Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 14

Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 14
44 E L E K T R O N . gjöldunum. Dr. Bredaw vill láta af- nema rétt notenda til ótakmarkaðra samlala og telja gjöldin eftir samtala- fjölda. Enn fremur vill hann láta hækka gjöldin eflir einhverjum inæli- kvarða í hlutfalli við samtalafjölda frá hverju talsímatæki. Dr. Bredaw scgir enn fremur, að enda þótt hægt væri að útvega nægilegt fé til nýrra lagninga, myndi taka mörg ár að koma afgreiðslunni i það liorf, sem var fyrir ófriðinn. Fnll notknn taisímalína. — í »Elek- trolechnik und Maschinenbaw ræðir Georg Seidl, verkfræðingur í Vínarborg um hvernig talsímalanglínur verði best notaðar. Eru tvær aðferðir sem koma til greina, sú óbundna og sú bundna. Með þeirri óbundnu, sem venjulega er notuð, getur hver notandi, á hvaða tíma sem er pantað og fengið samtal afgreitt. Eftir þessari grundvallarreglu eru afnot línanna frjálsust; séu þær línur sem með þarf lausar, þá fæst hið umbeðna samband þegar í stað. Séu þær á hinn bóginn ekki lausar, verða samtölin að svo miklu leyti sem unt er afgreidd í þeirri röð sem þau voru pöntuð í. Að halda réltri röð er oftast nær ómögulegt, því að samtöl þau er afgreiða skal geta verið svo mörg, að línurnar eru sjaldan lausar. Þar af Ieiðir að talsímanotendur verða oft að bíða margar klukku- stundir og símastúlkurnar geta oft ált erfitt með að segja ákveðið um hvenær hægt er að afgreiða samtölin, og er það óþægilegt bæði íyrir þær sjálfar og notendurnar. Stöð sem heíir sex línur til sex jafn stórra stöðva getur á einum degi, frá kl. 8 lil 20 afgreilt samtals nál. 800 samtöl á þessum 6 línum. Er gert ráð fyrir þriggja mín- útna samtölum með tveggja mínútna millibili, sem talið er að fari til þess að afgreiða þau. Til þess að hægt sé að nota línurnar sem best cru öll samtöl pöntuð með ritsímalínum, með- an verið er að afgreiða önnur samtöl. Þegar bundin afgreiðsla er noluð, er tímanum fyrir fram skift niður á milli stöðvanna og verða símanol- endur að liaga saintölum sínum eflir því, og verða að gæta þess að vera viðlátnir þegar að þeirra tíma kemur. Auðvitað verða þeir að panla samlöl sín fyrirfram. Þessi pöntun fer fram milli tveggja afgreiðslutímabila. Á næsta tímabili skifta stöðvarnar með sér sam- tölunum. Skömmu áður en líður að næsta tímabili þar á eftir er nolend- um tilkynt að nú verði samtöl þeirra afgreidd í næsta tímabili og þeir beðnir að vera við. Hvert afgreiðslutímabil er 10 mínútur og er ein mínúta af því notuð til þess að geta um sarntöl þau sem pöntuð eru, en hinar 9 eru æll- aðar fyrir 3 viðtalsbil. Séu afgreiðslu- tímabil tveggja stöðva kl. 9-910,11—1110 og 1—l10, þá fær sá er pantar fyrir kl. 9 samtal sitt kl. 11. Sá er pantar fyrir kl. 11 fær afgreiðslu kl. 1, o. s. frv. Þar eð notendurnir þekkja niður- röðunina, vita þeir fyrirfram hvenær þeir geta fengið samband og þurfa auk þess ekki að óttast að þeir missi af samtalinu þótt þeir fari frá milli tímabilanna. Sé nú lagður til grundvallar sami reikningur og áður, telst til að af- greiða megi 2200 viðtalsbil á sama tíma, eða 2,5 sinnum fleiri samtöl með bundnu reglunni en þeirri ó- bundnu. Reglu þessari er nú fylgt í Vin Og nágrenni. („Ingeniören") Ný lög um þráðlaus viðskifti í Sví- þjóð, — Lög um notkun þráðlausra loftskeyta og taltækja um borð í út- lendum skipum innan landhelgi Sví- þjóðar, voru gefln út 13. maí. Þar stendur meðal annars; — a. Að áhöld til þráðlausra sendinga á

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.