Elektron - 01.11.1921, Side 12

Elektron - 01.11.1921, Side 12
42 ELEKTRON. Senditækin eru tvær 500 kw. liá- frekventvélar með þar til heyrandi transformatorum. Noluð eru 2 loft- nel, sein alveg eru óháð hvort öðru. t ráði er að stækka slöðina enn, með það íyrir augum að gela afgreitt beinl við Suður-Ameríku. Rödd forseta Bandaríkjanna endurnýjuð. Þegar Harding hélt fyrstu forseta- ræðu sína þ. 4. marz s. 1. hlusluðu 125,000 manns á hann. Undan farin ár hafa jafnvel ekki þeir, sem haía verið innan 100 feta frá ræðumann- inum heyrt til hans, en að eins séð varir hans bærast og aðrar hreyfing- ar hans. Þegar Harding forseti með ræðu sinni vakti almenna ánægju, byrjuðu fagnaðarlætin og lófaskellirnir jafn- skótt hjá þeim öítustu sem fremstu og var það ólíkt þvi sem nokkur fyrri forseti átti að venjast, því þá byrj- uðu fagnaðarlætin hjá þeim sem næstir voru og breiddist svo smám saman út. Endurnýjun raddar forsetans tókst svo vel með Bells hátttalandi taltækj- um, að þeir sem voru einna næstir forsetanum gátu ekki greint hvar rödd hans hætti og hvar hin endur- nýjaða tók við. Ef einhver hefði get- að gengið í beinni línu frá ræðupall- inum, hefði hann ekki getað heyrt röddina breytast neitt, því að hún heyrðist alt af jafn skýrt í öftustu röðunum sem þeim fremstu. Það er enginn efi á því, að þess- um hátttalandi Bells-tækjum var mikið að þakka hve hátíðleg athöfnin varð og munu allir sem þar voru staddir minnast þess lengi. Til að endurnýja röddiua voru nol- uð ýmiskonar rafmagnstæki, sem vógu samtals margar smálestir og var þeim komið fyrir í þrem lierbergjum. Tækin þurftu liinnar nákvæmnustu gæslu, þvíeinn valnsdropieða málmögn, ekki stærri en tíluprjónshaus, á röng- um slað, hefði gelað orðið til þess að tækin gætu ekki unnið. O.E. Forberg landssímastjóri varð fimlugur 22. þ. m. Eins og kunnugt er, kom Forberg hingað til Iandsins árið 1906 og hafði þá tekist á hendur að byggja hina fyrstu landssímalínu hér á landi, milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur, og laulc því verki svo, að allir sem vit höfðu á, luku einróma Iofsyrði á það. Forberg var síðan ráðinn lands- símastjóri og hefir gegnt því starli óslitið síðan, með mikilli íyrirhyggju og dugnaði. Getur hann nú á fimtugs- afmæli sínu litið aftur á mörg starf- söm og heillarík ár, og óska allir vinir hans að landssíminn megi njóta starfskrafta hans enn um langt skeið. Prófessor Einstein í Ameríkn. í Ameríkuför sinni heimsótti prófessor Einstein loftskeytafélagið, sem er stærsta loftskeytafélag heimsins. Var honum tekið þar með kostum og kynjum og sýnd öll ríki ameríksku loft- skeytaveraldarinnar, m. a. hina frægu loftskeytastöð félagsins í New Bruns- wick. Segir »The Wireless Age« að Einstein hafi verið mjög hrifinn af því er hann sá, því Ameríkumenn eru á þessum sviðum komnir lengra en aðrar þjóðir.

x

Elektron

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.