Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 14

Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 14
60 E LEKTRON. samningur milli þýsku póststjórnar- innar og Mackay félagsins, um sæ- símalagningu milli Þýskalands og Bandaríkjanna. Western Union Tele- graph Co er í samskonar samnings- umleitunum við þýsku stjórnina. Ennfremur eru tvö amerisk loftskeyta- félög að semja við þýsku stjórnina um byggjingu stórra lofstkeytastöðva þar í landi. Loftskeytatæki á þýsknm járn- hrantnm. Þjóðverjar ætla að láta selja upp þráðlaus firðtalstæki í mörgum helstu járnbrautarlestum sinum, einkum hraðlestum. Áður en ákvörðun þessi var tekin, voru gerð- ar víðtækar tilraunir með þelta, í viðurvist og undir eftirliti ýmsra sér- fræðinga, þar á meðal einnig frá Svíþjóð og Bandaríkjunum. Síminn í Japan. Japanar ætla að endurbæta simakerfi sitt mikið á næstu árum. Ætla þeir að verja 40 miljónum yen til þessara endurbóta, þar á meðal er lagning jarðsíma milli helstu borga ríkisíns og á hver ensk mila þeirra að kosta 60.000 yen. ítalir endnrbæta símakerfl sitt Journal Télégraphique segir að ítalir ætli að verja 150.000.000 lírum til þess að endurbæta símakerfi sitt, bæði í bæjum og úti um sveitirnar. Jafnframt hafa verið veittar 16 milj. lira til að endurbæta símakerfi járn- brautanna og breyta þeim eftir því sem þarf, í sambandi við að nú á að fara að rafvirkja járnbrautarvagnana þar í landi. .Majestic“ stærsta skip heimsins er útbúið með þremur loftskeytastöðv- um. Á sú aflmesta að geta haft sam- band við stöðvar báðu megin Atlants- hafsins, alla leiðina yfir hafið. Talsímasamband milli Noregs, Englauds, Pýskalands og Danmerk- ur. Abild, yfirverkfræðingur norsku símanna, hefir í viðtali við blaða- mann nýlega, látið uppi skoðun sína á hvað Noregur ætti að gera, til þess að auka og tryggja símasambönd s!n við önnur lönd. Vill hann láta leggja þrjá sima frá Noregi, einn til Eng- lands, einn til Þýskalands og einn til Danmerkur. í hverjum kabli verða fjórir þræðir og verður eftir þeim hægt að hafa samtímis 3 samtöl og jafnframt senda skeyti. Kabilgerðinni hefir farið svo fram síðustu árin, að þetta ætti vel að vera framkvæman- legt. Kablarnir verða auðvitað »hlaðn- ir«, en með hvaða aðferð, er ekki sagt í viðtalinu. Líklegt er þó að Krarups-aðferðin verði notuð. Alt á þetta að kosta um 14 miljónir króna og býst yfirverkfræðingurinn við, að af þeirri upphæð muni þau lönd er símarnir eiga að liggja til, leggja fram helming; í Noregs hlut koma þá 7 milj. Sem við er að búast, hefir þetta vakið feikna eftirtekt, og er ekki ólík- legt að fyrirtækið fái þann byr hjá hlutaðeigendum, að það komist í framkvæmd. Verður þá kabillinn milli Noregs og Englands lengsti talsíma- kabill jarðarinnar. Hr. Abild sýnir með tölum, að fyr- irtækið sé trygt fjárhagslega, því að engin vandræði muni verða á að fá næg viðskifti fyrir þessi nýju sambönd. Undanfarið hefir staðið barátta milli kabilfræðinga og loftskeytafræð- inga um yfirráðin á sviði firðtals og firðritunarsambanda milli landa og virðist sem hinir fyrri hafi heldur farið halioka. Komist þetta fyrirtæki í framkvæmd og reynist vel, mega loftskeytafræðingarnir herða sig. Al-sjálfvirkar talsíuia-midstöðvar eru nú tvær í notkun hér á landi,

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.