Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 14

Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 14
10 E L E K T R 0 N . þeim notum er vera ber, verður hann að vera þannig útbúinn að menn geti fyrirhafnarlítið notað hann. Verð- 4. mynd. -WMWWWHÍ 0 ur því að koma þessum umskift- unum þannig við, að þær verði nokkurnveginn sjálfkrafa, og hefir það tekist. 4. mynd sýnir einna algengustu aðferðina í tækj- um hér á landi. A og B eru vogarstengur, sem mynda samband ýmist við fjaðrirnar 1 og 2 eða F, eftir því hvort heyrnartólið hvílir á gafflinum G, eða ekki, D eru gormar, sein menn sjá hvernig verka, og E er e-bonitstykki sem er til þess að gormarnir myndi ekki skammhlaup á vogar- stengurnar. Nú getum við tekið alt áhaldið til athugunar; teikn- ingar af þvi eru sýndar með 5. mynd. Aðalmyndin sýnir teikningar af taugunum, eins og þær liggja í því, og litla myndin uppi í vinstra horn- inu sýnir, á einfaldari hátt, þessa sömu tilhögun. /tákn- ar hringirinn, K bjölluna, A og B eru vogarstengurnar sem sýnd- ar eru á 4. mynd, F, 1 og 2 snerti- fjaðrirnar, P og S eru innri og ytri vindingar íleiðsluvefjanna, M talfærið, R rafvirki, T heyrnartólið, Li og L2 línan, J grunnsamband og E eldinga- vari. N er skammhlaupshnappur, sem þrýst er á til þess að hleypa hring- ingarslraumnum fram hjá bjöllunni, svo að hann veikist minna. Ménn nota hann einnig til þess að heyra betur. Selur hann þá skammhlaup á ytri vindingar íleiðsluvefjanna, svo að að- komni talstraumurinn verður sterkari. 0. iiiyml.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.