Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 18

Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 18
32 E L E K T R O N . Sendihraöi Wheaisionesieekja. í október-hefti »The Post Office Electrical Engineers JournaI«, 1919, er getið um handhæga aðferð til að o » a » » o s • •• finna sendihraðaWheatstone’s-sendirs (transmitters), á þann hátt, að göluð er 3. eða 4. feta löng pappírsræma með bókstöfunum A, B, C, og haft 2 stafa millibil á milli þeirra, eins og sést á myndinni. Síðan eru endarnir límdir saman, þannig að ræman myndar hring og getur runnið óhindruð í gegn um sendiiinn. Hraðinn (eða orðafjöldinn á mínútu) er sami og tala flokkanna « • ® ® % a e © ö © « f A, B, C, sem renna í gegn á 50 sek- úndum, eða eftir því 2 sinnum fjöldi þeirra á 25 sekundum. Ottó Jörgensen var skipaður stöðvarstjóri og póst- afgreiðslumaður á Siglufirði frá 1. ágúst s.l. Hann hefir verið í þjónustu lands- símans siðan 1912, en var skipaður símrilari við stöðina á Seyðislirði 1. nóv. 1915 og vann þar, þar til hann var skipaður varðstjóri við ritsímann í Reykjavík 1. jan. 1918. Ottó sat í stjórn F. í. S. síðastlið- ið ár og vann af dugnaði í þágu íé- lagsins og er hans saknað af félags- mönnum hér, því hann hefir ætíð haft brennandi áhuga á félagsmálum, en vér vitum að hann mun hér eftir sem hingað til fylgjast með og vinna að áhugamálum F. í. S. Áður en Oltó fór frá Reykjavík, héldu starfsbræður hans honum kveðjusam- sæti og sátu það um 50 manns. Stöðvarstjóraskifti. Björn Magnússon stöðvarstjóri á Borðeyri var skipaður stöðvarstjóri á ísafirði frá 1. ágúst s.l., en Þórhallur Gunnlaugsson ]_stöðvarstjóri á ísafirði var skipaður stöðvarstjóri í Vest- mannaeyjum frá sama tíma. Ungfrú Margrét Friðriksdóltir og Þorsleinn Gislason aðstoðarstöðvarsljóri á Seyðisfirði voru gefin saman í hjóna- band þ. 29. júlí. Ungfrú Ingibjörg Ólafsdóttir og Þór- hallur Gunnlaugsson slöðvarstjóri hafa birt trúlofun sína. Ennfremur hafa birt trúlofun sína þau Hulda Bjarnason símamær og Björn Björnsson bakarameistari. Ingi- björg Steinsdóttir símamær og Ingól/ur Jónsson ritstjóri. Karl Ásgeirsson og Theódór Lillien- dahl símritarar á Akureyri hafa verið skipaðir 1. fl. símritarar frá 1. júlí þ. á. Ennfremur liefir Daníel Jóhannsson símritari í Reykjavik verið skipaður 1. fl. símritari, frá 1. júlí þ. á. Prenlsmiðjan Gutenberg.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.