Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 58

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 58
timburfleka voru bundin knippi af ijalldrapa og hris. „Garður er granna sættir“, segir í fomum lögum og hefur það síð- an fest sig í sessi sem málsháttur. Bændur hlóðu bæði túngarða og landamerkjagarða þegar byggð fór að þéttast eftir landnám. Víða vom túngarðar notaðir fram á 20. öld þó að vörslugildið hafí ekki verið mikið þegar sauð- og geitfé var annars vegar. Heyskapur var aðalstarf íslend- inga frá miðju sumri og fram á haust. Helgi J. Halldórsson lýsir heyskapnum frá landnámi fram á tuttugustu öld þannig: „Grasið var slegið með orfi og ljá, heyi rakað með hrífu, bundið í bagga með reipum og flutt heim á hestum eða jafnvel borið á baki það, sem næst er heygarði. Karlmenn slógu, en konur rökuðu. Eggert (Olafsson) segir, að samkvæmt Búalögum sé það metið meðalsláttumanns verk að slá á sléttu skák, sem var 30 faðmar á hlið. Sú flatarstærð kall- ast dagslátta. Dagsverk stúlku er að raka á eftir 3 karlmönnum og þurrka heyið.“ Lengi voru eingöngu notaðir is- lenskir ljáir, sem oftar en ekki bitu illa. Fram á 16. öld urðu menn að- allega að notast við lélegt íslenskt mýrarjám i ljáina en þá fór að fást betra innflutt járn. Þegar bitið þvarr i ljáum voru þeir hitaðir í eldi og dengdir á steðja. Þess vegna þurfti að vera smiðja á hverjum bæ og aðgangur að viðar- kolum, a.m.k. ein tunnu af kolum á býli. Vegna viðarkolagerðar þurfti árlega að fella mikið af skógi. Kolagerðin varð því ís- lensku skógunum dýrkeypt í ald- anna rás. Ljáimir vom bundnir við orfín með ólum. I þurra veðri var ljárinn ávallt laus. Séra Þórður Amason á Skarði á Landi fann upp á því um 1830 að smíða orfhólk úr jámi til að festa ljáina við orfín. Orfhólkamir breiddust ört út. Arið 1867 var farið að flytja til landsins skoska Ijái sem voru betri en þeir innlendu. Ymsir bændur notuðu orf og ljá fram yfír miðja 20. öld og slógu með þeim skækla á tún- um sínum eða jafnvel lítil tún. Allt fram á 19. ogjafnvel 20. öld treysti Qöldi bænda að mestu á út- beit og/eóa fjörabeit fyrir sauðfé og hross, vegna þess að þeir gátu ekki aflað nægra heyja fyrir búféð. Víða um sunnanvert landið voru engin fjárhús til. Ef jarðbönn urðu í langan tíma á vetuma féll sauðfé og hætta var á að fólk í heilu sveit- unum kæmist á vonarvöl. Landsnefndin (Landkommissi- onen) frá 1770 gerði tillögur um ýmsar framfarir á Islandi. Hún taldi að landbúnaður hefði jafnan verið tryggasti atvinnuvegur Is- lendinga eins og annarra þjóða. Þess vegna væri nauðsynlegt að bæta aðstæður í sveitum. Nefnd- inni var ljóst að tún vora þýfð sem jók erfíði við áburðardreifingu, slátt og þurrkun heys. Þar að auki vora tún á flestum jörðum óvarin, þvert gegn því sem átti að vera samkvæmt fomum landslögum. Eftir tillögun nefhdarinar gaf kon- ungur út svokallaða þúfnatilskip- un árið 1776. Samkvæmt henni var hverjum bónda gert skylt að slétta árlega sex ferfaðma (40 m2) í túni sinu fyrir hvem verkfæran karlmann. Einnig var fyrirskipað að öll tún ættu að vera fúllgirt. Þessari tilskipun var illa fram- fylgt, meðal annars vegna þess hve léleg verkfæri bænda vora. Þar að auki dundu Skaftáreldamir yfír skömmu síðar, sem felldu fé og fólk. Annáll Freys Járnbrautin austur I 5. og 6. hefti Tímarits Verkfræðingafélags íslands er grein eftir Geir G Zoéga vegamálastjóra, um “Járnbraut- armálið og samgöngumál Suðurlandsundirlendisins”. í fyrri hluta þessarar greinar er rakin skýrsla sú er Sv. Möller járnbrautaverkfræðingur sendi stjórnarráðinu á ársbyrjun 1924. Ræðir hún um rannsókn brautarstæðis- ins um stofnkostnað og rekstur brautarinnar. Stofnkostnaðaráætlun Möllers er kr. 6.926.000. Rekst- urstekjur fram yfir rekstursgjöld eru taldar muni verða kr. 8.000 á 2. rekstursári, og á 10. rekstursári kr. 223.000. Rekstursáætlunin var gerð af þeim í félagi Sv. Möller og L. Foss verkfr. forstjóra hagfræðideildar norsku ríkis- brautanna. Niðurlagsorð hennar eru þessi: “Áætlun þessi um rekstrarafkomu brautarinnar ásamt vissunni um möguleika til aukinnar ræktunar á Suður- landsundirlendinu sýnir, að naumast verður talið á nokk- urn hátt vafasamt, að samgöngubót þessi erfyllilega rétt- mæt frá viðhorfi almennra þjóðarhagsmuna”. Seinni hluti greinar vegamálastj. ræðir um: “fullkominn bifreiðaveg” austur. Er lauslega áætlað að hann kosti ca. 314 milj. kr. Hann yrði 67 km að Ölvusá, eða 8 km. lengri en vegur sá sem nú er. Frá Reykjavík upp fyrir Lögberg er gert ráð fyrir að nota gamla veginn, en þaðan ætti að leggja nýjan veg um þrengslin austur í Ölvus, (sömu leið og járnbrautin er ráðgerð). Við það vinst meðal annars að vegurinn yrði hæstur 100 metrum lægri en þar sem hann liggur nú á Hellisheiðinni. Ætti að halda uppi reglubundnum biflestaferðum á þessum vegi þarf að kaupa bifreiðar og vagna og snjór- uðningsvélar fyrir ca % milj. kr: og byggja stöðvar og vöruskýli fyrir ca. 300.000 kr., - til þess að flutt verði sama magn og járnbr. er ætlað að flytja. Verði far og farmgjöld hin sömu og fyrirhugað er á járnbr., er tekju- halli áætlaður kr. 45.000 á öðru rekstursári, en tekjuaf- gangur á 10 rekstursári kr. 145.000. Áætlunin um þess- ar bifreiðaferðir er í aðaldráttum gerð af vegamálastjórn- inni norsku. Árrti G. Eylands. Freyr 1925, bls. 51 - 52. | 58 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.