Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 10

Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 10
24 ELEKTRON. gera við svona kefli, heldur senda það til Reykjavíkur og fá nýtt í þess stað. í þessum kafla liefi ég leitast við að gera ljóst hvernig heppilegast sé að fara að við prófun og viðgerð bil- aðs talfæris. Til þess að fá nokknrn ábyggilegan árangur af prófuninni, er nauðsynlegt að fara eftir vissum regl- um, og er þá sjálfsagt að byrja að leita þar sem mestar eru líkurnar. í næstu köflum mun ég taka fyrir aðra hluta talsímatækisins. Það hefði einhverntíma þólt tíð- indum sæta og verið saga til næsta bæjar, að söngur og hljóðfærasláttur í Lundúnum hafi heyrst suður á Melum, en þetla er þó tilfellið. í sumar, þegar einn loftskeyta- mannanna á loftskeytastöðinni hér í Reykjavík var að hlusta eftir skeyt- um, heyrði hann alt í einu hljóð- færaslátt í fjarska. Hann áltaði sig ekki strax á hvað þetta var og hélt að sig væri að dreyma. En þegar hann fór að hlusta betur og stilla loftskeytaáhöldin, heyrði hann mun gleggra hljóðfærasláttinn. Rétt á eftir heyrði hann karhnann syngja, og gekk þeita nokkra hríð og skemti hann sér ágætlega við þenna einkennilega hljóðfæraslátt. í nokkra daga á eftir heyrðist slíkur hljóðfærasláttur á sama tíma. Seinna kom það í Ijós, að þessa daga höfðu verið gerðar tilraunir í Lundúnum, með að senda hljóðfæraslátt þráð- laust, og liafði hann heyrst víðsvegar á loftskeytastöðvum nágrannaland- anna. Slíkar tilraunir hafa einnig oft ver- ið gerðar í Ameríku. T. d. söng hin fræga ítalska operu-söngkona, frú Lo- uise Tetrazzini fyrir flota Bandaríkj- anna, þ. 3. des. s. 1. Hún var þá stödd í New-York, í Hotel Mc. Alpin. þar söng hún í þráðlausan talsíma og gátu öll skip, og aðrir, í alt að 500 mílna fjarlægð og sem stilt höfðu loftskeytaáhöld sín, heyrt hinn ágæta söng hennar. Prestur nokkur í Ameríku hefir ný- lega tekið upp á því að halda ræðu þráðlaust á hverjum sunnudegi, fyrir alla loftskeytamenn í alt að 500 mílna fjarlægð frá heimili hans, en hann getur þó ekki orðið þeirrar ánægju aðnjótandi, að sjá framan í »kirkju- fólkið«. Við heyrum á hverjum degi eilt- hvað nýtt, sem táa hefði dreymt um fyrir nokkrum árum, en við yptum þá bara öxlum og segjum: »Ja — hvað er það sem þeir geta ekki«; og erum hættir að verða hissa þó við heyrum hinar furðulegustu sögur sem þó eru raunverulegar. Eftir nokkurn tíma sjáum við ef til vill auglýst í blöðunum, að hinn heimsfrægi söngmaður Caruso syngi í kvöld í Lundúnum og þeir sem vilji hlusta á hann þurfi ekki annað en koma í leikhúsið, og þar heyrum við til liins heimsfræga söngmanns, eins glögt og liann væri þar sjálfur staddur. Um sömu mundir verða allir »grammofonar« komnir úr »móð«, en í þeirra stað hefir hvert heimili fengið sér þráðlausan talsíma og með- hjálp hans heyrt beztu söngmenn og hljóðfæraflokka heimsins. í*að gerist nú og liefir gerst á síð- ustu árum margt furðulegt á sviði

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.