Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 3

Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 3
ELEKTRON -Málgagn F. I. S. —.. VI. árg. Reyfejavík, 1921. 3. tbl. Elektron kemur út ársfjórðungslega. — Áskriftargjald 4 kr. á ári. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Schram, Stýrimannastíg 8, sími 474. Utanáskrift blaðsins: Eleklron, Box 575, Reykjavík. Bókasafn F. í. S. Síðastliðinn vetur var skipuð nefnd í félaginu til að koma skipulagi á bókasafn þess og gerði hún skrá yfir öll blöð, bækur og tímarit félagsins, en sökum þess að safniö hefir ekkert herbergi til eigin afnota, hefir ekki verið hægt að koma því þannig fyrir að aðgengilegt sé félagsmönr.um. Vér höfum fyrir löngu séð nauð- syn þess að safnið liefði til eigin umráða hæfilega stórt herbergi, sem þá einnig mætti nota fyrir lesstofu, en félagið er ekki svo efnum búið að geta leigt herbergi undir það úti í bæ, síst meðan húsaleiga er jafn há og nú. Ear sem í ráði er að lands- símahúsið verði bráðlega stækkað að mun, fórum vér að hitta Iandssíma- sljórann til að vita hvortfélagið myndi ekki geta fengið leigt herbergi undir safnið þegar búið væri að byggja. Landsímastjórinn tók strax vel í málaleitun vora og sagðist skyldi sjá svo um að félagið fengi eitt herbergi undir safnið ef húsrúm leyfði, og eru mikil líkindi til að svo verði. Vér teljum það fyrsta skilyrði til að vekja áhuga sítnamanna á síma- málum og tekniskum fræðum, að þeir fái setn greiðastan aðgang að bókum og tlmaritum í þeim efnum. Finst oss að þetta mál varði mikið símastjórnina, því hún ætti á allan hátt að ýta undir starfsmenn sfna að menta sig sem bezt í starfi sínu, og í samvinnu við félagið mælti miklu til leiðar konta i þeim efnum. Landssítninn kaupir að slaðaldri fjölda ágætra bóka og timarita, en starfsmennirnir hafa altof ógreiðan aðgang að þeim og ekki nemá örfáir sem nota þau. Eað væri því að mörgu leyti heppilegt að mynda eitt sam- eiginlegt bókasafn úr bókum lands- símans og félagsins, sent þá jrrði stjórnað af símastjórninni og félaginu í sameiningu. Hér er eitt mál sem félagið og simastjórnin ættu að beita sér fyrir, og koma upp sem fyrst góðu bóka- safni þvi þar með er áreiðanlega fyrsta sporið stígið til þess að gela fengið góða og vel mentaða menn i þjónustu símans, sem að engu leyti þyrftu að standa að baki stéttarbræðr- um sínum annars staðar. í öðrum löndum, sérstaklega í Am- eríku, kappkosta símafélögin að menta sem bezt starfsmenn sína og hafa mörg þeirra eigin skóla fyrir starfs- fólkið, og hvetja það á allan hátt að fullkomna sig sem best i starfinu, því þau vita að undir því er að mestu leyti bag félagsins komið. Hingað til hefir landsíminn gert alt of litið í þeim efnum fyrir starfs-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.