Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 72

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 72
Gjörvöll landsins fen og jJóa, fúakeldur, holt og móa á að láta grasi gróa, gjöra að túni alla jörð, jafnvel holt og blásin börð. Drengir, sem að hjörðum hóa hlotið geta síðar óðalsrétt um yrktar dalahlíðar. Margt í þessari draumsýn Guð- mundar átti eftir að rætast. Arið 1943 komu iýrstu jarðýtumar til landsins, sem reyndust strax vel við landbrot, dreifingu á skurðr- uðningum, sléttun á landi og gróf- vinnslu í flögum. Jarðýtumar urðu einnig til þess að farið var að gera kílræsi og síðan plógræsi með stómm ræsaplógum sem öflugar jarðýtur drógu. Ræsin em oft í 114-2 m dýpt. Slík ræsi hafa mik- ið verið notuð síðan um 1970. Arið 1945 vom sett lög um ræktunar- og húsagerðarsam- þykktir í sveitum. Eftir þeim störfuðu ræktunarsamböndin sem stofnuð vom í nær öllum hémðum landsins. Þau áttu og ráku skurð- gröfiir, jarðýtur, dráttarvélar og meðfylgjandi tæki. Sum þeirra tóku á leigu skurðgröfiir af Véla- sjóði. Þessi starfsemi réð mestu um hina miklu ræktunarbyltingu sem varð um miðja 20. öld. Allt til ársins 1989 fengu bænd- ur greidd framlög til skurða- og ræsagerðar. Það var bændum hvatning til að ræsa fram mikið af mýmm. Mest var ræst fram árið Annáll Freys Fjárskipti með flugvél Starfslið Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli, hafði lokið við að lesta Glófaxa. Lestað var síldarmjöl, er flytja skyldi til Fagurhólsmýrar og nota sem vetrarfóður handa sauðfé þeirra Öræfinga, sem þess hefði þörf. Smá pinklar, af ýmsu tagi, voru síðastir í röðinni og svo var lestun lokið og mér - sem einasta farþega - var visað til inngöngu í vélina um hinar víðu dyr, sem brátt lokuðust að baki með vængjahurðum. Og hér sat ég innilokaður i þessum málmbúk, sem flyturfénað úr Öræfum til Borgar- fjarðar í öndverðum október árið 1950, en frá Reykjavík ýmiss konar varning til baka, handa þeim, sem í Öræfum búa - vetrarforðann þeirra. Sauðféð, sem þaðan er flutt, eru lömb, er setja skal á vetur hjá þeim bændum í Mýra- sýslu, sem slátrað höfðu fé sinu vegna sauðfjárkvillanna, en óskuðu í þess stað að kaupa lömb í Öræfum. Flugmennirnir eru komnir í sæti sín, en ég sit á sildar- mjölspoka í einni stíunni á meðan hreyflarnir eru prófað- ir. Átök þeirra hrista vélina þegar þeir drekka benzínið í ákafa og leysa orku þess úr læðingi, en bremsurnar eru enn á vélinni, svo að hún hreyfist ekki úr stað. Málm- báknið nötrar, bremsur eru losaðar og af stað þýtur þetta farartæki loftsins yfir húsin, sem sýnast eins og brúðubú- staðir, austur, yfir græn tún og gripi á beit, í grösugri sveit, yfir hnjúka, sem gylltir eru af skini síðdegissólar og yfir sendna suðurströnd landsins, þar sem bára brotnar við sand. í 200 metra hæð ber fuglinn okkur yfir Þykkvabæ- inn, þar sem fólk er úti að hauststörfum, og fram hjá Vík I Mýrdal er flogið rétt framan við drangana, en í þorpinu eru bílar og fólk á fartinni. Svo taka við sandar og ósar, og sandar aftur og grynningar langt fram í sæ. Tæpum klukkutíma eftir að létt var á Reykjavíkurflugvelli er lent á sandinum sunnan við Fagurhólsmýri. Hvílík hraðferð! Forðum var þessi för margar dagleiðir, hvort sem farið varð fótgangandi eða á hestbaki, en leiðin er ófær nútíma samgöngutækjum öðrum en flugvélunum. Vötnin eru að vísu brúuð, nema Skeiðará, en verður hún nokkurntíma brúuð, svo að þessi leið verði fær bifreiðum? Þetta var áður torfærasta leið þessa lands og ekki fær öðrum en vönum vatnahestum og þaulæfðum ferðamönnum. i septemberbyrjun 1950, þegar aðalfundur Stéttarsam- bands bænda var haldinn að Kirkjubæjarklaustri, gistu 14 manns á svefnsal yfir sláturhúsinu. Var þá rætt um lands- ins gagn og nauðsynjar langt fram á nótt og bar margt á góma, og meðal annars möguleikar á því að flytja líflömb úr Öræfum og Suðursveit á fjárskiptasvæðin. Á þessi mál hafði að vísu verið drepið áður, en þá þóttu þau fjar- stæða. Nú sýndist ýmsum að prófa mætti þó þessa leið. Um mánaðamótin september og október var það orðið að veruleika, því að flugvél frá Flugfélagi islands var út- búin til þess að flytja líflömb úr Öræfum - um 600 samtals - að Stóra Kroppi í Borgarfirði, en þaðan voru þau flutt á bílum heim til bænda vestan Hvítár í Borgarfirði. Og hér er ég I för þessari sem áhorfandi, er hyggst að geta þess síðar á prenti, hverjar aðfarir eru notaðar við að koma lömbum Öræfinga áleiðis til Mýramanna - lifandi lömbum heilum á húfi. Um undanfarin haust hefir fénu í Öræfum verið slátrað og afurðirnar síðan fluttar loftleiðis til höfuðstaðarins, en nú - nú er það lifandi peningur, gangandi fé, sem um er að ræða. Nú er ég lentur hér á Fagurhólsmýri, hefi drukkið kaffi og er komin þar að, sem lömbin eru í haldi, því nú skal lesta. Undir Blesakletti, neðan við Mýrina, hefir fjárrétt verið gerð. Lóðréttur stapaveggurinn er hér á tvær hliðar, en grjótveggurá hinartvær, en í réttinni eru lömbin, sem bíða farsins um loftin blá. Drengir tveir eru á réttarveggnum og aðstoða við að ná lömbunum þegar starfið byrjar, en frá réttinni eru lömbin borin í fanginu að flugvélinni, um 30 metra vegalengd. Á meðan við drekkum kaffið hafði síld- armjölið verið tekið, svo nú eru stíurnartómar innanborðs. En það tekur ekki langan tíma að fylla þær á ný. Röskar hendur grípa lömbin I réttinni. Þungi hvers lambs er þekkt- ur, svo leggja má saman og sjá hve þungur farmurinn er. Fyrstu ferðirnar voru allt að 100 lömb í ferð. Þessar aðferðir við flutning lambanna þykja I frásögur færandi. Dönsk blaðakona hefir verið með í einni ferð og blað það, er gerði hana út í leiðangurinn, hefir birt mynd- ir og frásögn um atburði þessa, og hér er nú Hollending- ur - þó ekki hinn fljúgandi - sem Ijósmyndar og hyggst segja frá þessum atburðum í heimalandi sínu: hvernig ís- lenzkir bændur flytja lömb sín landshluta í milli. Gísli Kristjánsson. Freyr 1951, bls. 303 - 310. | 72 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.