Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.2002, Qupperneq 34

Freyr - 01.12.2002, Qupperneq 34
Ráðstefnan HROSSARÆKT 2002 Hin árlega hrossaræktar- ráðstefna var haldin í A- sal Hótel Sögu 22. nóvember sl. Ráðstefna þessi hefur heldur betur fest sig í sessi frá því far- ið var af stað með hana fyrir tveimur árum ef marka má að- sóknina og ljóst að panta verð- ur stærsta sal Sögu að ári. Ráð- stefnugestir voru vel á annað hundrað talsins, hrossarækt- endur, tamningafólk, kennarar, dýralæknar og annað áhuga- fólk um íslenska hrossarækt. A ráðstefnunni voru á dagskrá fastir liðir, eins og umfjöllun Agústar Sigurðssonar um rækt- unarstarfið á árinu og afhend- ing viðurkenninga fyrir gæða- stjórnun í hrossarækt, auk til- nefninga til ræktunarverðlauna ársins. Þessum þáttum eru gerð skil á öðrum stöðum hér í blað- inu. Aðal tromp ráðstefnunnar að þessu sinnu voru gestafyrir- lesararnir, þau dr. Sigríður Björnsdóttir, Herdís Reynis- dóttir og dr. Þorvaldur Arna- son. Hér á eftir fer útdráttur úr erindum þeirra. Á.S. ÚTDRÁTTUR ÚR ERINDl Herdísar Reynisdóttur BÚFRÆÐIKANDÍDATS: Mælingar í STAÐ DÓMA. Frá örófi alda hafa hestamenn velt fyrir sér byggingu hrossa með tilliti til fegurðar, hreysti og hæfileika. Ræktun flestra hestakynja mið- ast við að fegra hestinn og styrkja getu hans til að inna af hendi þau verkefni sem honum eru ætluð. Fegurð er afstætt hug- tak og smekkur manna á bygg- ingu hrossa misjafn. Hlutverk hinna ýmsu hrossakynja eru sömuleiðis ólík og endurspeglar bygging hrossa að miklu leyti það hlutverk sem hvert kyn hefur verið ræktað fyrir. En þrátt fyrir að mikið hafi verið ritað og rætt um byggingu hrossa og tengsl hennar við hæfileika síðustu 200 árin er lítið til af hlutlægum eða áþreifanlegum gögnum. Almennt hefur arfgengi beina- byggingarinnar verið metið nokk- uð hátt (0,5-0,7) en mun lægra arfgengi er á einkunnum byggð- um á huglægu mati fyrir bygg- ingarþætti. Því má ætla að hlut- lægt mat með mælingum á bygg- ingarþáttum, sem tengjast æski- legum hæfileikaþáttum, ætti að koma kynbótum hrossa til góða. Nokkrir vísindamenn hafa reynt að þróa tækni til þess að mæla þessa byggingarþætti hrossa og einn þeirra er dr. Mikael Holm- ström. Hann hefur þróað tækni til að greina beinabyggingu hrossa og fá stuðul sem segir til um hvort viðkomandi hross sé líklegt | 34 -Freyr 10/2002

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.