Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 82

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 82
var að nota nýjar tegundir grasa á afgirtum, sléttum og vel ábomum túnum, sem slegin voru með sláttuvélum. Gróðrarstöðvamar í Reykjavík og á Akureyri gerðu til- raunir með sláttutíma 1922-1943. Síðan hafa verið gerðar um 90 sláttutímatilraunir. Það var eink- um eftir kalárin 1970 sem mikill skriður komst á slíkar tilraunir. Eftir 1990 hafa verið gerðar marg- ar tilraunir með sláttutíma á Hvanneyri. Þessar tilraunir tengd- ust oft öðrum þáttum, svo sem heygæðum, áburðartíma, notkun áburðar á milli slátta, og hvemig hinar ýmsu grastegundir þyldu mismunandi sláttutíma. Vegna samdráttar í búskap síð- ari hluta 20. aldar hefur eyðibýl- um Qölgað mikið. A mörgum þeirra em ágæt tún sem oft em nytjuð af nágrönnum eða hrossa- eigendum úr þéttbýli. A öðmm stöðum hafa verið byggð sumar- hús á túnum, eða þau gerð að golf- völlum. Margir hafa bent á að það sé varasamt að spilla túnum og ræktanlegu landi ef efnahags- ástand heimsins breytist, t.d. vegna veðurfarsbreytinga eða ófriðar, og nauðsynlegt verði að auka matvælaframleiðslu. Hraðþurrkun á grasi og heyi Upp úr striðinu 1945 vaknar áhugi á að hraðþurrka gras hér á landi, en þá var liðinn aldarfjórð- ungur frá því að Bandarikjamenn smíðuðu fyrstu nothæfú grasmjöls- verksmiðjumar þar sem gras var þurrkað við hita frá olíubrennur- um. Árið 1948 hóf Klemenz Krist- jánsson ffamleiðslu á grasmjöli á Sámsstöðum og var framleiðslunni haldið áffam til 1960. Árið 1961 reisti SIS grasmjölsverksmiðju á Stórólfsvelli. Jóhann Franksson de Fontenai beitti sér fyrir byggingu verksmiðjunar og var verksmiðju- stjóri ffá upphafi. Árið 1970 seldi SÍS Fandnámi ríkisins verksmiðj- una og um líkt leyti var farið að framleiða þar grasköggla. Rekstri verksmiðjunar var hætt árið 1986. Bræðumir Páll og Jón Ólafssynir byggðu verksmiðju í Brautarholti á Kjalamesi, sem tók til starfa 1963 og ffamleiddi í fyrstu grasmjöl, en grasköggla ffá 1972. Verksmiðjan hætti starfsemi árið 1999. (Munn- leg heimild Páll Ólafsson.) Árið 1961 hófst stórfelld kom- rækt í Gunnarsholti á vegum Sandgræðslu Islands, Landnáms ríkisins og Áma Gestssonar, sam- fara uppbyggingu grasköggla- verksmiðju, sem tók þar til starfa árið 1963. Um starfsemina var stofnað fyrirtækið Fóður og fræ- framleiðslan sama ár. Árið 1972 hófst starfsemi gras- kögglaverksmiðju í Stórholti í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu, á vegum hlutafélags heimamanna. Landnám ríkisins yfirtók hana skömmu síðar. Árið 1988 tók hlutafélag heimamanna, Fóðuriðj- an Ólafsdalur ehf., aftur við verk- smiðjunni og rekur hana enn (2004). Graskögglaverksmiðjur voru stofnaðar af Landnámi ríkisins í Vallhólma í Skagafírði í landi Löngumýrar, Laufáss og Krossa- ness og í Flatey í Austur - Skaftafellssýslu árið 1983. Verk- smiðjan í Vallhólma var í eigu Kaupfélags Skagfirðinga frá 1986. Þær eru hættar starfsemi árið 1999. (Að hluta munnlegar heimildir Árna Jónssonar og Álfs Ketilssonar). Rúllubaggavæðingin hafði þau áhrif að bændur framleiddu betra fóður en áður og keyptu því minna af graskögglum. Á áttunda áratugnum voru flutt- ar inn nokkrar færanlegar vélasam- stæður sem möluðu og köggluðu hey, nefiidar heykögglaverksmiðj- ur. Flestar þeirra eru enn í notkun, en yfirleitt í nýju hlutverki. Túnrækt og meðferð TÚNA Á 20. ÖLD. Yfirlit 1900-1920 var meðferð túna víða svipuð og hún hafði verið öldum saman. * Túnin voru þýfð og áburðar- skortur var tilfmnanlegur. * Gróður á túnunum var svipaður og hann hafði verið um aldir. * Verulegur hluti af heyjum bænda kom af engjum. * Frá 1900 til 1920 stækkuðu tún landsmanna um 30% og nokk- uð af nýræktinni voru þakslétt- ur eða græðisléttur. * Margir bændur eignuðust hestakerrur, sem auðveldaði þeim að koma búfjáráburði á völl og heyi í tóft eða hlöðu. * Nokkrir bændur og búnaðarfé- lög eignuðust jarðvinnslutæki fyrir hesta, sem breyttu vinnu við túnsléttun. Altalaö á kaffistofunni Oskipulagt skipulag Eftirfarandi limra er tekin traustataki úr vísnaþætti í blaðinu Austra á Egilsstöðum 21. mars sl., en þátturinn er í umsjón Arn- Á hlaupum með hæla og pinna þeir hönnun og mælingum sinna. Bærinn vex ekki villt, allt er skipulagsskylt, nema skrifborðin þar sem þeir vinna. dísar Þorvaldsdóttur. “Skúringa- tæknir” hjá skrifstofu Hafnarbæj- ar í Hornafirði sendi tæknimönn- um bæjarins eftirfarandi limru að gefnu tilefni: 9. tbl. 1991. 182 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.