Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 4

Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 4
34 ELEKTRON. menn sína, en nú ætti stjórnin að liefjast handa, því framtíð símans, hvort hann á að geta boðið almenn- ingi jafn góða afgreiðslu og símar annarsstaðar, fer eftir því hvort starfs- menn hans eru duglegir og vel ment- aðir í starfi sínu, því það eru þeir sem eru vöðvar símans og sem í framtíðinni eiga að stjórna honum. Stööur muau landssímans. Landsíminn er nú orðið stórfyrir- tæki, sem hefir í þjónustu sinni fjölda manns, sem launað er mismunandi, eftir því hvaða starf maðurinn hefir á hendi, og eru vissar reglur fyrir því hvernig menn flytjasl úr einum flokki i annan. Innan símans losna árlega fleiri eða færri stöður og hefir mönnum þá oftast verið gefinn kostur á að sækja um þær og þar með fengið tækifæri til að komast í hetri launaflokk. Relta ætti ætíð að vera sjálfsögð regla, en þó hefir oft verið breytt frá lienni og nokkrar af hinum betri stöðum innan simans verið veittar, án þess að þær hafi verið auglýstar til um- sóknar. Hefir þetta orðið til þess að vekja almenna óánægju innan stétt- arinnar, en þó hefir tólfunum þótt fyrst kastað, þegar utansímamönnum hafa verið veittar stöðurnar og þar með gengið fram hjá mönnum innan simans, sem að flestra dómi væru færari og sjálísagðari til að fá þær. Ef slík stefna sem þessi á að ráða innan símans, getur það haft hinar alvarlegustu afleiðingar í för með sér fyrir landsímann sjálfann, því hvernig á landsiminn að geta í framtíðinni fengið framgjarna og áhugasama menn í þjónustu sína, ef þeim er ekki gefið neitt mark til að vinna að? Nei, með slíkri stefnu í stjórn sím- ans hlytu að eins að veljast skussar i þjónustuna, og þar af leiðandi hlyti afgreiðslan öll í heild sinni að standa langt að baki því sem sæmilegt er talið annarsstaðar. Laun símamanna hafa aldrei verið svo góð sem skyldi, og vanalega að mun lægri en laun þau sem einkafé- lög hér á landi hafa greitt starfs- mönnum sínum, nema ef vera skyldi nú siðustu árin, meðan dýrtíðarupp- bótin hefir verið hæst. En nú þegar uppbótin lækkar og launin þar með færast niður, má búast við að leiti í sama farið og fyrir stríðið, að laun innan símans verði lægri en hjá einkafélögum. Ef að svo fer, er lík- Iegt að starfsmenn símans leiti frá honum til annara betri slarfa, eink- um ef þeir sjá, að til lítils er að híða eftir hetur launuðum stöðum innan símans. Rað er því lífsskilyrði fyrir lands- simann, ef liann vill halda áhuga- sömum og góðum starfsmönnum sín- um í framtiðinni, að ýta undir þá til þess að verða sem best að sér í starfi sínu, og gefa þeim kost á, þeg- ar svo ber undir, að sækja um betri stöður, sem þá ætíð ættu að vera veittar, að öðru jöfnu, þeim sem lengst hafði verið í þjónustunni. Harding forsetl talar 5700 mílnr. Lengsta talsímasamband er fengist hefir, var 11. apríl síðastl., er Harding forseti Bandaríkjanna opnaði talsima- sambandið milli Bandaríkjanna og Cuba. Samtalið fór fram í sjó, á landi og í lotti, frá Catalina Island (fyrir vestan San Franciso) þvert yfir Banda- ríkin, til Cuba.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.