Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 75

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 75
mykjuna upp í sig í haughúsi og dreifði úr henni út á túni. Nokkrir slíkir dreifarar voru smíðaðir og komu á fyrst á markað árið 1953. Mykju hefur á síðustu áratugum ýmist verið mokað eða dælt úr haughúsunum eða mykjutönkum. A síðari árum hefúr vatni verið blandað í mykjuna til að auðveld- ara væri að dæla henni úr mykju- geymslunum, en jafnframt er talið að köfnunarefnið varðveitist betur í vatnsblandaðri mykju. Mykju- dreifarar hafa stöðugt verið að stækka og fullhlaðnir eru þeir orðnir þungir og dregnir af þung- um dráttarvélum. Líklega er ástæða til að hafa áhyggjur af um- ferð þeirra á gljúpum túnum. Fyrst þegar bændur fengu tilbú- inn áburð dreifðu þeir honum með höndum. Það var mikil vinna og vandaverk. Þess vegna fóru bænd- ur að útvega sér hestatengda áburðardreifara. Um 1930 kom fyrsti skáladreifarinn í Mosfells- sveit. Fyrstu dreifarar fyrir drátt- arvélar voru sálddreifarar og skáladreifarar sem dreifðu áburð- inum nokkuð vel. Um miðjan sjö- unda áratuginn koma á markað kast- og þyrildreifarar fyrir drátt- arvélar, sem strax urðu vinsælir og hafa verið ráðandi tæki í dreif- ingu tilbúins áburðar í meira en fjörutíu ár. Vinsældimar em því að þakka að þeir em ódýrir og auðveldir í notkun. Flins vegar hafa búvisindamenn um allan heim litið þá homauga, vegna þess hve vandasamt er að dreifa áburðinum vel með þeim. Heyannir Heyannir hafa frá landnámsöld og fram á síðasta hluta 20. aldar verið erfíður tími í sveitum og eru það enn, þrátt fyrir vélvæðingu. Fólk lagði sig allt fram við hey- skapinn vegna hræðslu við bjarg- arskort. í kvæðinu „Sumarpáskar 1916“ lýsir Guðmundur Friðjóns- son á Sandi erfiðinu við heyskap- inn þannig: Hefur hart gengið að heyverkum, viljað viðbúast vetri hörðum; Bruni var i baki og í brjósti stingur, harðsperra í handlegg og í herðum kvöl. Bjöm Þorláksson frá Munaðar- nesi í Borgarfirði keypti i Noregi sláttu- og rakstrarvél árið 1894 fyr- ir Búnaðarskólann á Hvanneyri. Sláttuvélin var fyrir einn hest, sem var látinn slá í tvo tíma í senn. Til að auðvelda mönnum val á slíkum vélum vom á vegum Búnaðarfélag íslands reyndar 6 eða 7 sláttuvélar í Reykjavík árin 1905 og 1907 og á Akureyri 1913. Smám saman stækkuðu véltæk tún þannig að meiri not urðu af hestadregnum heyvinnuvélum. Fyrsta snúnings- vélin kom líklega til Islands árið 1907. Á ámnum 1927-1946 flutti SÍS, stærsti innflytjandi búvéla, inn 3700 sláttuvélar, 2330 rakstrar- vélar og 320 snúnings- og múga- vélar, sem nær eingöngu vom dregnar af hesmm. Vélvæðingin varð til þess að margir bændur fóm að reyna votheysgerð. Þess vegna vom margar votheysgryfjur steypt- ar á fyrri hluta 20. aldar. Eftir stríðið 1945 eignuðust margir bændur dráttarvélar. Þá keyptu þeir aðallega litlar drátta- vélar, sem hlutu samheitið heim- ilisdráttarvélar, til aðgreiningar frá dráttarvélum sem einkum voru ætlaðar til jarðvinnslu og voru oft í félagseign. Árið 1954 taldi Guðmundur Jónsson að um 40% bænda ættu dráttarvél. í Vasahandbók bænda 1957 er get- ið um þau tæki sem meðalbýlið ætti helst að hafa til heyskapar í þurrhey og vothey. Það var m.a. dráttarvél og með henni sláttuvél, múgavél og heyvagn. Sláttuvél- arnar voru með sams konar greiðum og hestasláttuvélamar. Hjólmúgavél komu fyrst á ís- lenskan markað 1953. I upphafi dráttavélaraldar mokuðu menn heyinu með handafli upp á hey- vagna. Það var erfið vinna. Seinna fóru menn að nota hey- kvíslar, sem tengdar voru framan á dráttarvélar, til að moka hey- inu. I upphafi voru dráttarvélamar og tækin, sem þeim fylgdu, létt miðað við verkfærin sem síðar komu, en þau vom á frekar mjóum hjólbörðum, þannig að þungi vél- anna dreifðist á lítinn flöt. Algeng- ar heimilisdráttarvélar, sem óku um tún í árdaga dráttavélaraldar, vom t.d. Farmall A, sem vó um 950 kg, og Ferguson, sem kom um 1950 og var tæplega 1150 kg að þyngd. Með stækkandi búvélum hafa dráttarvélamar stækkað. Fyrsta sláttuþyrlan var reynd á Islandi 1966. Þær vom afkasta- meiri en greiðuvélamar. Nokkm siðar komu heyhleðsluvagnar Altalað á kaffistofunni Ein slapp Einu sinni fór Þórður á Dag- verðará til rjúpna og gengur lengi lengi án þess að sjá nokkra rjúpu. Var nú dagur að kveldi kominn. Sér hann þá hvar mikill floti rjúpna kemur fljúgandi og telur það hundrað rjúpur. Þórður skýtur á hópinn og sveifl- ar um leið byssuhlaupinu til þess að ná sem bestri dreifingu á höglunum. Lágu þar níutíu og níu rjúpur. Af hverju ekki hundrað? Spurði sá er Þórður sagði söguna. Ég geri mig ekki að lygara fyrir eina rjúpu, mælti þá Þórður. 21. tbl. 1982. Freyr 7-8/2004 - 75 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.