Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 38

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 38
Kynbótasýnlngar 2002 Þátttaka Metþátttaka var í kynbótasýn- ingum á síðastliðnu ári en alls voru metin 1285 hross. Sum voru metin oftar en einu sinni en dóm- ar voru alls 1643, þar af fullnað- ardómar 1510. í 1. töflu sést þró- un í þátttöku síðustu ár. Þar má m.a. sjá að árin 1997, 1999 og 2001 erhlutdeild endurdæmdra hrossa um 12%. Landsmótsárin er hlutfallið eðlilega hærra þar, sem öll hrossin sem koma fram á landsmóti, koma a.m.k. tvisvar fram á árinu en sé tekið tillit til þess er hlutfall endursýndra hrossa svipuð. Arið 2000 sker sig þó verulega úr þar sem þriðjung- ur var endurdæmdur innan ársins. 1 1. töflu má sjá þróunina í þátt- tökunni hin seinni ár. Fyrir hrossaræktarstarfið al- mennt skiptir mjög miklu máli að sem stærstur hluti úr hverjum ár- gangi komi til dóms þannig að upplýsingagrunnurinn sé sem allra víðtækastur. Auðvitað er ljóst að þau hross, sem koma til dóms, eru aðeins hluti stofnsins og allnokkuð valinn. I 2. töflu er Óskráð (m.v. foröagæslu) 1. mynd. Hlutdeild skráðra og dæmdra hryssna í árgöngum 1992- 1996. listað upp eftir árgöngum og kyni þróun mála í þessum efnum. Ekki er farið lengra en til 1996 enda er eftir það farið að gæta þess veru- lega að hross eru hreinlega ekki komin enn til dóms. Það er afar athyglivert hversu stór hluti af skráðum hrossum kemur til dóms, en þar eru auð- vitað hryssumar mun marktækari þar sem sárafáir geldingar eru dæmdir af augljósum ástæðum. A 1. mynd er þetta ennþá skýrara en þar em teknir saman hryssu- árgangamir frá 1992-1996 og skoðað hlutfall dæmdra út frá skráðum hrossum og óskráðum. Þama er því tekinn inn sá hluti úr viðkomandi árgöngum sem sam- kvæmt forðagæsluskýrslum er óskráður í landinu. Þama kemur hið óvænta í ljós, þ.e. hversu yf- irgnæfandi hluti hrossastofnsins er í raun og veru skráður í upp- mnaættbók íslenska hestsins - Feng. Einungis 9% fæddra hrossa á þessu árabili er óskráður, þ.e. ætt uppmni og aðrar gmnnupp- lýsingar. Annað, sem er ánægju- legt, er að rúmlega ljórðungur allra fæddra hrossa er með dóm sem þýðir að við höfúm gleggri mynd af stofninum hvað dóms- eiginleikana áhrærir en margur hefði talið. Telja má að folalda- fjöldi samkvæmt forðagæslu- skýrslum sé nú til dags mjög ná- lægt raunvemlegri tölu og því gefi þetta rétta mynd. Takmarkið er auðvitað að upp- lýsingar liggi fyrir um sem stærstan hluta stofnsins á hveij- um tíma en auðvitað hlýtur samt sem áður ákveðin síun að eiga sér stað af hagkvæmnisástæðum þannig að aldrei verður hægt að ætlast til þess að öll hross komi til dóms. I 3. töflu er yfirlit um einstakar sýningar ársins þar sem ffam 1. tafla. Þátttaka í kynbótasýninqum síðustu árin 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Heildarfjöldi dóma 1429 1473 1134 1771 1226 1643 Fjöldi fullnaðardóma 1236 1304 979 1578 1049 1510 Hross fullnaðardæmd 1101 1108 878 1185 940 1285 Endursýnd innan ársins 12% 18% 12% 33% 12% 18% 2. tafla. Fjöldi skýrslufærðra hrossa og hlutdeild sýndra í hverjum árgangi 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Skráðar hryssur 3185 3478 3428 3251 3255 2965 -þar af með dóm 38% 36% 32% 27% 28% 22% Skráðir hestar 3127 3122 3187 2940 3052 2834 - þar af með dóm 12% 14% 10% 14% 11% 13% | 38-Freyr 10/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.