Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 66

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 66
Eggert Hjartarson, ýtumaður, jafnar út ruðningi frá skurðbakka. (Ljósm. M.Ó. 1963). mikið notað á íþróttavelli og í skrúðgarða. A Islandi hafa verið gerðar tilraunir með um 150 mis- munandi yrki og staðbrigði af vallarsveifgrasi, einkum á seinni hluta 20. aldar. Fjöldi tilrauna var gerður á áttunda og níunda áratug 20. aldar, þar sem vallar- sveifgras var borið saman við önnur grös. Grös og belgjurtir sem eru al- geng í gömlum túnum. Língresi er algengt bæði í tún- um og úthaga. Þetta eru raunar þrjár tegundir, skriðlíngresi, há- língresi og týtulíngresi. Mikið ber venjulega á hálíngresi og skriðlín- gresi í gömlum túnum seinni hluta sumars og geta þau sprottið langt fram eftir hausti. Língrösin virð- ast þola áburðarskort flestum grösum betur. A fyrri hluta 20. aldar var fræ af língresi, sérstak- lega hálingresi, notað í grasfræ- blöndur. Þetta hefur því sem næst lagst af eins og fram kemur hjá Sturlu Friðrikssyni: „Virðist ekki hafa tekist að finna nein afbrigði eða stofna af þessum tegundum (hálíngresi og skriðlíngresi), sem jafnast á við hið innlenda gras að þoli og svarðarmyndun.“ A Is- landi hafa verið reynd rösklega 20 yrki af hálíngresi og innan við 20 yrki af skriðlíngresi í tilraunum og athugunum. Fyrsta athugunin var gerð 1898. Auk þess hefúr verið reynt ókynbætt fræ frá ýmsum stöðum. Snarrótarpuntur eða snarrót er algeng í íslenskum túnum, eink- um þeim sem liggja inn til lands- ins. Sums staðar er hún ráðandi grastegund. Snarrótartún geta gef- ið dágott fóður ef slegið er snem- ma eða þegar snarrótin er hálf- skriðin og þá er einnig unnt að fá sæmilega há. En dragist sláttur trénar snarrótin og verður lélegt fóður. Búfé á beit sneiðir hjá henni. Þess vegna telja margir Annáll Freys Nokkur orð um fráfærur Eins og kunnugt er, hafa fráfærur lagst mjög niður á seinni árum, viðsvegar um land. Nokkrir hafa að vísu tek- ið þær upp aftur, en miklu fleiri munu þó halda upptekn- um hætti í þvi efni. Fyrsta orsök til þess, að menn hættu að færa frá, var, hve erfitt var að fá smala og í öðru lagi, að kaupa fólks steig allmikið upp. Ýmsir hafa bæði í ræð- um og ritum hvatt bændur til að færa frá ám sínum aftur, en fáir mælt því bót, að færa ekki frá. Að líkindum hefðu bændur þó alment tekið upp fráfærur aftur, ef ekki væru ýmsir agnúar við þær, sem menn nú betur hafa séð í seinni tíð. Ég skal nú telja nokkrar ástæður, sem mér er kunnugt um, að bændur hafa fyrir því, að færa ekki frá ám sínum, og eru þessar hinar heztu. 1. Lömbin verða vænni og fjárkyn stækkar. 2. Ærnar verða líka vænni, sé tekið undan þeim um rétt- ir, einkanlega þar sem hefir þurft að hýsa þær að nótt- unni til, lengi sumars. 3. Fráfærur hafa mjög mikla verkatöf í för með sér. Nú spara bændur við sig fólk, sem þeir geta, en víða var 166 - Freyr 7-8/2004 alt heimilisfólk svo önnum kafið við að færa frá, að það hafði naumast matfrið í marga daga og önnur nauðsynleg störf urðu að bíða, t.d. sláttur. 4. Fráfærur eru, eins og þeim nú er háttað, mjög ómann- úðlegar, þar sem hætt er að stía, en lömbin rifin und- an ánum í flýti og síðan flæmd með hestum og hund- um samstundis, langan veg í ókunnugt haglendi og þar slept, án þess að sitja þau nokkuð. 5. Lömbin verða því óvísari að haustinu, flæmast og tæt- ast langt í burtu og týnast fremur, þar sem dilklambið er venjulega víst með móðurinni. 6. Mjaltir sumstaðar illa af hendi leystar, þegar sumar ærnar eru hálfmjólkaðar, aðrar ekki. 7. Þó hægara kunni nú að vera að fá smala en áður, en vandfenginn góður og trúr smali, er trúa megi fyrir án- um að öllu leyti. Sé smalinn unglingur getur hann naumast aðstaðið, bæði að morgni og kvöldi, þegar snemma er látið út, svo að taka veröur annan mann til að sitja hjá ánum að morgninum. 8. Fráfærur hafa aukna umsjón og eftirlit í för með sér fyrir húsbóndann. E.Th. Freyr 1911, bls. 20 - 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.