Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 16

Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 16
12 ELEKTRON. greiðslunni, eins og gefur að skilja, en þó slíkar skammstafanir hafi að eins verið notaðar við umgetin tæki- færi, mælir alt með því, að þær sé einnig notaðar endranær. Sumar setningar, og þá sérstaklega kveðjur, eru þær sömu í fjölda inn- lendra skeyta, t. d. »góð liðan, kær kveðja« o. s. frv., sem skammstafa mætti: »g 1 k kv«. Er óþarfi að taka hér lleiri dæmi, né koma fram með uppástungur um þær helztu skamm- stafanir sem nota mætti, því það er alt af hægt að gera, þegar þörfk refur. í Ameríku eru skammstafanir not- aðar gríðar mikið; einnig við morse- og sounderafgreiðslu. Er það algengt að símritararnir rita skeytin niður eftir heyrn, á ritvél, en eins og kunn- ugt er, geta vanir vélritarar, ritað mörgum sinnum fleiri orð á mínútu, en hægt er að senda með morse-lykli. Ætla má, að viðkomandi símstjórnir myndu ekki leyfa mikla notkun skammstafana, ef afgreiðslan yrði við það að nokkrum mun ótryggari. Mér finst að mál þetta sé vel at- hugavert, því alt það sem flýtt getur fyrir afgreiðslunni, er sjálfsagt að taka upp, og ætli landssímastjórinn að taka fegins hendi öllum þeim bendingum, sem horft geta til bóta afgreiðslunni og öðru því er lands- símanum viðkeinur. Loftskeytastöðvar á skipui. Nú á þessum síðustu árum liefir tala þeirra skipa, sem útbúin hafa verið með loftskeytaáhöldum, æ farið fjölgandi, og þó sérstaklega á þessum 2 síðustu árnm, því á meðan á stríð- inu stóð, var oft erfitt að útvega loftskeytaáhöld. Mönnum hefir altaf orðið það ljós- ara og ljósara, hvílíkt gagn það er, að hafa loftskeytastöðvar á skipum, því fjöldi dæma sýna, að bæði skip- um og mönnum hefir verið bjargað, einuDgis sökum þess að hægt var að kalla á hjálp tímanlega, með loft- skeytum, og þó er ótalið alt annað gagn sem að þeiin er. Englendingar hafa nýlega gefið út lög, um að hvert það skip, sem kem- ur í enska höfn, og er 1.600 smá- leslir að stærð, eða þar yfir, sé skylt að hafa loftskeytatæki. Þetta hefir orðið til þess, að eftirspurn á loft- skeytastöðvum til skipa hefir orðið gríðar mikil, og má búast við, að bráðlega verði hert enn betur á lög- unum, og minni skip skylduð til að hafa slík tæki. Síðan loftskeytastöðin var bygð hér í Reykjavík, hafa nokkur íslensku millilandaskipin og nú á siðasta ári einnig nokkrir botnvörpungar fengið loftskeytatæki, og ennfremur Þór, björgunarskip Vestmannaeyinga. Þó Þór hafi ekki starfað langan tíma enn, þá hefir hann þó komið tvisvar skipum til hjálpar, sem hafa kallað á hann með loftskeytum, en sem að öðrum kosti hefðu orðið að leita hafnar. Má af þessu sjá hvílíkur feng- - ur það er, að hafa loftskeytastöð á skipum, því þó að liún kosti nokkr- ar þúsund krónur í fyrstu og útheimti sérstakan mann á hinum stærri skip- um, lil að gæta hennar, þá getur hún margfalt greitt þann kostnað, þegar óhapp ber að höndum. Eftirtöld íslensk skip hafa loft- skeytaáhöld: Gullfoss....................Merki Tfg Þór.......................... — Tfi Egill Skallagrimsson . . — Tfj Lagarfoss ...... — Tfl Þórólfur..................... — Tfo Skallagrímur .... — Tfr Sterling ...... — Tfs 'i-

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.