Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 57

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 57
Þættir úr sðgu túnræktar TÚNRÆKT FRÁ LANDNÁMl TIL LOKA 19. ALDAR „I þann tíð var Island viði vaxið milli fjalls og Qöru“, segir Ari fróði í Islendingabók um land- kosti þegar landnámsmenn námu landið. Þeir urðu því að ryðja eða brenna trén til að gera tún. Stein- dór Steindórsson telur að túnstæði hafi verið valin þar sem landið var sæmilega þurrt, á grónum skrið- um, grundum, hólum eða bökkum og malarkömbum við sjávarsíð- una. Það er erfítt að geta sér til um hvaða gróður var á Islandi við landnám og hvaða plöntutegundir bárust til landsins með mönnum. Steindór hefur varpað fram þeirri hugmynd að við landnám hafi grös, svo sem snarrótarpuntur, vallarsveifgras og língresi, ekki vaxið á Islandi. Líklegt er að grös og fleiri tegundir jurta hafi borist með heyi, en aðallega með illa hreinsuðu komi sem flutt var inn til manneldis, fóðurs eða sem út- sæði á öllum öldum síðan land byggðist. Fmmgróður túnstæða hefur verið valllendis- eða móa- gróður. Landnámstúnin hafa litið öðmvísi út en gömul tún nú á dög- um vegna þess að gróðurfarið var annað. Um uppruna belgjurta á Islandi skrifar Aslaug Helgadóttir: „Hér á landi eru aðeins átta tegundir belgjurta sem telja má fullgilda þegna íslensku flómnnar. Senni- lega hafa þær flestar ef ekki allar borist hingað með landnáms- mönnum. Belgjurtir hafa greini- lega átt erfitt um vik að flytjast langan veg yfir Atlantshafið. Ekki er nóg að fræ berist á nýjan stað heldur þurfa nitumámsbakteriur að fylgja með, eigi plantan að verða sjálfbjarga í nýjum heim- kynnum.“ eftir Magnús Oskarsson, fýrrv. kennara og tilrauna- stjóra við Bændaskólann á Hvanneyri Landnámsmenn hafa kunnað að nota búfjáráburð þegar þeir numu land. I Jónsbók eru leiguliðar skyldaðir til að bera búfjáráburð undan fénaði sínum á völl áður en þeir hverfa af leigujörð. Um tengsl orðsins tún við búijáráburð hefur Helgi J. Halldórsson sagt: „Af túninu fékkst taða, en það orð er samstofna við tað, sem notað var um húsdýraáburð.“ Eftir því sem leið á búsetu í landinu hefúr áburðarskortur orðið tilfinnan- legri. Þegar fór að ganga á skóg- ana neyddust menn víða um land til að nota tað sem eldsneyti og við það jókst áburðarskortur á tún. Fjóshaugur, sem safnað var frá hausti til hausts, var venjulega fluttur út á tún í mykjukláfum (taðkláfum). Meðal- dagsverk manns var að bera 100 hesta á völl á dag. Flutningur mykju á völl var ein af ástæð- unum fyrir því að menn leituðust við að hafa bæ og fjós í miðju túni. Vallarávinnsla var vor- verk. Menn notuðu kláru til að berja mykjuna niður í svörð- inn. Jónas frá Hrafna- gili segir: „Þetta var hið versta verk, enda var það stundum lítt vandað. Smátt átti að berja, ef vel átti að vera.“ Hrossatað og þornuð kúaskán var mulin niður í rótina með fótunum. Þar sem þýft var létu sumir bændur nudda skítinn með höndum niður í þúfnakolla. Um 1880 smíðaði Gísli P. Sig- mundsson á Ljótsstöð- um í Skagafirði taðkvöm eftir teikningu af ostakvöm. Taðkvam- ir urðu fljótt algengar og léttu vinnu við að koma búíjáráburði á tún í því ástandi sem óskað var eftir. Ef túnin voru sæmilega slétt slóðadrógu góðir búmenn túnin með hestaslóða. Slóðar voru gerð- ir úr skógarhríslum eða undir Árni Guðjónsson frá Stafholtsveggjum brýnir Ijá. (Ljósm. M. Ó. 1969). Freyr 7-8/2004 - 57 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.