Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 86

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 86
- Nú héldum við að þú værir genginn af vitinu. Hvað varstu eiginlega að gera? - Eg var að taka upp þrjá steina. - Hvað á það að þýða? Það þýðir, sagði ég, að þetta er þriðja hliðið, sem við förum um. Nú ætla ég að telja hliðin, sem á leið okkar verða suður, og þá tek ég einn stein við hvert hlið og sting í vasa minn, svo ég sé viss um að ruglast ekki í talningunni. Ég lærði þessa talningaraðferð af þér Stefán, bætti ég við. Ég sá þig einu sinni vera að mæla veg, tók- stu þá upp stein við visst metratal og stakkst hjá þér. Það gladdi fé- laga mína að heyra, að ég var þó enn með öllum mjalla, og luku lofsorði á þann fróðleik, sem ég ætlaði að afla. Nú var keyrt eins hratt og vegir og bíllinn leyfðu. Stýrið lék í höndum bílstjórans og bremsur og skipting var í fína-lagi. Ferðinni var heitið helzt niður á Höfn í Hornafirði þennan dag, en Fossá í Berufírði sýndist annað og henni var að hlýða. Við vorum glaðir í bílnum, ekki var það fyrir neina aðfengna drykki, heldur var það meðfæddur eigin- leiki okkar allra að vera glaðir og gleðja. Við vorum líka að halda heim. Það beið okkar starfið á ný, og annað, sem okkur hafði verið kærast á lifsleiðinni. Klukkan tæpt níu komum við í Berufjörð. Þegar við vorum seztir þar í stofu, sagði ég að bezt væri að telja steinana úr kápuvasanum og sjá hvað ntörg hlið við vorum búnir að fara gegnum í dag. En svona athöfn gat ekki farið fram alveg formálalaust. Sagði ég því nokkur orð áður en talning byrj- aði. Að því búnu kvaddi ég votta að rétt yrði talið, þá bænduma í Berufirði, Guðmund Eiríksson og Ragnar Guðmundsson. En mér fannst þetta ekki alveg nóg. Brá ég mér því í eldhúsið til húsfreyj- anna og bað þær koma fram í stofu og verða áheymarfúlltrúar að merkri athöfn, sem þar ætti að fara fram. Talning hófst. Nú mátti mér ekki verða mismæli, sem mér hættir þó einatt við. Ég taldi í heyrandi hljóði hátt og skýrt. Einn, tveir, þrír, o. s. frv. Fjörutiu. Þið minnist þess, að ég hef kvatt votta að þessari talningu, og þið áheymarfúlltrúar, þú Marta Guð- mundsdóttir og þú Nanna Guð- mundsdóttir, að steinarnir eru fjörutíu, sem þýðir að við höfum farið gegnum fjömtíu hlið í dag. Nú vil ég bera það undir þennan söfnuð, sem hér er inni, hvort það sé ekki nærri sanni, að hvert hlið tefji umferðina í tvær mínútur. Bíllinn verður að hægja ferðina áður en hann kemur að hliðinu, og hann getur ekki komizt á full- an skrið fyrri en nokkra tugi metra frá hliði, og svo að opna hlið og loka því. Að síðustu er sá, sem opnar og lokar, e. t. v. svifa- seinn; það flýtir ekki við hliðin. Þessi uppástunga mín var ein- róma samþykkt. Svo hélt ég áfram. Af því að þið, Stefán á Hlíð og þú Kristján í Einholti, er- uð hvor um sig hreppstjórar í ykkar sveit, báðir gætnir menn og athugulir eins og hreppstjómm sæmir, vil ég biðja bílstjórann að gefa ykkur upp hvað margir kiló- metrar eru frá Egilsstöðum í BemQörð og reiknið þið svo hvað margir km em milli hliða að jafn- aði. Dæmið er reiknað. Þrír komma fjórir km milli hliða. Ég bið ykk- ur öll að minnast þess. Eftir okkar áætlun og því sem ffam er komið, hafa hliðin tafið okkur í dag um áttatíu mínútur. Nú má ég ekki skilja steinana mína eftir hér á borðinu í greina- leysi. Ég ætla að biðja þig Marta að gefa mér spotta af prjónabandi til að vefja utan um blaðið, svo steinamir hrönglist ekki í því. Bandið kom og böggullinn var vafinn og vandlega hnýtt að. Ég velti bögglinum til í hendi minni og mælti síðan: En þetta þykja mér ekki nógu góð skil á svo merkum hlut. Af því þú ert hagleiksmaður Ragnar, eins og þú átt ætt til, þá ætla ég að biðja þig að smíða fyr- Altalað á kaffistofunni Hugleiðingar um áramót E.t.v. er ekki rétti tíminn að birta áramótahugleiðingar þegar skammt lifir af vetri. Hér á eftir fylgir þó vísa eftir Jakob Jónsson á Varmalask í Borgarfirði, sem helst má flokka undir slíkar hug- leiðingar: Oft man ég helst er heilsar árið nýja, er horfi ég bæði fram og ögn til baka, svo marga synd sem mér láðist að drýgja og marga sem ég þyrfti að endurtaka. 7. tbl. 1990. Altalað á kaffistofunni Heyrst hefur, að Ómar Ragn- arsson hafi ætlað að láta eitt lag á næstu plötu sinni heita “Ég er ólétt”. Við nánari umhugsun hætti hann hins vegar við það. Honum hraus hugur við því, þegar Ragn- heiður Ásta Pétursdóttir færi að kynna í Útvarpinu: Ég er ólétt, eftir Ómar Ragnarsson. 20. tbl. 1980. | 86 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.