Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 7

Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 7
.-12—J ÉLEKTRON. 3 loftskeytastöðin í Reykjavík alla af- greiðslu við útlönd. Skeytaviðskift- unum var komið þannig fyrir, að Reykjavík afgreiddi skeyti til stöðv- anna í Bergen og Stonehaven á ákveðn- um tímum, eða 12 kl.st. á sólarhring við hvora stöð, og þetta skiftist aft- ur í sex tímabil. Veðurskeyti og önn- ur skeyti til Færeyja voru einnig send tvisvar á dag til loftskeytastöðv- arinnar i Þórshöfn, en Þórshöfn kvitt- aði fyrir móttöku skeytanna yfir Eng- land, þar eð stöðin i Þórshöfn er ekki nægilega aflmikil til þess að hægt sé að heyra hana hingað. Fyrstu 2 eða 3 sólarhringa voru öll skeyti, sern áttu að fara til Norð- urlanda og Austur- og Mið-Evrópu send yfir Bergen, en þau sem áttu að fara til Vestur-Evrópu og Ame- ríku voru send yfir Stonehaven, en að þeim tíma liðnum gat Stonehaven ekki lengur tekið á móti öllum skeyt- um frá Vestur-Evrópu og Ameríku og voru þau því sömuleiðis send yfir Bergen. Til þess því að jafna vinn- unni niður á stöðvarnar varð einnig að senda dönsk skeyti til íslands yfir Stonehaven, og þannig var af- greiðslunni hagað það sem eftir var tímabilsins. Yfir höfuð verður ekki annað sagt, en að loftskeytastöðin hér afgreiddi viðunanlega öll skeytaviðskifti með- an á simabiluninni stóð, þótt stund- um yrðu skeytin sólarhrings gömul eða eldri milli nágrannalandanna. Hinn 12. febr., þegar sæsímaviðgerð- inni var lokið voru aðeins um 50 skeyti óafgreidd á loftskeytastöðvun- um. Starfsfólkinu við loftskeytastöð- ina hér var fjölgað um 3, þannig að þar voru 6 manns meðan á sæsíma biluninni stóð, og sömuleiðis var fengin aðstoð til að færa skrár yfir skeytasendingar o. fl. Þótt loftskeylastöðin nokkurn veg- inn fullnægði þörfinni í þetta sinn, iná ekki þaraf draga þá ályktun, að stöðin hér, sem er aðeins 5 kilowatt- stöð, fullkomlega geti tekið við af sæsímanum. Símabilunin í þelta sinn varð á þeim tíma árs, sein viðskiftin eru minst, eða hér um bil helmingi minni en viðskiftin að sumrinu til. í febrúar 1920 fóru t. d. 108,000 orð milli íslands og útlanda, en í ágúst og september s. á. var orðafjöldinn 195,000. Þarvið bætist að afgreiðsla loftskeyta er töluvert auðveldari í dimmu en í birtu. Það var líka á nóltunni að flest skeyti voru afgreidd héðan i þetta sinn. Langdrag stöðva er alment álitið meira á nóttunni (þegar nóllin er diinm), en á daginn. Miklar líkur eru því til að ætla, að stöðin hér mundi ekki geta afgreilt að sumrinu til nema helming á við það, sem hún getur afgreitt að vetrinum til, það er að segja aðeins V4 part af sumarviðskiftunum, jafnvel þótt unn- ið væri á stöðinni 24 kl.st. á sólar- hring. Loftskeytastöð sem fullkomlega gæti tekið við af sæsímanum og haft örugt samband við útlönd, yrði því að minsta kosti að vera þrisvar sinn- um aflmeiri en hin núverandi stöð er, og þar að auki yrði hún að vera útbúin með hraðsendingar- og hrað- móttöku-tækjum; einnig. yrði að vera samsvarandi stöð erlendis sem ein- göngu væri ætluð til símskeytavið- skifta við ísland. Tala afgreiddra skeyta til og frá loftskeytastöðvunum í Bergen og Sto- nehaven er þannig: Til Bergen gjaldskyld orð 2245572 Frá — ----— 6062 Til og frá Bergen gjaldfrjáls orð...................... 1797 Samtals 3031472

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.