Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 20

Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 20
fe L E K T R 0 M . 18 sama liraða (synchront) og hefir það verið erfiðasta viðfangsefni þeirra er áður hafa fengist við líkar tilraunir, en nú síðustu árin hefir í því tilliti komið góð hjálp sem hr. Hermod Petersen hefir notfært sér, þ. e. »Audion« lampinn. Sérfræðingar sem hafa séð og reynt tæki þessi, fullyrða að þau muni eiga mikla framtíð fyrir sér og valda miklum breytingum á ritsímaafgreiðsl- unni; til þess að gæta þeirra þarf lieldur fátt fólk og þarf það auðvitað ekki að kunna símritun. Áhöldin hafa verið reynd á 1800 km. langri línu og gefist vel á þeirri vegalengd. Hver sívalningur á að geta tekið um 1800 meðalorð (9000 stafi) og er 20 mínútur að senda þau frá sér. Heim- ildir minar geta þess eigi, hvort hægt sé með þessum útbúnaði að síma ljósmyndir, svo vel sé. Hlýtur það að vera mun erfiðara en þó líklega eigi ókleyft. Fyrir svo sem 6—7 árum sá ég í amerísku tímariti einkaleyfislýsingu á útbúnaði er mjög líkist þessum. Ivom hann aldrei að notum í daglegu lífi og var það vegna erfiðleika á að »synchronisera« sendi og viðtöku- tækin. Pá var »Audion« lampinn nokkuð nýr og lítt þektur. Petersen notar hann bæði til þess að »syn- chronisera« og eins til þess að efla strauminn á viðtökustöðinni. Breyti- straumur er notaður eingöngu í tækjum þessum, bæði til sendingar og »synchroniseringar«. Elektron mun siðar meir geta flutt lesendum sínum nánari lýsingu á útbúnaðinum. Ó. B. A. Molar. líeksiur norska ríkissímans. Á rekstri símanna í Noregi hefir árið 1919—1920 orðið 1,250,000 króna tekjuhalli. Árið 1920 — 1921 er áætlað að tekjahallinn verði 7,5 miljónir króna með hækkuðuin símagjöldum, en 13,8 milljónir kr. með óbreyttum gjöldum. Viðhald línanna árið 1918—1919 kostaði 1,9 miljón kr., en áætlað er, að það muni nema 9 milj. kr. árið 1920 — 1921. Viðhald og endurbætur á stöðvunum kostar þessi ár tiltölu- lega 0,8 og 6 milj. króna. Talsímagjöid í Bergen, sem hefir aisjálfvirka miðstöð, eru 280 kr. um árið, fyrir jafnt verzlunar, sem einka- síma. í Larvik, þar sem er handvirk (magneto) miðstöð, er afnotagjaldið 260 kr. um árið fyrir verzlunarsíma, en 130 kr. fyrir einkasíma. Talsímagjöldin í Kristianíu hafa nýlega verið hækkuð uppí 300 kr. í Kaupmannahöfn er talsímagjaldið 400 kr., fyrir alt að 8000 samtölum. í Stokkhólmi og Gautaborg er það 420 kr. um árið fyrir alt að 8000 sam- tölum og 500 kr., ef farið er þar fram yfir. í Noregi er reiknað 500 kr. auka- uppsetningargjald hjá talsímanotend- um, sem búa lengra en 1 km. frá stöð- inni, ef línan er sett á stauraröð sem fyrir er. Ef setja þarf upp nýja staura- röð, kostar liún 1400 kr. á hvern km., fyrir utan þræði og einangrara. jMP Næsta blað kemur út í júni. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.