Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 55

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 55
leiðslu, er samtíða varð vaxandi vinnuaflsskorti í sveitum og kröfu um vinnulétti og bærileg kjör bændafólks. Til varð eins konar hungur eftir vélum og tækjum til þess að mæta þörfunum. A sum- um sviðum ýtti ijárhagsfyrir- greiðsla ríkis fyrir þróuninni og auðveldaði bændum vélakaupin, sbr. ákvæði jarðræktarlaga 1928 um verkfærakaupasjóð. Til sög- unnar komu vélainnflytjendur sem greiddu samskipti bænda og erlendra búvélaverksmiðja, og tryggðu það að bændur fræddust um og hefðu aðgang að nýjustu tækni hverju sinni. Þáttur vélainn- flytjenda var og er mikilvægur í framvindu landbúnaðartækninnar. Samtök bænda mótuðu snemma virka og dreifða leiðbeiningaþjón- ustu á sviði jarð- og búfjárræktar. Hvað tæknina snerti þróuðust mál nokkuð á annan veg. Búnaðarfé- lag Islands skipaði nefnd árið 1927 til þess að „sjá um útvegun og tilraunir með verkfæri hér á landi”, sennilega með vísun til ákvæðis jarðræktarlaganna frá 1923 um sjóð (vélasjóð) til „að út- vega og gera tilraunir með land- búnaðarvjelar og starfrækja þær ef þörf krefur”. Þessi nefnd varð rík- isskipuð frá og með árinu 1940 og starfaði í reynd allt til ársins 1967 að starfsemin var felld undir Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og til varð bútæknideild þeirr- ar stofnunar, sbr. lög nr. 64/1965. Meginstarf nefndarinnar og síðar bútæknideildar varð prófun nýrra verkfæra, ásamt athugunum og rannsóknum á hvers konar verk- tækni í landbúnaði. Alla tíð hafa leiðbeiningar til bænda verið snar þáttur í þessu starfí er hafa haft áhrif á þróun bútækninnar. En starfíð á sér eldri rætur. I byrjun tuttugustu aldarinnar hóf Ræktunarfélag Norðurlands, þá nýstofnað, útvegun verkfæra fyrir bændur. Gerði það nokkrar Mest af tækjum og tólum tæknialdar hefur komið erlendis frá. Undramörg tæki hafa þó verið innlend smíði, ýmist að erlendum fyrirmyndum að meira eða minna leyti ellegar byggð á islenskum hugmyndum. Myndin sýnir hvar unnið er með skurðruðningstönn sem Haraldur Guðjónsson i Markholti i Mosfellssveit smíðaði og Verkfæranefnd riksins reyndi að ósk Búnaðarþings 1954. (Ljósm.: Ólafur Guðmundsson. Myndasafn Verkfæranefndar). athuganir á þeim og gaf umsagnir til þess að auðvelda bændum val og notkun verkfæranna. Hliðstæð- ar athuganir voru gerðar í Gróðr- arstöðinni í Reykjavík. Fleiri bún- aðarsambönd aðstoðuðu bændur við verkfærakaup. Árið 1921 gekkst Búnaðarfélag Islands fyrir mikilli búsáhaldasýningu í Reykjavík. Þar var kynntur mikill ijöldi tækja og áhalda til búskap- ar, m.a. dráttarvélar, og er almennt talið að sýning þessi hafí kveikt tækniáhuga hjá mörgum bændum, svo sem reyndin hefur orðið með umfangsmeiri landbúnaðarsýn- ingar er síðar voru haldnar (t.d. 1947 og 1968). í tengslum við Búsáhaldasýninguna 1921 hlutað- ist Búnaðarfélagið til um prófun Altalað á kaffistofunni Búnir með grjótið Það gerðist á búnaðarþingi fyr- ir alllöngu að verið var sem oftar að endurskoða jarðræktarlögin. Meðal þingfulltrúa þá var Jó- hannes Davíðsson í Neðri-Hjarð- ardal í Dýrafirði, fulltrúi Búnaðar- sambands Vestfjarða. Hann tók þátt í umræðum og kvað Vestfirð- inga ekki þurfa að halda á ákvæði um framlög út á grjótnám úr ræktunarlandi, þar sem rækt- un væri það vel á veg komin í þeim landshluta. Að því tilefni orti Baldur Bald- vinsson á Ófeigsstöðum sem einnig sat þá á Búnaðarþingi eft- irfarandi vísu: Víst er ei lífið á Vestfjörðum strangt vornóttu bjarta og kyrra, og kannski hafa fáir komist jafn langt, þeir kláruðu grjótið i fyrra. 15. tbl. 1986. Freyr 7-8/2004 - 55 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.