Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 77

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 77
6. tafla. Sala tilbúins áburðar á íslandi arefnum. í hreinum áburð- Ár Köfnunarefni, tonn Fosfór, tonn Kalí, tonn 1921 3 1 2 1930 472 101 203 1940 366 173 129 1950 2.365 414 735 1960 7.116 1.713 1.770 1970 12.150 2.823 3.955 1980 15.753 3.710 5.202 1990 12.474 2.757 3.931 2000 12.681 2.376 3.488 að til þess mismunandi rannsókn- araðferðir, svo sem vettvangsrann- sóknir á kölnu landi og ræktun á mismunandi grastegundum við breytilegt hitastig. Áburður Áburðamotkun bænda breyttist lítið íyrstu ár 20. aldar. Nokkur heimili notuðu sauðatað enn sem eldsneyti. Árið 1911 var farið að gera tilraunir á gróðrarstöðvunum með hvort unnt væri að nota lífræn efni, svo sem mó, fiskúrgang og úrgangs fiskimjöl sem áburð á tún, auk búfjáráburðar. Tilraunaverk- efnin sýna að þá hefur áburðar- skorturinn enn bmnnið á mönnum. Árið 1901 var í fyrsta sinn getið um byggingu geymslna fyrir bú- fjáráburð í hagskýrslum, en eitt- hvað mun þó hafa verið byggt af þeim fyrir aldamót. Alþingi örv- aði bændur til að bæta meðferð á búfjáráburði með því að styrkja byggingu haughúsa og safnþróa, með ákvæðum í jarðræktarlögun- um 1923. Æskilegt þótti að geyma saur og þvag nautgripa hvort í sínu lagi og hafa þvaggryfjur loft- þéttar til að tapa ekki köfnunar- efninu. Þegar leið á öldina, og bændur vora almennt famir að nota tilbúinn áburð, þótti ekki eins mikilvægt að varðveita köfnunar- efnið og þess vegna hættu menn að byggja sérstakar þvaggryfjur. í riti sem Olöf Björg Einarsdótt- ir tók saman, er fjallað um þær rannsóknir sem gerðar voru á notkun lifræns áburðar á Islandi 1900-1995. Á þessu tímabili vora gerðar um 110 tilraunir og athug- anir á lífrænum áburði. 1116 mæl- ingum á uppskera eftir kúamykju, sem gerðar vora 1904-1973, kom í ljós að eftir 1 tonn af mykju fengust að meðaltali 66 kg af heyi. í tilraunum, sem gerðar vora á Reykhólum og Skriðuklaustri með sauðatað undan grindum, fengust 132 kg af heyi eftir 1 tonn af taði. Um miðja 20. öld litu ýmsir bændur búfjáráburð óhýra auga en það virðist hafa breyst eftir því sem leið á öldina. Upp úr 1920 vora gerðar margar tilraunir með samanburð og sam- nýtingu á tilbúnum áburði og bú- ijáráburði. Slíkar tilraunir era erf- iðar í framkvæmd og túlkun. Efnin í búfjáráburði nýtast venjuleg best ef borið er á að vorinu, en þá er mikið annríki hjá flestum bændum og þess vegna er algengt að borið sé á að haustinu og á vetuma. Áburðarefnin tapast einnig úr til- búnum áburði við meðhöndlun, en í minna mæli en úr búfjáráburði. Árið 1898 fluttu skólastjóramir Jósef J. Bjömsson á Hólum og Jónas Eiríksson á Eiðum inn fyrstu komin af tilbúnum áburði sem vitað er að komið hafi til Is- lands. Árið 1904 var byrjað að gera tilraunir með tilbúinn áburð á Akureyri og 1907 í Reykjavik. Á áranum 1910-1914 var innflutn- ingur 1-9 tonn af tilbúnum áburði á ári. Það var ekki fyrr en 1926 að árlegur innflutningur varð meira en þúsund tonn. Forsendur fyrir aukinni notkun tilbúins áburðar vora betri samgöngur til lands og sjávar. Túnin stækkuðu úr því að vera 17.200 hektarar árið 1900 upp í 45.400 hektara árið 1950. Breyt- ingar á túnstærð og áburðamotkun urðu til þess að heyfengur jókst úr 53.700 tonnum af heyi á ári 1901- 1920 upp í 112.900 tonn á ári 1931-1940. Þess verður að geta að árferði var mun betra á seinna tímabilinu. Grasleysisárið 1918 var uppskeran aðeins 33.000 tonn af heyi. Árið 1935 var Áburðarsala rík- isins stofnuð og hafði hún einka- leyfi á heildsölu á tilbúnum áburði og vamarefnum gegn kvillum í nytjajurtum. Árið 1954 tók Altalað á kaffistofunni Eftir að Vestur-íslendingar höfðu dvalist um hríð í nýjum heimkynnum í umhverfi framandi tungumáls, enskunni, fór tilfinn- ing þeirra fyrir íslenskunni að slævast eins og eðlilegt var. Þjóðaríþrótt landans, vísnagerð- in, hélt þó hlut sínum, en fór að bera merki þess að málið átti í vök að verjast. Þessi kveðskapur varð þó langlífari en ýmislegt það sem kveðið hefur verið á betra máli. Eftirfarandi vísa er til dæm- is um það, en um höfund er ekki kunnugt. Gyðingurinn gaf mér brugg götuhornið fór á rugg. í fyrsta skipti fyrir víst fann ég þá að jörðin snýst. 23. tbl. 1982. Freyr 7-8/2004 - 77 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.