Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 8

Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 8
i ELEKTRÖN. Til Slonehaven gjaldsk. orð 5173 Frá — — — 21561 Til og frá Stoneh. gjaldfrj. — 784 Samtals 27518 Til Færeyja voru send alls 1333 Samtals voru þvi afgreidd 59,16572 gjaldskyld og gjaldfrjáls orð. í fljótu bragði virðist það ef til vill svo, sem loftkeytaslöðin í Reykja- vík hafi allmiklar tekjur af þessum skeytasendingum, þareð 35—50 aura gjald er greitt fyrir hvert gjaldskylt orð. En því er þó ekki þannig varið, því tekjurnar eru tæplega meiri en svo, að þær hrökkvi fyrir útgjöldun- um. Fyrir hvert orð, sem sent er hing- að eða héðan um Bergen Radio, til eða frá Danmörku (en við Danmörk er nálega lielmingur allra erlendra símaviðskifta Islands), er hluti loft- skeytastöðvanna aðeins 23 centimes, þar af ber loftskeytastöðinni í Reykja- vík IIV2 ctms. Fyrir skeytaviðskifti fslands og Danmerkur send um Stone- liaven, skiftast 10 centimes jafnt milli loftskeytastöðvanna. Fyrir skeytavið- skifti við Noreg ber loftskeytastöðv- unum 10 ctms. hvorri; við England I2V2 ctms. hvorri, ef hægt er að senda þau skeyti um Stonehaven, en 5l/a ctms. séu þau send um Bergen. Að meðaltali verður því hluti loft- skeytastöðvanna ekki meiri en um 20 centimes fyrir hvert gjaldskylt orð, þar af ber loftskeytastöðinni hér helm- ingurinn, eða um kr. 4000,00 fyrir öli skeytaviðskifti meðan á síðustu sæ- simabiluninni stóð. f*að virðist því full ástæða til að íhuga nákvæmlega þetta fyrirkomu- lag, þegar að því kemur að síma- samband íslands við umheiminn verð- ur endurskoðað. Sæsíminn milli íslands og Skot- lands hefir bilað alls 6 sinnum. f fyrsta skifti slitnaði hann milli Fær- eyja og Shetlandseyja þ. 6. júlí 1907, skamt norðan við Shetlandseyjar og var gert við hann 12. s. m. Næsta sinn slitnaði hann 8. des. 1911, milli Færeyja og íslands, um 40 sjómílur norður af Færeyjum. Gert við 16. s. m. Þriðja sinn slitnaði hann 7. febr. 1916, milli Færeyja og íslands, um 10 sjóm. fyrir norðan Færejrjar. Gert við 9. marz. Fjórða sinn slitnaði þ. 25. ágúst 1918, milli Færeyja og Shetlandseyja, um 10 sjóm. sunnan við Færeyjar. Gert við 13. sept. Fimta sinn slitnaði þ. 14. ág. 1919, á sama slað og 1918. Gert við 23. ágúst. F. I. S. Aðalfundur félags íslenskra sítna- manna var haldinn 11. febr. 1921 kl. 9. e. h. í Iðnó. Dagskrá samkvæmt félagslögunum. Auk þess lágu fyrir lillögur frá formanni um breytingar á lögum félagsins. Rætt um framtíð málgagns félagsins, Elektron. Rætt um styrktarsjóð félagsins. Bókasafn félagsins. Önnur mál er upp kunna að verða borin. Formaður setti fund og kvaddi hr. stöðvarstjóra Guðmund Eyjólfsson til fundarstjóra, en þar sem ritari félagsins var fjarverandi, var Hall- grímur Matthíasson kosinn ritari. Síðan var fundargerð síðasta fundar lesin upp. Formaður kom með nokkr- ar athugasemdir og skýringar á fund- argjörðinni sem síðan var samþykt. Þar næst skýrði gjaldkeri frá fjár- hag félagsins. Tekjur á árinu voru kr. 1159,50, þar af kr. 450,68 í sjóði frá fyrra ári, en gjöldin voru kr.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.