Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 64

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 64
barón á Hvítárvöllum í Borgar- fírði árið 1898, alls 7 tegundir grasa og belgjurta. A gróðrar- stöðvunum á Akureyri og í Reykjavík voru reyndar 26 teg- undir grasa og 8 tegundir belg- jurta á árunum 1902-1920. Lík- lega má frekar flokka þessar rann- sóknir undir athuganir en tilraunir, þar sem athugað var hvort útlend jurtategund hentaði íslenskum að- stæðum. Aðeins fáar af þessum tegundum náðu fótfestu sem nytjajurtir á íslandi, en rannsóknir á mörgum þeirra hafa staðið alla 20. öldina. A tilraunastöðvunum hafa rannsóknir farið fram á að minnsta kosti 48 tegundum grasa og 23 tegundum belgjurta. Frá árinu 1995 hafa ljórar stofnanir landbúnaðarins geftð sameiginlega út rit með leiðbein- ingum um val á fræi af nytjajurt- um. Ritið heitir Nytjaplöntur á Is- landi og hefur frá upphafí verið undir ritstjórn Aslaugar Helga- dóttur. Ritinu er ætlað að leið- beina þeim sem versla með og nota sáðvöru. Tegundir sem mikið var sáð í tún á 20. öld. Beringspuntur er upprunninn í Alaska, við Beringssund, eins og nafnið bendir til. Þorsteinn Tóm- asson, þá sérfræðingur hjá RALA, fékk fræ af beringspunti frá til- raunastöð Palmerháskóla í Alaska og lét sá fræinu árið 1974. í Nytja- Annáll Freys 777 æsku hinnar nýju þjóðhátíðar 1974 Veljið verðug verkefni til ad minnast 11 alda byggðar í landinu Fyrir röskum tuttugu árum lauk mesta harmleik verald- arsögunnar. Nágrannaþjóðirnar voru flakandi í sárum, mesti fjöldi ungra manna fallinn, borgir og byggðir lágu í rústum. En upp úr stríðinu hófst hin stórstíga endurreisn, til dæmis í Noregi, þar lögðu menn hart á sig og neituðu sér um lífsþægindi á líðandi stundu, til þess að byggja upp framtíðina. Hnignum landkosta Á stríðsárunum hófst tæknibylting, sem gjörbreytti framleiðsluafköstum þjóðarinnar. Almenn velmegun hef- ur nú vaxið, svo að hin sára fátækt er næstum horfin. Hinir fátækustu búa nú við mörg þægindi, sem áður voru óþekkt á efnaheimilum. En hvernig búum við í haginn fyrir komandi kynslóðir? Við göngum á landkostina. Gróðurfræðingar hyggja, að enn gangi gróðurlendi landsins saman, þrátt fyrir nokkurt landgræðslustarf, fyrir allt of takmarkað fé. Tugir býla fara árlega í eyði og heilar sveitir á áratug. Búnaður okkar er enn að miklu byggður á beit, mest á óræktað land. Það er staðreynd, að landkostum hefur hnignað fyrstu þúsund ár byggðarinnar. Fróðir menn halda, að gróður- lendið hafi minnkað um helming að flatarmáli, og gæðin hafa minnkað þar sem skógar eyddust. Skapa þarf varanleg verðmæti Nú verðum við að snúa við. Við höfum öðlazt getu tækninnar. Vélarnar eru máttugar, en þær þurfa starfsafl. Ekki er starfsaflið þó einhlýtt. Öllu framar þarf mannvit og samtaka þjóðarvilja, til þess að beita þeim til starfa. Við gætum nú á næstu hundrað árum grætt öll sár þúsund ára rányrkju, svo að landið verði allt betur gróið og hæfara til mannvistar en var á dögum landnáms- manna. En til þess þarf skipuleg og ákveðin vinnubrögð. Meg- inskilyrði þess að nútíma tækni njóti sín eru þau, að fljót- ir, ódýrir og auðveldir flutningar séu mögulegir alla tíma | 64 - Freyr 7-8/2004 árs milli allra staða, þar sem eitthvað á að framkvæma og að aðgangur sé að orkulindum. Áður en til fullnustu er hafizt handa um framkvæmd þess að umskapa gróður landsins, þarf tvennt til að koma: 1. Byggja þarf hringbraut um landið, sem verði í flestum tilfellum fær vetur og sumar. 2. Tryggja þarf orkuflutning til allra staða, sem líklegir eru til einhvers konar framleiðslu. 1. Hringbrautin Nú er mikið rætt um jafnvægi í byggð landsins, en minna um raunhæfar aðgerðir. “Að ósi skal á stemma’’. Röskun jafnvægis stafar mest af misjafnri aðstöðu til samgangna. Við höfum skapað okkur miðstöð menning- ar og athafna alls landsins og aðrar smærri miðstöðvar. Öll viðskipti mann meðal og öll framleiðsla með nútíma tækni krefst skjótra, ódýrra og öruggra samgangna. Eftir því sem meira skortir á þetta, dragast staðir aftur úr. 2. Endurgræðsla landsins En nú kem ég að því, sem þjóðin á að leggja á eigin herðar. Árið 1974 á að vera tilbúin gróðuráætlun fyrir hvert hérað, byggðir þess, heiðar, fjöll og öræfi, hvað gjörsnautt sem það er nú, svo að eigi verði lakar gróið en á landnámsöld, og um það hvernig hrinda megi slíku í framkvæmd. Okkar land er eyja, fjarri öðrum löndum. Tilviljun hefur ráðið hverjar jurtir hjörðu ísöld eða bárust hingað síðar. Við þurfum ekki að einblína á það, að endilega þurfi að hafa hinn gamla gróður með fornum sviþ eins og sumir náttúruverndarmenn virðast ætla. Landið á að endur- græða, eins og bezt hæfir mannvist og hnattstöðu þess. í gróðuráætlun hvers héraðs mætti skipta gróðurlend- inu í þrjá meginflokka: a. Fóðurrækt og beitirækt á láglendi ásamt vaxandi mat- jurtarækt. b. Skógrækt í fjallahlíðum og við byggðir, þar sem land- ið verður ekki gert véltækt. c. Heiðar og öræfi verði grædd upp með sáningu og áburðargjöf. Jón Sigurðsson, Yztafelli. Freyr 1968, bls. 35-42.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.