Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 6

Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 6
2 ELEKTRON. þarf að geta náð til allra símanot- endanna í miðstöðinni. Af þessu skilst að miðstöðvarborðin verða liltölulega dýrari eftir því sem símanotendurnir verða fleiri. Það er einnig margsannað, að meðal samtalafjöldi hvers símanot- enda er miklu hærri í stórum bæj- um en smáum, og þarf þar af leið- andi tiltölulega fleiri símaþjóna til að afgreiða. Afgreiðslan verður ennfrem- ur 2—3 sinnum dýrari í þeim bæj- um, þar sem eru margar miðstöðvar (t. d. hér í Reykjavík, A og B-stöð) og þarf þá tvær simastúlkur til að afgreiða hvert samtal, þar sem aftur á móti á minni stöðvum nægir ein. Fyrir hálfu öðru ári voru sett upp hér í Reykjavík 2 miðstöðvarborð, sem viðauki við gömlu stöðina, en sökum þess, að ekki var rúm fyrir þau í herbergi því, sem hún er, varð að hafa þau á annari hæð í húsinu. Urðu við þetta 2 miðstöðvar, A og B slöð. Margir héldu að afgreiðslan myndi batna við þetta, en svo reynd- ist ekki, heldur varð nú óþægilegra og tafsamara fyrir símanotendurna, að þurfa að fá samband í gegnum tvær miðstöðvar, en við þetta vanst, að flestir þeir sem þá biðu eftir síma gátu nú feugið hann. Undanfarin ár hafði verið bætt við í gömlu borðin miklu fleiri símanotendum, en þau gátu með góðu móti borið, svo að hver stúlka hafði að meðaltali 25 númerum meira en meðalafgreiðsla þolir, og þar sem ekki var hægt að flytja neitt af þessum númerum yfir í B-stöðina gat engin bót orðið á af- greiðslunni, og getur ekki orðið, fyr en hægt er að bæta við fleiri borð- um. Miðstöðvarborðin hér eru í tekn- isku lilliti orðin afarlangt á eftir tím- anum og margir gallar á þeim, sem ekki er hægt að bæta úr, nema með miklum kostnaði, sem þó myndi ekki borga sig. Árið 1915 fékk landsímastjórinn loforð landsstjórnarinnar fyrir gamla landsbankahúsinu, undir símastöðina, og hafði þá einnig lagt drög fyrir, að keypt yrði ný miðstöð, sem sett yrði þar upp, en sökum þess hve tímarn- ir urðu erfiðir, sá landsstjórnin sér ekki fært að leggja fram fé til við- gerðar á húsinu og þar við situr enn. Stöð sú, sem landssímastjórinn mun hafa haft í hyggju að fá hingað, var að nokkru leyti sjálfvirk, en síðan hafa verið gerðar miklar umbætur á slíkum stöðvum. Nú á síðustu árum hafa alsjálfvirkar miðstöðvar rutt sér. mjög til rúms, sérstaklega í Ameríku. Einnig liafa verið settar upp nokkrar slíkar stöðvar á norðurlöndum, t. d. í Kristianiu, Bergen, Kaupmannahöfn (smástöðvar) og á fleiri stöðum og hafa alstaðar reynst ágætlega. í’ær hafa þann mikla kost, að þær spara að öllu leyti símaþjóna. Þar gefa símanotendur sér sjálfir samband við það númer sem þeir óska, á þann liátt, að þeir snúa töluskífu sem er föst við símaáhaldið. Það er of langt mál að skýra frá slíkum stöðvum í þessari grein, en eg mun leitast við að gera það seinna, hér í blaðinu. Rað sem aðallega mun vera í veg- inum fyrir því, að Reykjavík fái nýja miðsföð, sem uppfyllir kröfur tím- ans, er húsnæðisleysi, en vonandi er að brátt fari að batna í búi, svo að biðin verði ekki alt of löng. Sæsímaslit. Sæsíminn milli íslands og Færeyja slitnaði þ. 24. janúar s. 1. og komst ekki í lag aftur fyr en 12. febrúar, eða eflir 19 daga. Meðan á biluninni stóð, annaðist

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.