Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 15

Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 15
ELEKTRON. 61 þó í smáum stíl sé. Sú fyrri kom fyrir 2 árum siðan og var sett upp hjá firmanu Nathan & Olsen í hið nýja hús þeirra hér í Reykjavík, og er notuð þar til að tengja saman öll herbergi firmans í húsinu, í pakk- húsi og íbúð hr. Olsens. 14 talsima- áhöld eru þar nú í sambandi við sjálfvirku miðstöðina, og má fjölga þeim upp í 33 og jafnvel upp í 99, með þvi að hafa 3 áhöld á hverri línu. Miðstöð þessa notar firmað mjög mikið og hefir hún reynst ágæta vel; aldrei orðið hið minsta að henni þessi tvö ár. Eimskipafélag íslands er nýbúið að fá samskonar al-sjálfvirka mið- stöð í hið nýja myndarlega hús sitt; og tengir hún saman öll slcrifstofu- herbergi félagsins, íbúð framkvæmd- arstjórans og pakkhúsin. 16 talsíma- áhöld eru þar nú í notkun. Eins og gefur að skilja, eru þessar sjálfvirku talsímamiðstöðvar til ómet- anlegs gagns og tímasparnaðar. Hér þarf ekki á neinum millilið að halda til að gefa manni samband. Talsíma- áhaldið sjálft er manns eini »sima- þjónn«. Það getur ekki gefið skakt samband, enginn getur hlustað, og altaf er það til taks alla 24 tima sólarhringsins. Pessar tvær sjálfvirku miðstöðvar hefir Gísli J. Ólafson símastjóri út- vegað og hefir hann séð um upp- setning á þeim. Miðstöðvarkerfið er kallað Selecto-phone en félagið sem býr til þessi áhöld, heitir The Schrew Machine Products Corporation á Rhode Island í Bandaríkjunum. Ó. B. Arnar fyrv. ritstjórl Elektrons er ráðinn frá 1. Jan. n. k. til bráðabirgða til þess að vera aðstoðarmaður land- símastjórans og forstöðumaður bæjar- símans í Rvík. — LandssimaStjóri hafði áður á hendi forstöðu bæjarsímans. Félagaf réttir. Ungfrú Guðrún Lárusdóttir, fyrv. varðstjóri í Rvik., og stud. med. & chir. Helgi Ingvarsson, voru gefin saman í hjónaband 10. des. Frú Sigríður Oddsdóttir hefir verið skipuð varðstjóri við langlinuafgreiðsl- una í Reykjavík, frá 1. des. að telja. Sigurgeir Björnsson símamaður í Reykjavik hefir fengið breytt einkenn- isstöfum sínum í Sbj. Ungfrú Ingibjörg Ólafsdóttir síma- mær á ísafirði, hefir sagt upp stö*u sinni, frá 1, jan. að telja. Ennfremur hefir ungfrú Soffía Thordarsen, sama stað, sagt upp stöðu sinni frá 1. febrúar n. k. Ungfrú Guðrún Helgadóttir, sima- mær á ísafirði, hefir flust til Reykja- víkur og vinnur nú þar á landssima- stöðinni. Ungfrú Valdís Tryggvadóttir, sima- mær á Seyðisfirði, og Asgeir Guð- mundsson, stöðvarstjóri á Fáskrúðs- firði, voru gefin saman í hjónaband, þann 17 þessa mánaðar. Umburðarbréf frá landssimastjóranum. 8/s, nr. 30. Á morgun, 7. ágúst, verðaopnaðar41andssímastöðvará lín- unni Blöndós-Kálfshamarsvík, gæzlu- stöð Akureyri, eins og hér segir: 2. flokks stöð á Skagaströnd, merki Ska.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.