Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 19

Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 19
ELektröN. 15 Evrópa. Talsímar Meðaltala 1919 ibúanna á Austurríki . . . 114,075 hvern síma' 83 Belgía . . . . . 38,000 198 Búlgaria . . . 4,378 1,256 Czecho-Slovakia 54,000* 240 Danmörk . . . 238,000' 12 Esthonia . . . 1,896 253 Finnland . . . . 35,000* 86 Frakkland . . . 599,519 104 Þýzkaland . . . 1,767,156 32 Stóra Bretland . 911,909 49 Grikkland . . 2,000* 3,000 Ungverjaland . 60,000* 200 ísland 2,033 43 Ítalía . 99,637 375 Luxemburg 5,190 50 Niðurlöndin . . 142,000' 47 Noregur . . . . 133,000 20 Pólland .... . 36,000 361 Portúgal . . . . 14,000 700 Rúmenía . . . . 20,000* 850 Rússland . . . . 200,000* Spánn 75,000* 266 Svíþjóð . . . . . 388,794 14 Sviss . 138,843 27 Tyrkland . . . 6,078 4,886,000 82 Af þessari skjTrslu sést, að Dan- mörk hefur tiltölulega ílesta síma eða 1 síma á hverja 12 íbúa. Pá kemur Svíþjóð næst með 1 á hverja 14 í- búa o. s. frv. og ísland verður nr. 6 í röðinni með 1 síma á hverja 43 í- búa. Lengsti jarðkaball heimsins. Jarð- kaball sá er tengir saman Boston og Washington er 450 enskar mílur að lengd og er lengsla neðanjarðar rit- síma og talsímasamband í heimi. í Svíþjóð er nú verið að leggja neðan- jarðar ritsíma og talsímakabal milli Stokkhólms og Gautaborgar og verð- ur hann 320 mílna langur. Myndasimi Hermod Petersens yfirverkfræöings. Dagblöðin gátu fyrir nokkru um nýjan uppfund sem Hermod Petersen yfirverkfræðingur hjá norsku síma- stjórninni hefir sýnt nýlega, til þess að síma með myndir o. fl. Sökum þess að verið er að leita einkaleyfis á tækjum þessum, hefir enn eigi verið skýrt greinilega frá hvernig þeim er háttað, en aðal- drættirnir í þeim eru jæssir. Myndinni, sem á að síma, er komið á málmsívalning er það gerl með sameinuðuin Ijós og efnafræðis- áhrifum og eigi ólíkt þeirri aðferð sem tíðkast við prentmyndagerð m. ö. o. myndin er látin »jetast« á sívalningin. Pað uppjetna er síðan fylt einangrandi efni. Sívalningurinn er þá settur í áhald er snýr honum jafnt og jafnframt strýkst straumfara fjöður eftir honum. f hvert sinn er fjöður þessi strýkst yfir einangrunina slitnar straumurinn. Á viðtökustöð- inni er líkur útbúnaður. A sívaln- ingnum þar er hafður ljósnæmur pappír og í hvert sinn er straumur- inn slitnar eða myndast, verður pappirinn fyrir Ijósáhrifum. Tæki þessi verða því að vera í algerðu myrkri. Að viðtökunni lokinni er pappírinn tekinn út og farið með hann á svipaðan hátt og þegar ljósmyndir eru framleiddar; kemur þá myndin fram á honum. Á þennan hátt er auðvitað alveg eins hægt að senda beii símskeyti, hvort sem þau eru hand- eða vélrituð og tekur það, að sögn, miklu skemri tíma heldur en með hraðvirkustu prentsímum nútímans. Það er svo sem gefið, að sívaln- ingarnir á sendi og viðtökustöðinni verða að snúast alveg eins og með

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.