Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 8

Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 8
38 ELEKTRON. Skýrsla um störf landssimans áriö 1920. Skýrslan er nýkomin út, í sama sniði og undanfarin ár, og birtum vér hér útdrátt úr henni: 1, janúar 1920 hækkuðu simskeyta- og lalsímagjöld innanlands og voru frá þeim tíma eins og hér segir: 1. Simskeytagjöld: Fyrir almenn simskeyti 10 aurar fyrir hvert orð, auk 1 kr. stofngjalds af hverju símskeyti. Fyrir innanbæjarskeyti 5 aurar fyrir hvert orð, auk 50 aura stofngjalds af hverju símskeyti. Fyrir póstávísana- símskeyti 3 kr. fyrir hverl skeyti, án tillils til orðafjölda. Gjald fyrir TM 50 aurar fyrir almenn skeyli og 100 aurar fyrir hraðskeyti fyrir hver 100 orð eða færri. Talsimagjöld: 25 aura gjaldið hækkaði upp í 35 aura 35 — — — — - 50 — 50 — — — — - 75 — 75 — — — - 125 — 100 — — — — - 175 — 150 — — — — - 250 — 175 — — — — - 300 — 225 — — — — - 400 — Ennfremur hækkaði ársgjald fyrir skrásetningu á símnefnum úr 12 kr. upp í 20 kr. Á árinu hafa verið afgreidd samtals 193850 gjaldskyld símskeyti og 311582 viðtalsbil með tekjum fyrir landssímann er nema kr. 942038,50 móti 185532 gjaldskyldum símskeytum og 337452 viðtalsbilum með tekjum er námu kr. 741712,02 árið 1919. Tala símskeyta hefir þannig aukist um 4,4°/o, tala viðtalsbila lækkað um 7,6°/o og tekjurnar hækkað um 27°/o. Gjaldskyld símskeyii innanlands voru 1920 105379 og gjaldið fyrir þessi skeyli kr. 337081,30 móti 110653 símskeytum og gjaldi kr. 254827,90 á árinu 1919. Tala síinskeyta hefir lækkað um 4,7°/o, en tekjurnar hækkað um 32,2°/o. Meðalgjald fyrir hvert símskeyti innanlands var kr. 3,19, en kr. 2,30 árið á undan. Gjaldskyld símskeyti til úilanda voru 1920 47143 og hluti íslands af gjaldinu fyrir þessi skeyti kr. 86324,80 móti 40816 símskeytum og gjaldi kr. 86363,07 árið 1919. Símskeytum til útlanda hefir fjölgað um 15,5°/», en tekjur íslands af þeim voru hér um bil þær sömu og árið á undan. Meðalgjald íslands fyrir hvert símskeyti til útlanda var kr. 1,83 árið 1920 móti kr. 2,11 árið 1919.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.