Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 9

Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 9
ELEKTRON, S 497,90, þar af veitt til Elektron kr. 332,88, í sjóði við árslok kr. 661,60. Þá skýði formaður frá hag blaðs- ins Elektron og sýndu reikningar að blaðið bafði borið sig með áðurgreind- um styrk fr^á félaginu, og gat bann þess, að tvö síðustu tbl. hefðu ekki komið fyr út en eftir áramót 1919 — 1920, sumpart sökum anna í prentsmiðjunni og einnig, að þegar síðasta tlb. var í prentun, fór rit- stjórinn utan, en er bann kom heim aftur i maí var blaðið enn ekki full- prentað. Gekst hann þá þegar í að koma því út, en þar sem naumur var tíminn, var ekki hægt að útvega auglýsingar og að mestu leyti af þeim ástæðum þurfti blaðið að fá meiri styrk frá félaginu en ella. Enn fremur gat hann þess að á árinu hefði prentun og prentkostnaður aukist mjög og á margan hátt verið erfiðara að gefa út blaðið, en árið áður. Mælti hann með því, að lán það er blaðið hafði fengið hjá fél- aginu, þyrfti ekki að greiða aftur, en væri greitt sem auka styktur til þess, og var það samþykt. Síðan var gengið til stjórnarkosn- ingu og var Gunnar Schram endur- kosinn í einu hljóði. Þar sem gjald- keri félagsins Margrét Friðriksdóttir liafði sagt upp stöðu sinni við lands- símann frá 1. mars næst komandi og þar með yrði ekki frá þeim tíma lengur meðlimur félagsins, var stungið upp á Oltó Jörgensen í heunar stað enn fremur sem þriðja stjórnanda Andrési Rormar og voru þeir kosnir í einu hljóði. í varastjórn hlulu kosningu þau Gróa Dalhoff og Hall- grimur Malthiasson. Endurskoðendur voru kosnir Viggó Snorrason og Daníel Jóhannson, og varaendurskoð- andi Snorri Arnar. Næsta mál á dagskrá, var um framtíð Elektrons. Formaður tók fyrstur til máls og skýrði frá, að margir meðlimir félagsins hefðu skorað á stjórnina að reyna að vekja Elektron upp að nýju, ef hún sæi sér það á nokkurn hált fært. Kvað formaður mikla örðugleika, á því að gefa úl blað á þessum tímum, þar sem pappír og prentkostnaður væri svo afskaplega mikill, en sér fyndist þó að með góðri samvinnu meðal allra félagsmanna, ætti að vera hægt að gefa út blaðið, sæmilega úr garði gert, og taldi það strax stóra bót, þótt það kæmi ekki eins oft út árlega og undanfarið, meðan svo erfiðir voru tímar. Sagðist hann hafa hugs- að málið og fyndist heppilegast að blaðið kæmi út ársfjórðungslega, en það yrði þá helmingi stærra en vana- lega, minst 16 siður í hvert sinn. Taldi hann að félaginu væri nauðsyn- Iegt að hafa slíkt málgagn til að ræða mál sín og væri hér sérstaklega ástatt þar sem félagar væru dreyfðir út um alt land og gælu því annars ekki fylgst eins eins vel með félagsmálum og skyldi. Enn fremur taldi hann það stefnu blaðsins að vekja áhuga félagsmanna á símafræðum, bæði með því að rita greinar um slík efni í blaðið og á annan hátt að stuðla að mentun símamanna. Hingað til hefðu félagsmenn verið afar daufir með það að styrkja blaðið, hvað greinar snertir, en það væri kanske eðlilegt, þar sem hingað til hefðu verið tiltölu- lega fáir karlmenn í félaginu, en nú á siðasta ári hefðu milli 10 og 20 ungir menn gengið i félagið og hann vonaði að þeir myndu fá mikinn áhuga á félagsmálum og gætu borið blaðið uppi í framtíðinni. Því næst tók Otto Jörgensen til máls og kvatti mjög að blaðið yrði gefið út að nýju þó með því skilyrði, að fyrv. ritstj. Gunnar Schram fengist til að verða ritstjóri þess áfram. Formaður lofaði

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.