Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 13

Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 13
ELEKTRON. 43 Molar. St.flHrsta brd heimsius — Amerík- anar hafa ákveðið að byggja brú yfir Hudsonlljólið, milli NewYork og New Jersey og verður þessi brú sú stærsta sem nokkurn tíma hefir verið bygð. Brooklynbrúin og bennar líkar verða eins og dvergar hjá þessu bákni. Brúin verður 2% km. á lengd, eða milli 8—9000 fet. Hæðin yfir vatnsfleti verður 50 metrar en brúarturnarnir 250 melrar, eða jafn háir Woolworth- byggingunni í New York, sem er hæsta hús heimsins. Stálkaðlarnir sem brúin hangir í verða l2/3 metrar í þvermál. Öll verður brúin úr stáli og er gert ráð fyrir að hún kosti 100 millíonir dollara. Hún verður bygð fyrir einka- fé, en eftir 50 ár verður hún eign rikisins. Fyrir nokkru liélt prestur í Aineríku guðþjónustu í mörgum kirkjum í einu, og er það talið vera í fyrsta skifti að slíkt hefir verið reynt. Til viðtöku í kirkjunum voru notuð ramma-loftnet, hljómaukar og horn (lúðrar) sem voru sett upp í kórnum. Orgelslátturinn, söngurinn og ræðan heyrðist ágætlega í öllum kirkjunum. Með þessu móti getur prestur sá er þjónar mörgum kirkjum, messað í þeim öllnm í einu. Símar Ameríku. Samkvæml skýrslu Bandaríkjastjórnarinnar eru 21 rit- símafélög þar í landi, er eiga 241.012 mílna stauraröð og 1.888.793 mílur af vír. Meir en 155.000.000 símskeyti eru send árlega frá alls 28,865 stöðv- um víðsvegar um landið. Starfsmenn félaganna sem eru alls um 30.600, fá 40.000.000 dollara í laun á ári. Símskeytagjöld í Pýzkalandi. Það var ódýrara að ferðast frá Þýskalandi til Vestur-India fyrir slríðið, en það kostar nú að senda 10 orða skeyli, eftir gjaldi því sem nýlega hefir gengið í gildi. Símskeytagjöldin í Þýskalandi hafa verið hækkuð um 330,o, en fyrir skeyli lil Ameríku er gjaldið nú þrefall við það sem áður var. Til sumra landa nemur hækkunin 500—600°/o, eins og t. d. á 10 orða skeyti til eyjarinnar Curacao. Slíkt skeyti kostar 1.140 mörk, sem er meir en fargjald kostaði fram og aftur á fyrsta farrými á gufu- skipi fyrir stríðið. Auðvitað er þessi hækkun að kenna hinum gríðarmikla gengismismun. Talsími Yínarborgar er mjög illa á sig kominn núna, segir »Electrician«. Er mælt að afgreiðslan sé þannig, að hún geri talsímanotendur gráhærða. Hefir verið stungið upp á að slofna einkafélag til þess að starfrækja sím- ann og hafa talsímanotendur myndað með sér félagsskap og krefjast þess, að annað hvort bæti stjórnin þegar í stað ástandið, eða fái einkafélagi sím- ann í hendur. — Víðar er nú pottur brotinn en í Reykjavík. Sími Pýskalands. — »Electrician« segir eftir Dr. Bredaw, að sökum af- skaplegrar verðliækkunar hafi orðið 200.000.000 marka tekjuhalli á ríkis- símanum þýska árið 1920. Járnþráður hefir hækkað um 3000°/o, eirþráður um 1200%, jarðkabill um 2000, inn- anhúskablar um 4000% og tseki um 3000%, og nú þarf nauðsynlega að leggja eitthvað af nýjum línum. Að setja upp lalsímalínu í Berlín kostar nú 11000 mörk, en lcostaði 800 fyrir ófriðinn. Reksturs og viðhaldskostn- aður er tífaldur við það sem var fyrir ófriðinn. Afleiðing þess er sú, að enda þótt talsímagjöldin hefi ferfaldast, hrökkva tekjurnar samt ekki fyrir út-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.