Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 14

Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 14
28 ELEKTRON. altali 1000 orð daglega frá Frakk- landi og Þýzkalandi, beint til eigin móttökustöðvar blaðsins í Chicago. Philadelphia Public Ledger sendir álíka mörg orð með loftskeytum og hefir einnig sína eigin móttökustöð, í Phi- ladelphia. New York World fær allar sínar fréttir frá Frakklandi með loft- skej'tum, eins og flest önnur stórblöð Ameríku, og eiga mörg þeirra eigin loftskeytastöð. Daglega eru send frá Frakklandi um 10000 orð til blaða og fréttastofa í Ameríku, og álíka mikið mun vera sent þangað frá Þýzkalandi. Gjaldið frá Frakklandi er 58 centimes fyrir orðið. Ameríksku fréttaritararnir eru mjög ánægðir yfir, hve afgreiðslan gengur fljótt og vel. Það kemur sjaldan fyrir að skeytin tefjist neitt að ráði, og koma að mestu orðrétt fram. París, sem vinnur við hina aflmiklu stöð i Bordeaux, er orðin nokkurs- konar miðstöð fyrir skeytasendingar frá Evrópu til Ameríku, því hún tek- ur upp flestöll skeyti þangað frá ítalu, Spáni, Suður-Evrópu og Miðjarðar- hafslöndunum. (Eftir Telegraph and Telephon Age). Sumarleyfin í Þýzkalandi. Samkvæmt Deutsche Poslzeitung gengu eftirfarandi reglur í gildi um siðastu áramót, yfir sumarleyíi starfs- manna ríkisins. Starfsmönnunum er skift í 4 flokka. a. Innan 30 ára 21 dag, 30—40 ára 24 daga, yfir 40 ára 31 dag. b. Innan 30 ára 24 daga, 30 — 40 ára 28 daga.'yfir 40 ára 31 dag. c. Innan 30 ára 28 daga, 30—40 ára 31 dag, yfir 40 ára 35 daga. d. Innan 30 ára 35 daga. 30 — 40 ára 38 daga, yfir 40 ára 42 daga. Peir sem fá frí sitt á timanum 1. nóvember til 30. april fá þar að auki 7 daga fri. Ef aðeins nokkur hluti frísins lendir innan þessa timabils, fá þeir tiltölulega jafnmarga daga að auki. Molar. »Mikla Norræna« — 1920. — í skýrslu þeirri er félagsstjórnin lagði fyrir nýafstaðinn aðalfund félagsins segir, að enda þótt árið hafi verið gott fyrir félagið, hafi margar af von- um stjórnarinnar brugðist. T. d. hefir enn eigi tekist að lagfæra þrjá sæ- síma sem bilaðir voru, sökum þess að á þeim svæðum hafa enn verið tundurdufl. Nú er þó von um að bráðlega verði hægt að lagfæra þá. Af Evrópusímum félagsins hafa átta verið slitnir alls 16 sinnum. í Austur-Asíu hafa 6 sæsímar verið slitnir alls 19 sinnum á árinu. Aðallínur félagsins í Síberíu, sem sé Wladiwostock og Kiachtalínurnar hafa verið lokaðar fyrir símaviðskift- um milli Evrópu og Austur-Asíu. Sökum fjárkreppunnar í Evrópu hafa símaviðskiftin minkað mikið, einnig seinni helming ársins. Petta liefir haldið þannig áfram, fram á þelta ár. Sé miðað við sama tímabil í fyrra hafa viðskiftin minkað uin nál. 30°/o- Samningarnir við Pólland, um að leggja sæsíma frá Danmörku til ein- hvers staðar í Póllandi, nálægt Dan- zig, og þaðan landlínu lll Warschau, hafa strandað enn sem komið er, á því að kjör þau er pólska stjórnin hefir getað boðið hafa verið óað- gengileg. Sarot sem áður hefir fjárhagur fé- lagsins ekki versnað á árinu. Stjórn- in leggur til að hluthöfum verði greitt

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.