Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 8

Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 8
54 E L E K T R O N . skiftaþörf krefur. Stöðvar af þessari gerð taka bráðum til starfa í San Francisco, Hawai og Bretlandi. Mönn- um verður oft á að spyrja um hvort hin ýmsu ólíku kerfi geti unnið sam- an. Pessu má svara þannig, að i raun og veru sé ekki nema um tvö kerfi að ræða, sem sé neistakerfið, (sem notan er á ílestum skipastöðvum og minni strandslöðvum, sem vinna við skip í hafi,) og kerfi það er fram- leiðir óhamlaðar bylgjur. Þetta síðar- refnda kerfi er notað á öllum stærri stöðvum og þótt að vélarnar, eða loftnetin, sem framleiða sveflurnar séu ólík, þá eru þó sveiflurnar þær sömu, eða svo á í það minsta að vera. (Framh.). Em bættaveiti n gar. í síðasta tölublaði Elektrons, ritar ritstjórinn grein um »stöður innan fandsímans« og er þar réltilega hnýlt í aðferð þá, sem fylgt heíir verið undanfarið með veitingu embætta innan símans, en mér finst að gjarnan hefði mátt draga þar dæmi fram í dags- ljósið, til að sýna svart á hvílu, hvernig embættaveitingarnar hafa ver- ið undanfarin ár, og eru enn, og má því búast við að sömu slefnu verði fylgt í framtíðinni, ef hún er látin óátalin. Fetta er alvörumái, sem allir síma- menn sjálfs sín vegna hljóta að hafa vakandi auga á, því þar ræðir um framtíð þeirra við landssímann. Sú regla sem landsímastjórinn heíir hafí með veitÍDgu embætta, er með öllu óviðunandí, og má merkilegt heita, að símamenn skuli ekki fyrir löngu hafa hreyft mótbárum gegn slíku ranglæti, sem komið hefir fram við stéttina í heild sinni, þar sem gengið er framhjá þeim venjum og reglum, sem sjálfsagðar hafa verið taldar við veitingu embætta hjá ís- lenska ríkinu. Símamenn bljóta að krefjast þess, þar sem þeir verja öllum starfskröft- um sínum í þágu símans og gera starfið að lífsstarfi sínu, að þær stöð- ur sem losna við síman, séu auglýst- ar lausar til umsóknar, og síðan veittar mönnum innan símans, en ekki gengið fram hjá þeim og þær veittar einhverjum og einhverjum sem jafnvel aldrei hefir verið i þjónustu landssímans. Skulu hér tilfærð nokkur dæmi, til að sýna hvernig embætaveitingarn- ar hafa verið undanfarið, og mun flestum vera þau í fersku mynni. í fyrra þegar hr. Petersen stöðvar- stjóri í Vestmannaeyjum fór frá stöð- inni, var einn símritarinn i Reykjavík skipaður stöðvarstjóri þar, en staðan var alls ekki auglýst til umsóknar; málti þó gera ráð fyrir að marga af simriturunum myndi fýsa að fá þá stöðu, þar sem hún var betur launuð þægilegri og sjálfstæðari en símritara- staðan, en um þetta var ekkert rætt opinberlega, mest sökum kunnings- skapar við þann sem fekk stöðuna. Árinu áður hafði verið stofnað nýlt embætti við símann, — efnisvarð- arstaðan. Var hún auglýst bœði innan og utan símans og þar með augsýni- lega gefið i skyn, að landsímastjór- inn þætlist ekki geta fengið neinn mann innan símans, sem fær væri um að sinna því starfi, enda kom það á daginn, því að þrátt fyrir það, að margir símamenn sæktu um starf- ið, var það veitt manni utan símans. Meðal umsækjendanna var þó maður sá, sem landsímastjórinn skipaði ár- ið eftir í stöðvarstjórastöðuna í Vest- mannaeyjum, sem að flestra áliti mun vera ábyrgðarmeiri og vanda-

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.