur verið hinn sami öll eitt hundrað útgáfuár Freys - blessuð sólin sem allt hefúr vakið og eflt með geislum sínum. Hlutur land- búnaðarins var, er og verður að beisla þessa orku mannkyni og bú- smala þess til hagsbóta og heilla. Hvað dró? Þegar litið er yfir þróun bútækni á tuttugustu öld skilur heil eilífð upphafs- og lokaár aldarinnar. Verklag og verkfæri hafa breyst, sum margoft. Innsta eðli verkanna og tilgangur þeirra er þó í flestu óbreyttur. Spyrja má hvað valdið hafí tæknibreytingunum. Svör em ekki einhlít vegna þess að bútæknin er þáttur samofmn fé- lagslegum, efnahagslegum og tæknilegum breytingum þjóðlífs- ins, og ekki aðeins hins íslenska heldur fullt eins hins vestræna heims. Meginhluti tækja og tækni til landbúnaðar er erlendur; hafði þróast þar og mótast, stundum um tugi ára áður en móttökuskilyrði sköpuðust hérlendis. Þau skilyrði fólust framan af öldinni einkum í þörfínni fýrir meiri búvömfram- Altalað á kaffistofunni Goðaveigar Að afloknum aðalfundi Stéttar- sambands bænda á Hvanneyri í september sl. var fulltrúum og gestum boðið til veislu þar sem Búnaðarsamband Borgarfjarðar stóð fyrir dagskrá undir stjórn Bjarna Guðráðssonar I Nesi, for- manns sambandsins. Meðal dagskráratriða var að Sveinbjörn Beinteinsson, alls- herjargoði á Draghálsi, kvað rlm- ur. Að því loknu settist Sveinbjörn í sæti sitt við hlið Hálfdáns Björnssonar á Hjarðarbóli, for- manns Búnaðarsambands S- Þingeyinga. Hálfdán bauð Sveinbirni þá í glas sem hann þáði. Um leið og Hálfdán færði honum glasið lét hann fylgja með eftirfarandi vísu: Bakkus veltir boðanum, bleytir loðið trýni. Gömlum kenni ég goðanum að geifla á brennivíni. Sveinbjörn svaraði: Vínið sem þú veittir mér veikir ekki trúna. Bakkus er til húsa hér, en hvar er Freyja núna? 24. tbl. 1989. j 54 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.