Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 76

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 76
fram á sjónarsviðið en heyþyrla kom fyrst árið 1963. Eftir því sem árin liðu stækkuðu vagnarnir þannig að fullhlaðinn vagn af grasi til votheysgerðar gat skilið eftir sig djúp hjólför í túnið. A þessum árum jókst áhugi á votheysgerð að nýju, með tilkomu á flatgryfjum og háum tumum. Samt sem áður taldi Bjami Guðmundsson að um 90% af árlegum heyfeng væri þurrkaður árið 1972. Vegna nýrra tækja fór afl og þungi dráttarvéla vaxandi. Þyngd á nýjum dráttarvélum, sem notað- ar voru við heyskapinn og önnur bústörf á þessum ámm, var oft 2- 3 tonn. Bjami Guðmundsson at- hugaði stærð og aldur dráttarvéla á 10 búum frá sjöunda áratug 20. aldar til aldamóta. Stækkun drátt- arvélana nam um það bil 1,5 hest- öflum á hverju búi á ári. Upp úr 1980 komu fyrstu hey- rúlluvélamar til landsins og 1986 kom pökkunarvél til að pakka rúll- unum í plast, en áður höfðu hey- rúllumar verið settar í plastpoka. Heyskapur í plastrúllur er afbrigði af votheysgerð. Það kom í ljós að verkun heys batnað með heyrúll- unum, sem varð til þess að minna var keypt af fóðurbæti en áður. Is- lenskir bændur náðu fljótt góðum tökum á heyrúllutækninni, þökk veri rannsóknum Bjarna Guð- mundssonar, Bændaskólanum á Hvanneyri, og Grétars Einarsson- ar, Bútæknideild RALA o.fl. Til þess að draga rúlluvélar þarf öfl- ugar og þungar dráttavélar sem vega 3-4 tonn. Auk þess vega heyrúlluvélar um 2 tonn, pökkun- arvélar 1-114 tonn og grænfóður- rúlla allt upp í 1 tonn, en heyrúllur eru léttari. (Grétar Einarsson munnlegar upplýsingar). Það er ókostur við rúllubaggaheyskap að plastið er dýrt og erfitt að losna við það svo að það valdi ekki mengun. Kal Heimildir greina ffá grasleysis- ámm á öllum öldum byggðar á Is- landi. Þorleifur Einarsson o.fl. telja að veðurfar hafi kólnað fyrir 2500 ámm og orðið einna kaldast á 17., 18. og 19 öld. Eftirhreytur afþess- um harðindum var hafisárið 1918. I köldum ámm hafa túnin kalið víðs vegar um landið og í verstu árunum um allt land. Það hefur lík- lega borið minna á kali á þýfðum túnum og á meðan á túnunum óx eingöngu gróður sem aðlagast hafði veðurfari á Islandi um aldir. Arið 1918 var mikið kal í túnum víða um land. Önnur slæm kalár á 20. öld vom 1920, 1949-1952 og 1965-1970. Sumrin 1951 og 1952 ferðaðist Sturla Friðriksson um og rannsakaði kalin tún. Kalárin 1965-1970 urðu til þess að mikil vinna var lögð í kalrannsóknir, bæði af íslenskum og erlendum vísindamönnum. Bjami E. Guð- leifsson, tilraunastjóri á Möðm- völlum, er sá Islendingur sem mest hefur stundað kalrannsóknir. Hann hefúr m.a. unnið að rannsóknum á svellþoli grasa og belgjurta og not- Annáll Freys Brúsastæði við þjóðveginn Eigi er langur tími liðinn síðan íslenzkir mjólkurfram- leiðendur tóku að senda mjólk sína til mjólkurbúa. Enda má fullyrða, að ýmislegt vanti enn þá á fyrirkomulag og vinnubrögð, sem gerir mjólkurframleiðsluna öruggari og öll störf við hana léttari og þrifalegri. Eitt þessara atriða er frágangur við stæði brúsanna við akveginn, þar sem þeir bíða eftir mjólkurbifreiðunum. Þetta virðist ef til vill auðvirðilegt atriði, þegar fljótt er á litið, en þó er ekki svo I raun og veru. Við veginn bíða mjólkurbrúsarnir oft langan tíma með mjólk í. í sólarhita að sumarlagi hefir þetta slæm áhrif á gæði mjólkurinnar og má vel vera, að hér sé ein ástæðan fyrir því, hve illa mjólkin flokkast hjá mjólkurbúunum að sumrinu til. Við veginn er oft mikil óhreinindi. Brúsarnir “atast” þar út í vegarleðju og allskonar óhreinindum. Þegar þurrt er veð- ur rykast upp af veginum og hin fíngerðu rykkorn setjast undir brúsalokin og komast þannig í mjólkina. í þessu sambandi má minna framleiðendur á það, að þeir hirða brúsana alltof illa að utan. Ég efast um, að i nokkru ná- grannalandi okkar tíðkist eins óhreinir mjólkurbrúsar að utan eins og hér hjá okkur. Þá geta góð stæði við veginn gert brúsana mun endingarbetri. i votviðri vilja búsarnar ryðga fljótt, þeir þurfa því helzt að standa undir þaki. Þeg- ar bifreiðastjórarnir koma með brúsana tóma til baka vill það oft koma fyrir, að þeir kasti þeim ofan af palli bifreið- arinnar og dala þá. Til þess að sporna á móti slíku ættu framleiðendur að útbúa sérstaka palla fyrir brúsana til að standa á, eins og tíðkast mjög I nágrannalöndum okkar. Smá endurbætur á framleiðsluaðstæðum, t.d. eins og sú, sem lýst er hér að framan, verður að állta, að flestir mjólkurframleiðendur geti framkvæmt, enda er sennilegt að slíkt myndi endurgreiðast í betri hirðingu og ending mjólkurbrúsanna, ásamt betri flokkun mjólkurinnar á mjólkurbúinu. Sveinn Tryggvason. Freyr 1940, bls. 77 - 78. [ 76 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.