Elektron - 01.11.1921, Qupperneq 5

Elektron - 01.11.1921, Qupperneq 5
ELEKTRON. 35 Stundatöflumálið og F, í. 8. í síðasta tölublaði Eleklrons, skýrði eg frá gangi »stundatöflumálsins« svo- kallaða frá byrjun og mintist á þá þýðingu sem úrslit þess hefðu á F. í. S. og eg veit, að engum sönnum með- lim félagsins blandast hugur um það, að tilvera F. í. S. er undir þeim komin; er því sjálfsagt, að halda mál- inu vakandi, og birta gang þess í málgagni félagsins, svo síinamenn út- um land geti fylgst með í því, og lialdið fastar saman en verið liefir, til að leiða það til heppilegra lykta. — Fegar sjeð varð, að ekki var hægt að ná samkomulagi við símastjórn- ina út af máli þessu, ákvað félagið, að snúa sér beint til stjórnarráðsins og að leggja þá jafnframt fyrir það tillögur, sem bygðu fyrir, að breyt- ingum, líkum og umræddri stunda- töflubreytingu, væri hægt að demba yfir starfsfólk símans. Er það óefað báðum málsaðilum fyrir beztu, að linurnar séu hreinar og ákveðnar, og hollast til góðrar samvinnu í fram- liðinni. Tillögur félagsins eru þessar: 1. Að vinnutími símameyjanna við bæjarsímann í Rvík verði frá 1. nóv. eins og hann var áður en slundatöflunni var breytt í sum- ar, eða frá kl. 8—22. 2. Að dagvinna við ritsíma og lang- línuafgreiðslu teljist frá kl. 8—21, eins og verið hefir. 3. Að öll aukavinna eftir hinn fast- ákveðna starfstíma verði greidd þannig, að alt að V* klst. reikn- ast ekki, en sé unnið Iengur fram yfir ákveðinn starfstíma, reiknast það sem heill klukkutími væri. Voru þessar tillögur sendar stjórn- arráðinu, en svar þess ekki komið ennþá, svo ekki verður sagt um úr- slit þessa máls með vissu. En von- andi verður það hœgi í næsta blaði. Það væri þörf á því, að skrifa langa grein um F. í. S. í sambandi við »stundatöflumálið«, en eg ætla að sleppa því að sinni. Ekkert mál hef- ir verið betri prófsteinn á það, leitt betur í Ijós ýmsar hættulegar rnein- semdir, og þær sumar sorglega al- varlegar, en hinsvegar sýnt þá ör- uggu samheldni, sem þar er til, ef á þarf að halda. Ekkert mál hefir heid- ur átt eins mikinn þátl í því að slyrkja þennan félagsskap, færa með- limina nær hvern öðrum. Og eg er sannfærður um það, að um mörg ár eiga áhrifin frá þvi eflir að halda þessu félagi saman og gera það ör- uggara í starfsemi sinni. Andrés G. Pormar. Leiðrétting. Útaf grein minni um stundatöflu- málið í síðasta blaði Elektrons, lýsi eg því yfir, að gefnu tilefni, að um- mæli þar ber á engan hátt að skoða sem niðrandi eða óvirðingarorð um landssímastjóra, og eiga dæmin, sem þar eru tekin við um framtíðina. Ef hægt er að leggja annan skilning í þetta, sem eg hefi ekki ætlast til, bið eg afsökunar á því. Andrés G. Pormar. Práðlaus skeytayiðskifti. — Til* raunir hafa farið fram með þráðlausar skeytasendingar.með hraðvirkum tækj- um, eftir kerfi Siemens og Halske, milli Berlínar og Leipzig og hafa lekist ágætlega. Áhöldin skila skeytunum prentuðum.

x

Elektron

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.