Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 11

Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 11
E L E K T K O N. 41 Árgjald til Mikla norræna rilsíniafélagsins ... kr. 35000,00 Laun fastra slarfsmanna landssímans árið 1020 — 308332.40 ----------------- — 015105,43 Tekjuafgangur ... kr. 183242,02 og er’þessi upphæð hér uin bil 6,1 °/o af því íé, sem ríkissjóður heíir varið til simalagninga til ársloka 1020 og um 5,3 ð/° af þeirri upphæð sem varið helir verið til símalagninga lil sama Líma, að meðtöldum frainlögum hreppa- félaga og annara. Á árinu var bygð símalína (stauraröð) að lengd 50,5 km. og lagður sæsími 6,0 km. Af nýjum þræði var strengt samlals 225,8 km., þar af sæ- sími 12,0 km. í lok ársins 1020 var lengd landssímalínanna samtals 2410,0 km. (þar af sæsími 70,7 kin. og jarðsími 7,1 km.) en lengd þráðanna samtals 7232,7 km. (þar af sæsími 132,2 km. og jarðsími 13,2 km.) Á árinu bættust við 4 nýjar stöðvar, Minniborg, Þorlákshöfn, Lágafell í Landeyjum og Hallgeirsey. 1 árslok 1920 vóru opnar alls 158 Iandssíma- stöðvar, þar af 2 loftskeytastöðvar til afnota fyrir almenning. t Thomas Thomassen Heftye ríkissímastjóri Noregs. Meðal þeirra sem fórust við járn- brautarslysið i Þrándheimi þ. 19. sept. var Heftye ríkissímastjóri. Hann var fæddur í Kristianíu 10. april 1860. Varð ríkissímastjóri 1. janúar 1906, en áður var hann ofursti í norska hernum. Ríkissímakerfi Noregs hefir tekið stórstígum framförum undir stjórn Heftyes, en sérstakt kapp lagði hann á það, að koma upp sem bestu loft- skeytasambandi, bæði innanlands og við útlönd. Hann var í afar miklu áliti í Noregi og var trúað fyrir mörgum störfum í þarfir ríkisins, fyrir utan símastjóra- starfið. Þannig var hann tvívegis ráð- herra og í fyrra sat hann sem full- trúi Noregs í Slésvíkurnefndinni. Þýzk loftskeytaafgreiðsla er þrens- konar, útlanda viðskifti, innanlands viðskifti og hin sérstöku viðskifti. Stöðvarnar í Nauen og Eilvese ann- ast afgreiðslur við aðrar heimsálfur, en stöðin í König-Westerhaus við Evrópu. Innanlands viðskiftin annast 15 stöðvar og þar að auki 15 stranda- stöðvar til skipaafgreiðslu. Miklar endurbætur hafa verið gerð- ar á stöðinni í Nauen, til að tryggja sem best afgreiðslu við Ameríku. Sem stendur hefir verið komið á »duplex« sambandi milli Nauen og stöðvarinnar í Marion í Bandaríkj- unum og taka þær á móti og senda livor annari samtímis. Skeytin frá Marion eru þó ekki móttekin í sjálfri Nauen, heldur í Geltow í nánd við Potsdam. Nauen getur sent 24,000 orð á dag.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.