Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 10

Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 10
56 ELEKTRON. FYRIR þá virðingu og samúð, sem gþrmenn simans, lélag íslenskra símamanna og starfsmenn símans gfirleilt úli um land sgndn mér í tilejni af 50 ára afmœli mínu 22. november síðast liðinn votta eg hér með mitt innilegasia þakklœli. Reykjavik i decbr. 1921. 0. Forberg. yrði ekki hægt að ljúka allri afgreiðslu skeytanna þann dag, sem og aldrei hefir verið gert, en fólk vill heldur vinna þeim mun lengur á jóladag, til að geta fengið frí á aðfangadag, jafnt og aðrir borgarar. Munu allir símamenn óska þess fastlega að landssímastjórinn breyti lokunartíma stöðvanna, þennan eina dag ársins, í samræmi við lokunar- tíma annara opinberra stofnana; sér- staklega þar sem það liggur í augum uppi, að það getur ekki orðið neinn hnekkur, hvorki fyrir landssimann né viðskiftamenn hans. Símastöðin í Reykjavlk. Nýlega hefir verið byrjað á að breyta simstöðinni. Verður bygð ein hæð ofan á húsið og herbergjaskipun breytt að nokkru niðri. Bæjarsíminn og langlínuafgreiðslan verður flutt á efstu hæð. Við það rýmkast dálítið fyrir ritsímanum og skrifstofuuum, sem síst er vanþörf á. Má búast við að nú, fyrst verið er að breyta hús- inu og lagfæra, verði starfsfólkinu séð fyrir þeim þægindum, sem nauðsyn- leg eru og sjálfsögð, þar sem siðaðir menn eiga að ganga um, en þeim hef- ur verið mjög ábótavant undanfarið. T. d. má geta þess, að engin þvotta- skál eða þvottavaskur er til í húsinu, heldur hafa menn orðið að þvo sér úr kranarensli, yíir skólpvaski. Öll ræsting og viðhald stöðvarinn- ar hefir einnig verið í megnasta ólagi. í sumum herbergjunum hafa loft og veggir jafnvel ekki verið þvegin nema einu sinni á ári, í hæsta lagi, og er ryklagið víða svo þykt, að mála má skýrar myndir á veggina með fingr- unum, og hafa sendisveinarnir mesta yndi af að sýna dráttlist sína á þann hátt. Væntanlega verður meira hiein- lætis gætt á símastöðinni hér eftir en hingað til. Nýbrey tni. Nýlega hefir verið byrjað á þvi á slöðinni í Reykjavík, að vélrita öll skeyti, sem frá stöðinni fara og er þeirri nýbreytni vel fagnað meðal viðskiflamanna símans, því frágangur á skeytunum hefir stundum ekki verið upp á það besta, eins og oft vill brenna við þegar mikið er að gera og nauð- synlegt er að llýta afgreiðslunni sem mest. Eins og kunnugt er, geta vanir menn vélritað miklu fleiri orð en skrifað, á sama tíma, og mun því þetta geta flýtt mikið fyrir afgreiðslunni, þegar símritararnir hafa vanist ritvélunum. Væri vel viðeigandi að þessi ný- breytni stöðvarstjórans í Reykjavík yrði tekin upp í það minsta á öllum ritsímastöðvunum.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.