Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 15

Símablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 15
ELEKTRON. 4& útlendum skipum megt ekki nota nálægt sænskum höfnum nema með leyfi símastjórnarinnar, í samráði við aðal flotamálastjórann, og þá að eins með því móti að nákvæmlega sé fylgt reglugjörð þar að lútandi, útgefinni af símastjórninni. b. Að áhöld til þráðlausra sendinga á útlendum skipum, sem eru innan 10 mílna færis við sænska loftskeyta- stöð, megi að eins nota í neyð eða til afgreiðslu við næstu strandarstöð. c. Símastjórnin í samráði við flota- málastjórann geta bannað, eða tak- markað notkun þráðlausra áhalda á útlendum skipum á öðrum svæð- um hafsins en sem getið er um í h-iið, og eru undir yfirráðum Svíþjóðar. — Ný loftskeytatæki. C. Lorenz A/G. í Iierlín hefir nýlega selt á markað- inn ljóshogatæki fyrir þráðlaust firð- tal sem má setja í beint samband við Ijósastraum (220 V.). Langdrag þeirra er 15 km. með 20 m. háu loftneti (300 cm. rýmni). Sama félag hefir og sett á markaðinn lampa-senditæki, er geta notað öldulengdir frá 300 upp í 800 m. Langdrag með firðritun 30 km. og firðtali 100, með 30 metra háu loftneti. Báðar þessar tegundir áhalda eru þægilegar og einfaldar. (T. u. F. Technik). Skrítla. Kona nokkur kom inn á símastöð- ina í Reykjavík með símskeyti, sem hún hafði fengið frá Siggu dóttur sinni, en sagðist ekki geta lesið það alt. Símritarinn las þá fyrir hana skeytið og var hún mjög þakldát fyrir, en sagði um Ieið: »Skelfing hefir hún Sigga mín flýtt sér, því hún er vön að skrifa miklu betur«! Bókafregn. The Year Book o'f Wireless Telegraphy and Telephony 1921. (London: The Wire- less Press Ltd. Verö 21 s). Útgefendurnir, The Wireless Press Ltd. London hafa sent Elektron eitt eintak bókarinnar, sem vér þökkum hér með fyrir. Bókin er í sama sniði og undan- farin ár og hefir inni að halda allar þær upplýsingar sein nauðsynlegar eru hverjum loftskeytamanni, og ætli að vera til á liverri einustu loftskeytastöð. Haandbok i Telefoni af Th. Holmboe og Sigfred Tengs. Gefið út af Norsk Lands- telefonforening. Bók þessa hefir landssímastjórinn sent flestum stærstu stöðvunum. Hún er 239 blaðsiður að stærð í fremur litlu broti. Bókinni er skift í 12 kafla. Fyrstu 3 kaflarnir eru rafmagnsfræði. Er þar Ijóst og lipurt skýrt frá und- irstöðuatriðum talsímafræðinnar. Sjötti og sjöundi kafli eru um talsímaáhöld, miðstöðvarborð og tilheyrandi tæki. í tíunda kafla er lýst byggingu lang- lína o. fl. í bókinni er fjöldi ágætra mynda og er hún hin læsilegasta að öllu leyti. Hún er aðallega skrifuð fyrir þá sem vilja lesa sér til sjálfir, og þá einkum fyrir línumenn og verkstjóra. Væri æskilegt að sem flestar góðar bækur í símafræðum væru til á gæslu- stöðvunum, því símamenn eiga oft óhægt með að ná sér í slíkar bækur. Ungfrú Unnur Sveinsdóttir og Snorri Lárusson sfmritari á Seyðisfirði hafa opinberað trúlofun sína.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.